Chelsea hefur tvívegis í sumar boðið Gallagher samning en hann hefur ekki viljað skrifa undir. Núverandi samningur hans rennur út næsta sumar og Chelsea vill ekki leyfa honum að fara frítt þá.

Aston Villa og Tottenham settu sig í samband en Chelsea vill helst ekki selja hann til keppinautar í ensku úrvalsdeildinni. Sky Sports greinir frá því að Chelsea hafi samþykkt tilboð frá Atletico Madrid, þrátt fyrir að hin liðið byðu betur.
Gallagher er sagður spenntur fyrir Madrid, það sem gæti hins vegar komið í veg fyrir skiptin eru launakröfurnar en hann er einn af launahærri mönnum hjá Chelsea.