Fujimori er látinn Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2024 07:59 Alberto Fujimori gegndi embætti forseta Perú á árunum 1990 til 2000. EPA Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, er látinn, 86 ára að aldri. Fujimori tók við embætti forseta landsins árið 1990 en hrökklaðist úr embætti árið 2000 og átti síðar eftir að verða sakfelldur fyrir mannréttindabrot og spillingu. Í frétt BBC segir að dóttir Fujimori, Keiko Fujimori, hafi staðfest andlátið og að hann hafi látist af völdum krabbameins. Fujimori var mjög umdeldur í Perú en í stjórnartíð sinni barði hann harkalega niður uppreisnarsveitir vinstrimanna og átti síðar eftir að hljóta dóm vegna þess. Áætlað er að um 69 þúsund manns hafi látist í aðgerðunum. Stuðningsmenn Fujimori líta svo á að hann hafi í valdatíð sinni bjargað landinu frá hryðjuverkum, valdaráni vinstrisinnaðra uppreisnarmanna og efnahagshruni, en andstæðingar hans líta svo á að hann hafi brotið niður lýðræðislegar stofnanir landsins í þeim tilgangi að tryggja eigin völd. Eftir að forsetatíð hans lauk flúði hann land en var síðar handtekinn, framseldur, sakfelldur og látinn afplána 25 ára dóm. Honum var hins vegar sleppt á síðasta ári eftir að stjórnlagadómstóll landsins staðfesti sex ára gamla náðun forseta landsins. Hann hafði þá setið inni í fimmtán ár. Keiko Fujimori er í dag leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks landsins. Hún tapaði naumlega í síðustu forsetakosningum og hefur þegar tilkynnt að hún muni bjóða sig fram til forseta árið 2026. Perú Andlát Tengdar fréttir Fujimori laus úr fangelsi Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, hefur verið sleppt eftir að hafa afplánað rúmlega fimmtán ár í fangelsi. 7. desember 2023 09:55 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Fujimori tók við embætti forseta landsins árið 1990 en hrökklaðist úr embætti árið 2000 og átti síðar eftir að verða sakfelldur fyrir mannréttindabrot og spillingu. Í frétt BBC segir að dóttir Fujimori, Keiko Fujimori, hafi staðfest andlátið og að hann hafi látist af völdum krabbameins. Fujimori var mjög umdeldur í Perú en í stjórnartíð sinni barði hann harkalega niður uppreisnarsveitir vinstrimanna og átti síðar eftir að hljóta dóm vegna þess. Áætlað er að um 69 þúsund manns hafi látist í aðgerðunum. Stuðningsmenn Fujimori líta svo á að hann hafi í valdatíð sinni bjargað landinu frá hryðjuverkum, valdaráni vinstrisinnaðra uppreisnarmanna og efnahagshruni, en andstæðingar hans líta svo á að hann hafi brotið niður lýðræðislegar stofnanir landsins í þeim tilgangi að tryggja eigin völd. Eftir að forsetatíð hans lauk flúði hann land en var síðar handtekinn, framseldur, sakfelldur og látinn afplána 25 ára dóm. Honum var hins vegar sleppt á síðasta ári eftir að stjórnlagadómstóll landsins staðfesti sex ára gamla náðun forseta landsins. Hann hafði þá setið inni í fimmtán ár. Keiko Fujimori er í dag leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks landsins. Hún tapaði naumlega í síðustu forsetakosningum og hefur þegar tilkynnt að hún muni bjóða sig fram til forseta árið 2026.
Perú Andlát Tengdar fréttir Fujimori laus úr fangelsi Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, hefur verið sleppt eftir að hafa afplánað rúmlega fimmtán ár í fangelsi. 7. desember 2023 09:55 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Fujimori laus úr fangelsi Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, hefur verið sleppt eftir að hafa afplánað rúmlega fimmtán ár í fangelsi. 7. desember 2023 09:55