Svo virðist sem skemmdarverkin hafi beinst gegn hraðlestarkerfinu TGS en nokkrar lestarlínur vestur, norður og austur af París urðu fyrir áhrifum og eru þrjár leiðir sagðar óvirkar.
Raðir hafa myndast á Gare Montparnasse í morgun.
Ferðir hafa þegar verið afboðaðar og gert er ráð fyrir að viðgerðir geti tekið alla helgina.
Samkvæmt BBC voru eldar kveiktir á þremur línum en það tókst að koma í veg fyrir skemmdarverk á þeirri fjórðu. Um er að ræða Atlantique sem fer frá París til Bordeaux, Nord sem fer frá París til Lille og Est sem fer frá París til Strassborgar.
Fólk sem ætlaði að ferðast með umræddum lestum hefur verið beðið um að fresta ferðalögum ef það getur og ekki mæta á stöðvar eins og er.
Enginn hefur lýst ábyrgðinni á hendur sér en það er ekki ólíklegt að skemmdarverkin tengist Ólympíuleikunum sem nú standa yfir í París. Setningarhátíðin fer fram í dag.