Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að félagið hafi verið rekið með rúmlega fimm milljarða tapi á síðasta ári og 20 milljarða tapi árið þar áður.
Man Utd make a £113m loss, despite record revenue. They insist they are compliant with FFP, PSR, PL and Uefa: https://t.co/JxklFWXKzB
— Richard Jolly 🇺🇦 (@RichJolly) September 11, 2024
Þrátt fyrir þetta gríðarlega tap er félagið samt rekið á nægilega öruggum grundvelli að það á ekki á hættu að lenda í vandræðum með regluverk ensku deildarinnar. Bæði Nottingham Forest og Everton hafa lent í slíkum vandræðum og voru stig dregin af þeim á síðustu leiktíð.
Eftir að hafa fækkað starfsmönnum um fjórðung er talið að félagið muni spara sér fimm til sex milljarða íslenskra króna á næstu tveimur árum vegna þess. Ofan á það býst Man Utd við því að afla sér á bilinu 117-120 milljarða króna á næsta ári en tekjur félagsins í ár voru um 120 milljarðar.
Skuldastaða Man United er hins vegar slæm þar sem félagið er enn skuldsett upp fyrir haus eftir kaup Glazer-fjölskyldunnar á sínum tíma. Sú skuld stendur í 90 milljörðum króna. Þar ofan á skuldar liðið rúma fimm milljarða til viðbótar.
Man United situr í 14. sæti eftir þrjár umferðir með aðeins einn sigur.