Innlent

Myndlistaskólinn yfir­gefur JL-húsið

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Myndlistaskólinn hefur verið með starfsemi sína í JL-húsinu um árabil.
Myndlistaskólinn hefur verið með starfsemi sína í JL-húsinu um árabil. Vísir/Vilhelm

Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin.

Í tilkynningu á vef Myndlistaskólans kemur fram að starfsemi dagskólans eigi ekki að raskast vegna þessa en að námskeið fyrir börn og fullorðna hefjist eitthvað síðar en vanalega.

Skólinn biðst velvirðingar á töfum en segir tilganginn með flutningunum að bæta aðstöðuna og þá vonandi líka skólastarfið.

Eftir mánaðamótin verður því engin atvinnustarfsemi eftir í JL-húsinu sem hýst hefur alls konar fyrirtæki í gegnum áratugina. Hæðir hússins eru fimm og hefur Myndlistaskólinn verið með starfsemi sína á annarri og þriðju hæðinni. Hinar standa tómar.

Verslun Nóatúns var lengi starfrækt á jarðhæðinni en síðan hafa þar nokkrir veitingastaðir og barir reynt að festa rætur sínar í húsinu en án mikils árangurs.

Húsnæði Myndlistaskólans var sett á sölu árið 2022 og var ætlunin að byggja íbúðir í húsinu. Í frétt um málið frá þeim tíma kom fram að margir hafi sýnt þessum möguleika áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×