Viðræður sagðar stranda á kröfum Hamas um algjört brotthvarf Ísrael frá Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2024 06:44 Skyldmenni gísla í haldi Hamas og fleiri komu saman í Tel Aviv í gær til að heiðra minningu þeirra gísla sem hafa látist og kalla eftir samkomulagi um lausn þeirra sem enn er haldið föngum. AP/Ariel Schalit Friðarviðræður milli Ísrael og Hamas eru sagðar stranda á kröfum Hamas um að Ísraelar yfirgefi Gasa alfarið, þar sem stjórnvöld í Ísrael eru sögð hafa hafnað kröfunni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf Mið-Austurlönd í gær eftir fundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og fleirum. Hann sagði að samkomulag þyrfti að nást á næstu dögum en yfirvöld í Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar, sem hafa freistað þess að miðla málum í deilunni, eru nú sögð ýta á að aðilar undirriti „brúarsamkomulag“ sem felur í sér sex vikna vopnahlé þar sem skipst yrði á gíslum og föngum. Fyrst um sinn yrði um að ræða veika, eldri og kvenkyns gísla í haldi Hamas gegn Palestínumönnum sem haldið er í fangelsum í Ísrael. Á meðan vopnahléinu stæði myndu menn svo reyna að ná saman um framhaldið, þar sem meðal annars yrði skipst á hermönnum og látnum gegn fleiri föngum. Þá er gert ráð fyrir að Ísraelsmenn færu að draga sig frá Gasa og að íbúar gætu farið að snúa aftur heim. Hamas-samtökin hafa ekki átt beina aðkomu að viðræðunum í vikunni en þau hafa gert kröfu um algjört brotthvarf Ísraelshers frá Gasa. Axios greindi frá því í gær að Netanyahu hefði mögulega sannfært Blinken um nauðsyn þess að hermenn yrðu áfram við landamæri Gasa og Egyptalands en Blinken gaf óljós svör spurður um málið. „Bandaríkin sætta sig ekki við langtíma hernám Ísraels á Gasa,“ sagði Blinken í Katar. Samkomulagið sem væri til umræðu væri mjög skýrt um það hvenær og hvar Ísraelsmenn hörfuðu frá Gasa og Ísraelsmenn hefðu samþykkt það. „Það er allt sem ég veit. Ég hef verið mjög skýr varðandi það.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, yfirgaf Mið-Austurlönd í gær eftir fundi með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, og fleirum. Hann sagði að samkomulag þyrfti að nást á næstu dögum en yfirvöld í Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar, sem hafa freistað þess að miðla málum í deilunni, eru nú sögð ýta á að aðilar undirriti „brúarsamkomulag“ sem felur í sér sex vikna vopnahlé þar sem skipst yrði á gíslum og föngum. Fyrst um sinn yrði um að ræða veika, eldri og kvenkyns gísla í haldi Hamas gegn Palestínumönnum sem haldið er í fangelsum í Ísrael. Á meðan vopnahléinu stæði myndu menn svo reyna að ná saman um framhaldið, þar sem meðal annars yrði skipst á hermönnum og látnum gegn fleiri föngum. Þá er gert ráð fyrir að Ísraelsmenn færu að draga sig frá Gasa og að íbúar gætu farið að snúa aftur heim. Hamas-samtökin hafa ekki átt beina aðkomu að viðræðunum í vikunni en þau hafa gert kröfu um algjört brotthvarf Ísraelshers frá Gasa. Axios greindi frá því í gær að Netanyahu hefði mögulega sannfært Blinken um nauðsyn þess að hermenn yrðu áfram við landamæri Gasa og Egyptalands en Blinken gaf óljós svör spurður um málið. „Bandaríkin sætta sig ekki við langtíma hernám Ísraels á Gasa,“ sagði Blinken í Katar. Samkomulagið sem væri til umræðu væri mjög skýrt um það hvenær og hvar Ísraelsmenn hörfuðu frá Gasa og Ísraelsmenn hefðu samþykkt það. „Það er allt sem ég veit. Ég hef verið mjög skýr varðandi það.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira