Orri fær mikið lof eftir frábæra byrjun Aron Guðmundsson skrifar 23. júlí 2024 11:30 Orri Steinn Óskarsson í leik með FC Kaupmannahöfn Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, fær mikið lof frá sérfræðingum um dönsku úrvalsdeildina eftir mjög svo góða byrjun á tímabilinu í gærkvöldi. Orri skoraði eitt mark í 2-0 sigri FC Kaupmannahafnar á Lyngby í fyrstu umferð deildarinnar. Mörkin hefðu hæglega geta verið fleiri en frammistaðan sýnir það og sannar af hverju stór félög í Evrópu hafa verið á höttunum á eftir Íslendingnum. „Þegar að þú færð fyrsta tækifærið til þess að skora mark svona snemma, þá er það eina sem FC Kaupmannahöfn þarf frá þér að þú skorir. Orri gerði það. Hann er nítján ára gamall og það er út af þessu sem mörg félög hafa áhuga á honum,“ sagði David Nielsen, sérfræðingur TV 2 um frammistöðu Orra í gær. Orri Steinn undirritaði nýjan samning við Kaupmannahafnarliðið á dögunumFCK Ljóst er að mikill áhugi hefur verið á kröftum Orra milli tímabila, meðal annars úr spænsku úrvalsdeildinni, en hann skrifaði undir nýjan samning við FC Kaupmannahöfn fyrir ekki svo löngu síðan til ársins 2028. Er það til marks um trúnna sem forráðamenn félagsins hafa á Íslendingnum. „Hann er mjög svo heilsteyptur leikmaður sem hreyfir sig af mikilli greind inn í vítateignum,“ bætti Nielsen við í útsendingu TV 2 frá leik gærkvöldsins. „Þegar að þú er með leikmann eins og hann. Sem getur komið djúpt niður á völlinn til þess að hjálpa liðsfélögunum og sem tekið hlaupið inn fyrir og ógnað, sem og klárað færin. Þá ertu vel settir. Það er út af þessu sem forráðamenn FC Kaupmannahafnar hafa lagt mikið á sig til þess að halda honum.“ Orri Steinn fagnar marki sínu í gærFCK Orri hefði geta skorað fleiri mörk í leik gærkvöldsins en hann hefur sett stefnuna á að vera markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili. „Auðvitað vill maður opna markareikninginn eins fljótt og auðið er,“ sagði Orri í viðtali eftir leik. „Ég tel mig hafa verið mjög hættulegan fyrir andstæðinginn í leiknum. Þetta var góð byrjun. Nú þarf bara að byggja ofan á þetta.“ Væntingarnar til Íslendingsins unga eru miklar og hefur verið haft á orði að hann geti orðið sá leikmaður sem brýtur markametið í dönsku úrvalsdeildinni. Metið stendur í 29 mörkum og er eign fyrrverandi leikmanns FC Kaupmannahafnar Robert Skov. Orri var spurður út í markmið sitt varðandi markaskorun á tímabilinu eftir leik í gær. „Ég verð að vera markahæstur. Einhverjir hafa sagt mér að miða að því að bæta markamet Skov Olsen en það gæti orðið erfitt. Eigum við að stefna á fimmtán mörk? Tuttugu mörk? Vonandi.“ Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira
„Þegar að þú færð fyrsta tækifærið til þess að skora mark svona snemma, þá er það eina sem FC Kaupmannahöfn þarf frá þér að þú skorir. Orri gerði það. Hann er nítján ára gamall og það er út af þessu sem mörg félög hafa áhuga á honum,“ sagði David Nielsen, sérfræðingur TV 2 um frammistöðu Orra í gær. Orri Steinn undirritaði nýjan samning við Kaupmannahafnarliðið á dögunumFCK Ljóst er að mikill áhugi hefur verið á kröftum Orra milli tímabila, meðal annars úr spænsku úrvalsdeildinni, en hann skrifaði undir nýjan samning við FC Kaupmannahöfn fyrir ekki svo löngu síðan til ársins 2028. Er það til marks um trúnna sem forráðamenn félagsins hafa á Íslendingnum. „Hann er mjög svo heilsteyptur leikmaður sem hreyfir sig af mikilli greind inn í vítateignum,“ bætti Nielsen við í útsendingu TV 2 frá leik gærkvöldsins. „Þegar að þú er með leikmann eins og hann. Sem getur komið djúpt niður á völlinn til þess að hjálpa liðsfélögunum og sem tekið hlaupið inn fyrir og ógnað, sem og klárað færin. Þá ertu vel settir. Það er út af þessu sem forráðamenn FC Kaupmannahafnar hafa lagt mikið á sig til þess að halda honum.“ Orri Steinn fagnar marki sínu í gærFCK Orri hefði geta skorað fleiri mörk í leik gærkvöldsins en hann hefur sett stefnuna á að vera markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á yfirstandandi tímabili. „Auðvitað vill maður opna markareikninginn eins fljótt og auðið er,“ sagði Orri í viðtali eftir leik. „Ég tel mig hafa verið mjög hættulegan fyrir andstæðinginn í leiknum. Þetta var góð byrjun. Nú þarf bara að byggja ofan á þetta.“ Væntingarnar til Íslendingsins unga eru miklar og hefur verið haft á orði að hann geti orðið sá leikmaður sem brýtur markametið í dönsku úrvalsdeildinni. Metið stendur í 29 mörkum og er eign fyrrverandi leikmanns FC Kaupmannahafnar Robert Skov. Orri var spurður út í markmið sitt varðandi markaskorun á tímabilinu eftir leik í gær. „Ég verð að vera markahæstur. Einhverjir hafa sagt mér að miða að því að bæta markamet Skov Olsen en það gæti orðið erfitt. Eigum við að stefna á fimmtán mörk? Tuttugu mörk? Vonandi.“
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira