Innlent

Sérsveitin til að­stoðar við eftir­för í Mos­fells­bæ

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sérsveitin var til aðstoðar fyrr í dag. Myndin er úr safni.
Sérsveitin var til aðstoðar fyrr í dag. Myndin er úr safni. vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæði veitti ökumanni á mótórhjóli eftirför í Mosfellsbæ með nokkrum hasar um klukkan hálf sex í dag. Mikill viðbúnaður var á svæðinu og naut lögregla aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. 

Þetta staðfesti varðstjóri hjá slökkviliðinu við fréttastofu fyrr í dag en upplýsingar hafa ekki fengist um málið hjá lögreglu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mbl.is greindi fyrst frá og segir manninn hafa verið handsamaðan.

Fréttastofu barst ábending um glæfralegan akstur og fjöldamarga lögreglubifreiðar í Mosfellsbæ fyrr í dag.  

Varðstjóri staðfesti að um eftirför hafi verið að ræða. Tveir sjúkrabílar hafi fylgt bílunum í öryggisskyni. 

„Ástæðan fyrir því að við vorum með tvo bíla var að annar þeirra var nálægt,“ segir varðstjóri sem  gatt ekki veitt frekari upplýsingar um eftirförina að svo stöddu og vísaði á lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×