Fótbolti

Cecilía Rán valin í lið um­ferðarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er að byrja frábærlega með ítalska félaginu Internazionale. Hér er hún í leiknum á móti Sampdoria um helgina.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er að byrja frábærlega með ítalska félaginu Internazionale. Hér er hún í leiknum á móti Sampdoria um helgina. Getty/Francesco Scaccianoce

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fyrsta leik í Seríu A um helgina en hún er á láni hjá ítalska félaginu Internazionale frá þýska félaginu Bayern München.

Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir fyrsta leiknum hjá Cecilíu því Internazionale vann þá 5-0 stórsigur á Sampdoria í fyrstu umferðinni.

Cecilía Rán stóð sig mjög vel og var valin í lið umferðarinnar af ítölsku deildinni.

Þrátt fyrir þennan stórsigur þá var nóg að gera hjá okkar konu. Hún greip þrettán sinnum inn í og varði öll fimm skotin sem á hana komu. Aðeins einn markvörður í deildinni varði fleiri skot í umferðinni. Enginn leikmaður náði boltanum oftar.

Cecilía er ein af fjórum leikmönnum Inter í úrvalsliðinu. Þessi úrslit boða gott fyrir framhaldið og það er líka mikið gleðiefni fyrir íslenska landsliðið að Cecilía sé að spila reglulega og hvað þá að hún sé að spila vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×