Stjórnarformanns Morgan Stanley saknað eftir snekkjuslysið Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 08:56 Björgunarbátar aðstoða við leitina að snekkjunni Bayesian undan ströndum Sikileyjar í morgun. Leitin hófst aftur um klukkan hálf sjö að staðartíma. AP/Salvatore Cavalli Leit að sex manns sem er enn saknað eftir að lystisnekkja sökk rétt utan við Sikiley í gær hélt áfram í morgun. Á meðal þeirra sem er saknað er stjórnarformaður fjármálarisans Morgan Stanley International og eiginkona hans. Talið er að lík þeirra sem er saknað séu föst í flaki snekkjunnar Bayesian á um fimmtíu metra dýpi á hafsbotninum. Eitt lík fannst við flakið í gær. Fimmtán manns af 22 sem voru um borð var bjargað, þar á meðal ársgamalli stúlku og móður hennar. Nú hefur verið greint frá því að Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley International, og Judy eiginkona hans séu á meðal þeirra sex sem eru talin af. Talsmaður bankans segir stjórnendur hans í áfalli yfir harmleiknum og að hugur þeirra sé hjá fjölskyldu Bloomer. Áður hafði verið greint frá því að Mike Lynch, bresks milljarðamærings, væri saknað en átján ára gömul dóttir hans er nú einnig sögð á meðal þeirra sem hafa ekki fundist. Eiginkona Lynch, sem eru skráður eigandi félagsins sem á snekkjuna, komst lífs af. Maðurinn sem fannst látinn í gær hefur ekki verið nafngreindur en ítalska strandgæslan segir að hann hafi verið skipskokkurinn. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð í snekkjunni. Fögnuðu sýknu bresks milljarðamærings í fjársvikamáli Svo virðist sem fólkið um borð í snekkjunni hafi verið að fagna því að Lynch var sýknaðir af ákæru um fjársvik í tengslum við yfirtöku tæknirisans Hewlett Packard á fyrirtæki hans í Bandaríkjunum í júní. AP-fréttastofan segir að í hópnum hafi verið fólk sem stóð með Lynch í gegnum lagaflækjurnar sem stóðu í fjölda ára. Á meðal þeirra sem er saknað er Christopher Morvillo, einn lögmanna Lynch, og eiginkona hans. Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley, bar vitni við réttarhöldin yfir Lynch. Stephen Chamberlain, fyrrverandi varaforseti fyrirtækis Lynch sem var ákærður með honum, lést þegar bíl var ekið á hann þar sem hann var að hlaupa í Cambridge-skíri á Englandi á laugardag. Mike Lynch við dómshús í San Francisco í mars. Hann var ákærður fyrir að ýkja verðmæti hugbúnaðarfyrirtækisins Autonomy sem hann seldi Hewlett Packard.AP/Michael Liedtke Erfitt að leita á svo miklu dýpi Enn er nokkuð óljóst hvað grandaði snekkjunni sem er 56 metra löng og með rúmlega sjötíu metra hátt mastur, eitt það hæsta í heimi fyrir fley af þessari gerð. Sjónarvottar og almanavarnayfirvöld hafa sagt að snekkjan kunni að hafa orðið fyrir skýstrók en stormur geisaði við Sikiley þegar hún sökk, aðeins um sjö hundruð metrum fyrir utan hafnarbæinn Porticello snemma morguns í gær. Leitin í flakinu hefur reynst erfið á slíku dýpi sem takmarkar hversu lengi kafarar geta leitað. Þá hefur þeim ekki tekist að leita í brú snekkjunnar vegna húsgagna sem loka leiðinni að henni. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Talið er að lík þeirra sem er saknað séu föst í flaki snekkjunnar Bayesian á um fimmtíu metra dýpi á hafsbotninum. Eitt lík fannst við flakið í gær. Fimmtán manns af 22 sem voru um borð var bjargað, þar á meðal ársgamalli stúlku og móður hennar. Nú hefur verið greint frá því að Jonathan Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley International, og Judy eiginkona hans séu á meðal þeirra sex sem eru talin af. Talsmaður bankans segir stjórnendur hans í áfalli yfir harmleiknum og að hugur þeirra sé hjá fjölskyldu Bloomer. Áður hafði verið greint frá því að Mike Lynch, bresks milljarðamærings, væri saknað en átján ára gömul dóttir hans er nú einnig sögð á meðal þeirra sem hafa ekki fundist. Eiginkona Lynch, sem eru skráður eigandi félagsins sem á snekkjuna, komst lífs af. Maðurinn sem fannst látinn í gær hefur ekki verið nafngreindur en ítalska strandgæslan segir að hann hafi verið skipskokkurinn. Tólf farþegar og tíu manna áhöfn var um borð í snekkjunni. Fögnuðu sýknu bresks milljarðamærings í fjársvikamáli Svo virðist sem fólkið um borð í snekkjunni hafi verið að fagna því að Lynch var sýknaðir af ákæru um fjársvik í tengslum við yfirtöku tæknirisans Hewlett Packard á fyrirtæki hans í Bandaríkjunum í júní. AP-fréttastofan segir að í hópnum hafi verið fólk sem stóð með Lynch í gegnum lagaflækjurnar sem stóðu í fjölda ára. Á meðal þeirra sem er saknað er Christopher Morvillo, einn lögmanna Lynch, og eiginkona hans. Bloomer, stjórnarformaður Morgan Stanley, bar vitni við réttarhöldin yfir Lynch. Stephen Chamberlain, fyrrverandi varaforseti fyrirtækis Lynch sem var ákærður með honum, lést þegar bíl var ekið á hann þar sem hann var að hlaupa í Cambridge-skíri á Englandi á laugardag. Mike Lynch við dómshús í San Francisco í mars. Hann var ákærður fyrir að ýkja verðmæti hugbúnaðarfyrirtækisins Autonomy sem hann seldi Hewlett Packard.AP/Michael Liedtke Erfitt að leita á svo miklu dýpi Enn er nokkuð óljóst hvað grandaði snekkjunni sem er 56 metra löng og með rúmlega sjötíu metra hátt mastur, eitt það hæsta í heimi fyrir fley af þessari gerð. Sjónarvottar og almanavarnayfirvöld hafa sagt að snekkjan kunni að hafa orðið fyrir skýstrók en stormur geisaði við Sikiley þegar hún sökk, aðeins um sjö hundruð metrum fyrir utan hafnarbæinn Porticello snemma morguns í gær. Leitin í flakinu hefur reynst erfið á slíku dýpi sem takmarkar hversu lengi kafarar geta leitað. Þá hefur þeim ekki tekist að leita í brú snekkjunnar vegna húsgagna sem loka leiðinni að henni.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Tengdar fréttir Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Einn látinn og sex saknað eftir að lystisnekkja sökk við Sikiley Að minnsta kosti einn er látinn og sex manns er enn saknað eftir að lystisnekkja með erlenda ferðamenn um borð sökk í slæmu veðri undan ströndum Sikileyjar á Ítalíu í nótt. Fimmtán manns, þar á meðal ársgömlu barni, var bjargað. 19. ágúst 2024 09:13