Albert segir ummæli gamla yfirmannsins áfall Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2024 10:31 Albert Guðmundsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. Hann gæti orðið dýrasti leikmaður í sögu Fiorentina. @acffiorentina Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson var kynntur til leiks sem leikmaður Fiorentina á blaðamannafundi í gær. Þar var hann meðal annars spurður út í nauðgunarmálið sem vofir yfir honum, og orð framkvæmdastjóra Genoa sem sagði Albert hafa suðað um að losna frá félaginu. Albert kemur til Fiorentina að láni frá Genoa, þar sem hann raðaði inn mörkum á síðustu leiktíð, en með kaupum næsta sumar og bónusgreiðslum mun Fiorentina á endanum greiða 28 milljónir evra fyrir hann, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri blaðamönnum. Andres Blazquez, framkvæmdastjóri Genoa, sagði félagið hafa reynt að halda Alberti og kenndi honum alfarið um hvernig fór: „Við reyndum að halda honum og buðum honum launahækkun upp á eina milljón (evra) en hann kom á skrifstofuna á hverjum degi til að mótmæla. Á endanum vildi stjórinn ekki leikmann sem ekki vildi vera hérna,“ var haft eftir Blazquez í ítölskum miðlum. Albert var spurður út í þessi ummæli og svaraði: „Þessi orð hans voru svolítið áfall fyrir mig. Ég átti í góðu sambandi við hann, þekkti hann og hans fallegu fjölskyldu. Svo ég vil ekki tala illa um hann, því hann hefur hjálpað mér mikið síðustu tvö og hálft ár, en auðvitað má fólk ekki trúa öllu sem er skrifað í fjölmiðlum. Hann segist hafa boðið mér eina milljón evra í kauphækkun á ári en það er fjarri sannleikanum.“ Sannfærður um sakleysi sitt Albert var einnig spurður út í þá staðreynd að nú styttist í dómsúrskurð í máli hans vegna ákæru um nauðgun á Íslandi á síðasta ári. Hann hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu og gerði það einnig í gær. „Málið verður tekið fyrir í september en það hefur engin áhrif á mig. Þetta hefur verið í gangi síðasta árið en ég einbeiti mér að fjölskyldu minni og fótboltanum. Ég er sannfærður um sakleysi mitt og ég get ekki beðið eftir að sannleikurinn komi í ljós.“ Getur ekki spilað strax Óvíst er hvenær Albert spilar sinn fyrsta leik fyrir Fiorentina en hann staðfesti á fundinum í gær að hann væri að glíma við smávægileg meiðsli í kálfa. Hann var einnig spurður hvernig það væri að verða mögulega dýrasti leikmaður í sögu Fiorentina: „Það er mikill heiður fyrir mig að vera keyptur fyrir svona mikinn pening. En ég mun hvort sem er alltaf leggja mig 100% fram og læt svona lagað ekki vera neina aukabyrði á mér.“ Albert, sem er 27 ára gamall, skoraði 14 mörk í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð og varð fimmti markahæstur allra í deildinni. Í samræmi við reglur KSÍ spilaði hann ekki fyrir íslenska landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en hann var svo valinn í landsliðshópinn fyrir EM-umspilið í mars síðastliðnum eftir að héraðssaksóknari ákvað að láta málið niður falla. Þó að sú ákvörðun væri kærð rétt fyrir landsleikina gaf stjórn KSÍ leyfi fyrir því að Albert spilaði, í því ljósi að landsliðsverkefni væri hafið, og skoraði hann þrennu í 4-1 sigri gegn Ísrael, og mark Íslands í 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins. Ítalski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Albert kynntur til leiks í Flórens Albert Guðmundsson er formlega orðinn leikmaður Fiorentina en ítalska félagið kynnti hann til leiks á samfélagsmiðlum nú rétt í þessu. 16. ágúst 2024 17:19 Kaupverðið klárt og Albert á leið í fjólublátt Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Fiorentina á morgun og hefur félagið samið um kaup á honum frá Genoa. 15. ágúst 2024 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Albert kemur til Fiorentina að láni frá Genoa, þar sem hann raðaði inn mörkum á síðustu leiktíð, en með kaupum næsta sumar og bónusgreiðslum mun Fiorentina á endanum greiða 28 milljónir evra fyrir hann, samkvæmt Fabrizio Romano og fleiri blaðamönnum. Andres Blazquez, framkvæmdastjóri Genoa, sagði félagið hafa reynt að halda Alberti og kenndi honum alfarið um hvernig fór: „Við reyndum að halda honum og buðum honum launahækkun upp á eina milljón (evra) en hann kom á skrifstofuna á hverjum degi til að mótmæla. Á endanum vildi stjórinn ekki leikmann sem ekki vildi vera hérna,“ var haft eftir Blazquez í ítölskum miðlum. Albert var spurður út í þessi ummæli og svaraði: „Þessi orð hans voru svolítið áfall fyrir mig. Ég átti í góðu sambandi við hann, þekkti hann og hans fallegu fjölskyldu. Svo ég vil ekki tala illa um hann, því hann hefur hjálpað mér mikið síðustu tvö og hálft ár, en auðvitað má fólk ekki trúa öllu sem er skrifað í fjölmiðlum. Hann segist hafa boðið mér eina milljón evra í kauphækkun á ári en það er fjarri sannleikanum.“ Sannfærður um sakleysi sitt Albert var einnig spurður út í þá staðreynd að nú styttist í dómsúrskurð í máli hans vegna ákæru um nauðgun á Íslandi á síðasta ári. Hann hefur ætíð haldið fram sakleysi sínu og gerði það einnig í gær. „Málið verður tekið fyrir í september en það hefur engin áhrif á mig. Þetta hefur verið í gangi síðasta árið en ég einbeiti mér að fjölskyldu minni og fótboltanum. Ég er sannfærður um sakleysi mitt og ég get ekki beðið eftir að sannleikurinn komi í ljós.“ Getur ekki spilað strax Óvíst er hvenær Albert spilar sinn fyrsta leik fyrir Fiorentina en hann staðfesti á fundinum í gær að hann væri að glíma við smávægileg meiðsli í kálfa. Hann var einnig spurður hvernig það væri að verða mögulega dýrasti leikmaður í sögu Fiorentina: „Það er mikill heiður fyrir mig að vera keyptur fyrir svona mikinn pening. En ég mun hvort sem er alltaf leggja mig 100% fram og læt svona lagað ekki vera neina aukabyrði á mér.“ Albert, sem er 27 ára gamall, skoraði 14 mörk í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð og varð fimmti markahæstur allra í deildinni. Í samræmi við reglur KSÍ spilaði hann ekki fyrir íslenska landsliðið eftir að hann var kærður fyrir nauðgun á síðasta ári, en hann var svo valinn í landsliðshópinn fyrir EM-umspilið í mars síðastliðnum eftir að héraðssaksóknari ákvað að láta málið niður falla. Þó að sú ákvörðun væri kærð rétt fyrir landsleikina gaf stjórn KSÍ leyfi fyrir því að Albert spilaði, í því ljósi að landsliðsverkefni væri hafið, og skoraði hann þrennu í 4-1 sigri gegn Ísrael, og mark Íslands í 2-1 tapi gegn Úkraínu í úrslitaleik umspilsins.
Ítalski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Albert kynntur til leiks í Flórens Albert Guðmundsson er formlega orðinn leikmaður Fiorentina en ítalska félagið kynnti hann til leiks á samfélagsmiðlum nú rétt í þessu. 16. ágúst 2024 17:19 Kaupverðið klárt og Albert á leið í fjólublátt Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Fiorentina á morgun og hefur félagið samið um kaup á honum frá Genoa. 15. ágúst 2024 21:10 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Albert kynntur til leiks í Flórens Albert Guðmundsson er formlega orðinn leikmaður Fiorentina en ítalska félagið kynnti hann til leiks á samfélagsmiðlum nú rétt í þessu. 16. ágúst 2024 17:19
Kaupverðið klárt og Albert á leið í fjólublátt Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Fiorentina á morgun og hefur félagið samið um kaup á honum frá Genoa. 15. ágúst 2024 21:10
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti