Andri kom inn á sem varamaður á 62. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar lagði hann fjórða mark liðsins upp fyrir Omri Gandelman.
Andri hefur leikið sex deildarleiki með Gent á tímabilinu, skorað eitt mark og nú gefið eina stoðsendingu.
Gent keypti íslenska landsliðsmanninn frá Lyngby í sumar. Hann varð næstmarkahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Með sigrinum í dag komst Gent upp fyrir Club Brugge og í 3. sæti deildarinnar. Liðið er með þrettán stig, þremur stigum minna en topplið Genk.