Fótbolti

Njósnaskandall Kanada vindur upp á sig

Siggeir Ævarsson skrifar
Leikmenn Kanada fagna Ólympíugullinu 2020, á leikunum sem fram fóru 2021 vegna covid.
Leikmenn Kanada fagna Ólympíugullinu 2020, á leikunum sem fram fóru 2021 vegna covid. vísir/Getty

Óheiðarleiki þjálfarateymis kanadíska kvennalandsliðsin í knattspyrnu á Ólympíuleikunum hefur vakið mikla athygli en Beverly Priestman, þjálfari liðsins, var send heim ásamt þremur öðrum úr þjálfarateyminu.

David Shoemaker, framkvæmdastjóri Ólympíunefndar Kanada, varði Priestman í fyrstu og sagði ólíklegt að hún hefði vitað af njósnunum, en síðan þá hafa sönnunargögnin hrannast upp og nú er komnar fram vísbendingar um að Kanada hafi mögulega haft rangt við á síðustu Ólympíuleikum þegar Kanada fór heim með gullið.

„Já, það virðast vera komnar fram upplýsingar sem varpa skugga á frammistöðu á Ólympíuleikunum í Toyko.“ - Sagði Shoemaker á blaðamannafundi en hann hafði áður sagt að ekkert benti til þess að álíka hefði gerst í Tokyo, enda var afar strangt eftirlit með allri framkvæmd leikanna sökum covid-takmarkanna.

Þessu undarlega máli virðist því alls ekki vera lokið en Ólympíunefnd Kanada hefur þó sagt að það sjái enga ástæðu til að draga liðið úr keppni enda beri leikmenn ekki ábyrgð á málinu heldur Priestman og það starfsfólk sem þegar hefur verið sent heim.

Priestman hefur ekki verið formlega sagt upp störfum sem þjálfara liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×