Enski boltinn

Man United tapaði yfir tuttugu milljörðum á síðasta ári

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kobbie Mainoo er leikmaður Manchester United.
Kobbie Mainoo er leikmaður Manchester United. James Gill/Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United gefið út að félagið hafi verið rekið með tapi sem nemur 20 milljörðum króna síðasta árið. Þrátt fyrir það segjast forráðamenn félagsins að það standist fjárhagsreglugerðir ensku úrvalsdeildarinnar og knattspyrnusambands Evrópu.

Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að félagið hafi verið rekið með rúmlega fimm milljarða tapi á síðasta ári og 20 milljarða tapi árið þar áður.

Þrátt fyrir þetta gríðarlega tap er félagið samt rekið á nægilega öruggum grundvelli að það á ekki á hættu að lenda í vandræðum með regluverk ensku deildarinnar. Bæði Nottingham Forest og Everton hafa lent í slíkum vandræðum og voru stig dregin af þeim á síðustu leiktíð.

Eftir að hafa fækkað starfsmönnum um fjórðung er talið að félagið muni spara sér fimm til sex milljarða íslenskra króna á næstu tveimur árum vegna þess. Ofan á það býst Man Utd við því að afla sér á bilinu 117-120 milljarða króna á næsta ári en tekjur félagsins í ár voru um 120 milljarðar.

Skuldastaða Man United er hins vegar slæm þar sem félagið er enn skuldsett upp fyrir haus eftir kaup Glazer-fjölskyldunnar á sínum tíma. Sú skuld stendur í 90 milljörðum króna. Þar ofan á skuldar liðið rúma fimm milljarða til viðbótar.

Man United situr í 14. sæti eftir þrjár umferðir með aðeins einn sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×