Enski boltinn

Julian Álvarez á leið til Atlético Madrid

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alvarez vann þrennuna á sínu fyrsta tímabili. 
Alvarez vann þrennuna á sínu fyrsta tímabili.  Joe Prior/Visionhaus via Getty Images

Julian Alvarez, argentínskur framherji Manchester City, er sagður á leið til Atletico Madrid fyrir 81 milljón punda.

Alvarez kom til City árið 2022 frá River Plate í heimalandinu og var fljótur að sanna sig, hann fékk framlengdan samning í fyrra til ársins 2028. Á síðasta tímabili spilaði hann 54 leiki, skoraði 19 mörk og gaf 13 stoðsendingar.

Auk þess var hann lykilmaður í liði Argentínu sem varð heimsmeistari 2022 og var hluti af Ólympíuliðinu sem náði í 8-liða úrslit.

Hann verður þriðju kaup Madrídar-félagsins í sumar en Robin le Normand, varnarmaður frá Real Sociedad og Alexander Sorloth, framherji frá Villareal eru einnig nýmættir.

Þá er félagið einnig sagt vera að ganga frá kaupum á Conor Gallagher. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×