Fengu rangar upplýsingar um fjölda ferðamannanna á jöklinum Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2024 15:54 Fjöldi björgunarsveitarmanna leitaði að ferðamönnum undir ís í Breiðamerkurjökli. Það þurfti rannsókn lögreglu og leit í hátt i sólarhring til að leiða í ljós að tölur ferðaþjónustufyrirtækis um fjölda í ferðinni væru rangar. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtækið sem stóð að ferðinni í Breiðamerkurjökul í gær veitti lögreglu rangar upplýsingar um hversu margir hefðu verið í hópnum sem lenti í slysinu þar. Yfirlögregluþjónn segir að ekki hafi verið hægt að hætta leitinni þar til ljóst væri að enginn væri undir ísnum. Bandarískur ferðamaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi úr gili á Breiðamerkjujökli um miðjan dag í gær. Parið var hluti af gönguhópi á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Upphaflega veitti fyrirtækið lögreglu þær upplýsingar að 25 hefðu verið í ferðinni og því var tveggja erlendra ferðmanna saknað. Tugir manna unnu að því að fjarlægja ís handvirkt til að leita að fólki undir ísnum. Í ljós kom að upplýsingar fyrirtækisins voru rangar og aðeins 23 voru í hópnum. Aldrei var því nokkur undir ísnum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að þar sem fyrirtækið hafi ekki getað gert almennilega grein fyrir hverjir þessir tveir sem áttu að vera saknað hafi viðbragðsaðilar ekki viljað hætta leit fyrr en þeir hefðu sannfært sig um að enginn væri undir ísnum. Björgunarlið var þó ekki meðvitað um að möguleiki væri á að einskis væri saknað fyrr en líða tók á leitina. „Auðvitað læðist sá grunur þegar þú ert búinn að vera leita og leita að einhverjum nöfnum að það geti verið en þú ert aldrei með þá vissu fyrir hendi fyrr en þú ert búinn að leita af þér allan grun,“ segir Sveinn Kristján. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Ekki er ljóst hvernig misræmið í fjölda ferðamannanna kom til. Sveinn segir málið til rannsóknar og að skýrslur verði teknar af starfsmönnum bókunarfyrirtækis og leiðsögufyrirtækis. Hann býst ekki við að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. „Það er nauðsynlegt að fá botn í þetta [...] þannig að svona gerist ekki aftur,“ segir hann. Rannsóknin beinist meðal annars að því hver teljist ábyrgur fyrir ferðinni, bókunaraðili eða skipuleggjandi ferðarinnar. Sveinn Kristján vildi ekki staðfesta hvaða fyrirtæki hefðu staðið að ferðinni á jökulinn í gær. Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Bandarískur ferðamaður lést og kona hans slasaðist þegar ís hrundi úr gili á Breiðamerkjujökli um miðjan dag í gær. Parið var hluti af gönguhópi á vegum ferðaþjónustufyrirtækis. Upphaflega veitti fyrirtækið lögreglu þær upplýsingar að 25 hefðu verið í ferðinni og því var tveggja erlendra ferðmanna saknað. Tugir manna unnu að því að fjarlægja ís handvirkt til að leita að fólki undir ísnum. Í ljós kom að upplýsingar fyrirtækisins voru rangar og aðeins 23 voru í hópnum. Aldrei var því nokkur undir ísnum. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að þar sem fyrirtækið hafi ekki getað gert almennilega grein fyrir hverjir þessir tveir sem áttu að vera saknað hafi viðbragðsaðilar ekki viljað hætta leit fyrr en þeir hefðu sannfært sig um að enginn væri undir ísnum. Björgunarlið var þó ekki meðvitað um að möguleiki væri á að einskis væri saknað fyrr en líða tók á leitina. „Auðvitað læðist sá grunur þegar þú ert búinn að vera leita og leita að einhverjum nöfnum að það geti verið en þú ert aldrei með þá vissu fyrir hendi fyrr en þú ert búinn að leita af þér allan grun,“ segir Sveinn Kristján. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.Stöð 2 Ekki er ljóst hvernig misræmið í fjölda ferðamannanna kom til. Sveinn segir málið til rannsóknar og að skýrslur verði teknar af starfsmönnum bókunarfyrirtækis og leiðsögufyrirtækis. Hann býst ekki við að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. „Það er nauðsynlegt að fá botn í þetta [...] þannig að svona gerist ekki aftur,“ segir hann. Rannsóknin beinist meðal annars að því hver teljist ábyrgur fyrir ferðinni, bókunaraðili eða skipuleggjandi ferðarinnar. Sveinn Kristján vildi ekki staðfesta hvaða fyrirtæki hefðu staðið að ferðinni á jökulinn í gær.
Slys á Breiðamerkurjökli Lögreglumál Vatnajökulsþjóðgarður Björgunarsveitir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira