Enski boltinn

Nýr miðju­maður Arsenal frá næstu tvo mánuðina

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikel Merino þarf að bíða í nokkrar vikur með að spila sinn fyrsta leik fyrir Arsenal.
Mikel Merino þarf að bíða í nokkrar vikur með að spila sinn fyrsta leik fyrir Arsenal. Arsenal

Mikel Merino, miðjumaður Arsenal, verður frá næstu tvo mánuðina vegna meiðsla á öxl.

Hinn 28 ára gamli Merino gekk til liðs við Arsenal frá Real Sociedad í síðustu viku fyrir 31,6 milljón punda eða 5,8 milljarða íslenskra króna. 

Það verður seint sagt að um draumabyrjun sé að ræða en Merino er brákaður á öxl eftir samstuð við Gabriel, miðvörð Arsenal, á fyrstu æfingu sinni með liðinu.

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, staðfesti á blaðamannafundi að miðjumaðurinn væri meiddur og yrði ekki með næstu vikurnar.

Arsenal er með sjö stig að loknum þremur umferðum í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Neita að selja Trossard

Félagaskiptaglugginn í sádiarabíska fótboltanum lokast í dag og félögin þar eru enn að vinna að því að lokka til sín stjörnur úr evrópska boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×