Enski boltinn

Antony hreinsaður af á­sökunum í Brasilíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Antony hefur spilað 82 leiki fyrir Man United, skorað 11 mörk og gefið 5 stoðsendingar.
Antony hefur spilað 82 leiki fyrir Man United, skorað 11 mörk og gefið 5 stoðsendingar. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Antony, vængmaður Manchester United, hefur verið hreinsaður af ásökunum um ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni.

Hinn 24 ára gamli Antony hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann gekk í raðir Man United sumarið 2022. Eftir fína byrjun í Manchester-borg þá fjaraði undan fínni spilamennsku hans og á síðustu leiktíð var hann settur tímabundið til hliðar eftir að fyrrverandi kærasta hans ásakaði hann um líkamlegt ofbeldi í sinn garð.

Nú greina enskir fjölmiðlar, þar á meðal The Telegraph, frá því að lögreglan í Brasilíu hafi hreinsað vængmanninn af öllum ásökunum. Antony hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og aðstoðað lögregluna bæði í Brasilíu og á Englandi.

Lögreglan á Englandi er enn með málið á sínu borði þar sem kærastan fyrrverandi segir sum brotin hafa átt sér stað þar í landi.

Antony sat allan tímann á varamannabekk Man Utd þegar liðið lagði Fulham 1-0 í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×