Sport

Bald­vin bætti eigið Ís­lands­met: „Á­kveðinn múr sem mig er búið að langa að rjúfa lengi“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Baldvin Þór náði markmiði sínu í Lundúnum í gær.
Baldvin Þór náði markmiði sínu í Lundúnum í gær. frjálsíþróttasamband Íslands

Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet í 1500 metra hlaupi utanhúss á móti í Lundúnum í gærkvöldi og varð um leið fyrstur Íslendinga til að hlaupa vegalengdina á minna en þremur mínútum og fjörutíu sekúndum.

Baldvin hljóp 1500 metrana á 3:39,90, fyrra Íslandsmet hans frá árinu 2023 var 3:40,36.

„Ákveðinn múr sem mig er búið að langa að rjúfa lengi þannig að það er mjög góð tilfinning að ná því. Auk þess er líka gott að vinna hlaupið mitt, það er mikilvægt að kunna að koma sér yfir línuna fyrstur,“ sagði Baldvin eftir hlaupið.

Baldvin er í Ungmennafélagi Akureyrar og á í dag níu Íslandsmet, fimm utanhúss og fjögur innanhúss.

Utanhúss met:

  • 1500 m I 3:39,90 mín I 24. júlí 2024
  • 3000 m I 7:49,68 mín I 1. júlí 2023
  • 5000 m I 13:20,34 mín I 30. apríl 2024
  • 5 km götuhlaup I 13:42,00 mín I 16. mars 2024
  • 10 km götuhlaup I 28:51,00 mín I 22. október 2023

Innanhúss met:

  • 1500 m I 3:41,05 mín I 4. febrúar 2024
  • 1 míla I 3:59,60 mín I 14. janúar 2023
  • 3000 m I 7:47,51 mín. I 12. febrúar 2022
  • 5000 m I 13:58,24 mín I 24. febrúar 2023

Tengdar fréttir

Baldvin Þór sló 39 ára gamalt Íslandsmet

Baldvin Þór Magnússon sló í gær 39 ára gamalt Íslandsmet í 1500 m hlaupi utanhúss þegar hann hljóp á Rick Erdmann Twilight mótinu í Richmond Kentucky. Baldvin hljóp vegalengdina á 3:40,74 mín, sem er tæplega sekúndu betri tími en gamla metið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×