Enski boltinn

„Þið eruð að fara sjá það besta frá mér“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling kominn í Arsenal búninginn en hann klárar tímabilið með Skyttunum.
Raheem Sterling kominn í Arsenal búninginn en hann klárar tímabilið með Skyttunum. Getty/Stuart MacFarlane

Raheem Sterling fór til Arsenal á lokadegi félagsskiptagluggans en félagið fær hann á láni frá nágrönnum sínum í London.

Þessi 29 ára gamli framherji fór þar með til knattspyrnustjóra sem hann þekkir vel frá tíma þeirra hjá Manchester City. Sterling spilaði með City þegar Mikel Arteta var aðstoðarmaður Pep Guardiola.

Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, gaf það út að hann ætlaði ekki að nota Sterling og síðan hefur leikmaðurinn verið að leita að lausn. Nú fær hann tækifæri hjá liði sem ætlar sér enska meistaratitilinn í vetur.

„Þetta er ótrúleg tilfinning og virkilega spennandi,“ sagði Raheem Sterling.

„Þetta kom alveg á síðustu stundu en ég var að vonast eftir þessu,“ sagði Sterling.

„Miðað við allt saman þá er þetta fullkomið fyrir mig. Ég er rosalega ánægður með að við náðum þessu yfir marklínuna. Þið eruð að fara sjá það besta frá mér,“ sagði Sterling.

„Þú sérð vel samheldnina í liðinu sem Mikel hefur búið til og ferðalagið sem liðið er á. Það sjá allir hungrið í liðinu og ég vildi fá að vera hluti af þessu samheldna liði“ sagði Sterling.

Sterling skoraði 19 mörk í 81 leik með Chelsea síðan að félagið keypti hann á fimmtíu milljónir punda frá Manchester City í júlí 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×