Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þar sem verkefni dagsins eru skráð.
Bifhjólamaðurinn var tryggður með lögreglutökum og fluttur á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangaklefa. Hann hlaut ekki áverka af atvikinu, reyndist sviptur ökuréttindum og er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna.
Þá var einnig tilkynnt um ökumann á bifreið sem hafði stöðvað umferð á Vesturlandsvegi, en ók af stað aftur áður en lögregla kom auga á hann. Hann var handtekinn grunaður um ölvun við akstur.