Innlent

Þeim fjölgar sem ná ekki lestrarviðmiðum í 1. bekk

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Auður segir að það þurfi að fylgjast betur með lestrarfærni barnanna allt frá því þau hefja skólagöngu sína.
Auður segir að það þurfi að fylgjast betur með lestrarfærni barnanna allt frá því þau hefja skólagöngu sína. Getty

„Er­lend­ar rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að ef börn hafa ekki náð nægi­legri færni í 3. bekk þá næst hún sjaldn­ast. Þá ná þau í raun­inni aldrei jafn­öldr­um sín­um og sitja ein­fald­lega eft­ir.“

Þetta segir Auður Björgvinsdóttir, læsisfræðingur og aðjunkt við Háskóla Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Hún segir samræmt mat í skólum nauðsynlega forsendu þess að hægt sé að axla ábyrgð á útkomu kennslu.

Samkvæmt umfjöllun blaðsins veit hluti nemenda sem er að ljúka 1. bekk ekki enn hvernig allir bókstafir starfrófsins hljóma.

Þá er miðað við að í lok 1. bekkjar geti helmingur nemenda lesið rétt 55 orð á mínútu en samkvæmt gögnum náðu aðeins 31 prósent barna því markmiði í vor. Þeim fjölgar sem nær þessu ekki.

„Og það er ekk­ert verið að tala um þetta. Það er bara verið að tala um hvort við eig­um að vera með sam­ræmd könn­un­ar­próf eða hvernig niður­stöðum PISA-kann­an­ir skila,“ seg­ir Auður.

Auður gagnrýnir meðal annars að fyrsta lesfimiprófið sé ekki lagt fyrir fyrr en þegar 1. bekkur sé hálfnaður. „Hvernig ætl­um við að bregðast við ef barn les sex orð á mín­útu? Það er al­veg aug­ljóst að það vant­ar grunn þarna,“ segir hún.

Lestrarhæfni í fyrstu bekkjum sem forsenda þess að börn geti lesið flóknari texta síðar.

„Og með því að passa ekki upp á það að börn­in nái í raun til­skil­inni lestr­ar­færni og þjálf­un, í textum sem þyngj­ast og þyngj­ast, þá hef­urðu af þeim tæki­færið til að ráða við þessi verk­efni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×