Innlent

Milljarðs tap Play og götu­list í Hafnar­firði

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan 18:30.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan 18:30. vísir

Forstjóri Play segir stöðu flugfélagsins trausta þrátt fyrir tap upp á rúman milljarð á öðrum ársfjórðungi. Hann gefur lítið fyrir vangaveltur um mögulega sameiningu Play og Icelandair og segir engar meiriháttar uppsagnir í uppsiglingu.

Þrátt fyrir að nýtt hættumat bendi til að miklar líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur á næstu vikum verður ráðist í framkvæmdir innan bæjarins eftir Verslunarmannahelgi. Brottfluttir íbúar eru bjartsýnir á að komast aftur heim.

Við fjöllum um hrottalegt mál í Svíþjóð, hittum spænskan götulistamann sem hefur undanfarið skreytt fráveitulok og rafmagnskassa í Hafnarfirði og verðum í beinni útsendingu frá Bæjarbíó þar sem Jónas Sig er með tónleika í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×