Ayers er miðjumaður og kemur til með að fylla skarð Caitlin Cosme. Sú yfirgaf Garðabæinn nýlega til að ganga í raðir Nantes í Frakklandi.
Ayers er reynslumikil, 31 árs gömul, og leikur sem miðjumaður. Hún hefur undanfarið leikið í sænsku úrvalsdeildinni og lék síðast með liði Vittsjö.
Stjarnan er sem stendur í sjöunda sæti Bestu deildarinnar með 13 stig eftir 13 leiki. Liðið tapaði naumlega, 1-0, fyrir Breiðabliki um síðustu helgi.
