KSÍ sækir um í Afrekssjóð ÍSÍ fyrir næsta ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2024 23:16 A-landslið kvenna er á leið á Evrópumótið sem fram fer í Sviss næsta sumar. Vísir/Anton Brink Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt fram umsókn um úthlutun í Afrekssjóð ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, fyrir árið 2025. Frá þessu er greint á vef KSÍ. Í tilkynningu KSÍ segir að sambandið tefli fram landsliðum í öllum aldursflokkum, sem leika mikinn fjölda landsleikja yfir allt árið. Meðal verkefni á næsta ári er þátttaka A-landsliðs kvenna á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Sviss. „Þátttaka í lokamóti A-landsliða er afar kostnaðarsöm og má nefna að á EM A-landsliða kvenna sem fram fór á Englandi sumarið 2022 voru gjöld umfram tekjur 52,2 milljónir króna,“ segir jafnframt. Þá kemur fram að reiknað sé með svipaðir fjárhagslegri niðurstöðu á EM 2025. „KSÍ fellur undir skilgreiningu „Afrekssérsambands“ samkvæmt skilgreiningu Afrekssjóðs ÍSÍ ásamt 21 öðru sérsambandi sem á aðild að ÍSÍ. KSÍ hefur lagt fram umsókn um úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025.https://t.co/qHNun78TXv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 27, 2024 KSÍ sótti ekki um fyrir árið 2024 þar sem sambandið hafði fengið þær upplýsingar að það myndi ekki fá úthlutun úr Afrekssjóðnum það árið. „Fyrir árið 2024 bárust Afrekssjóðnum umsóknir frá 32 samböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. Alls var úthlutað rúmlega 512 milljónum króna fyrir það ár,“ segir á vef KSÍ. Á síðasta ári fór heildarfjöldi leikja landsliða á vegum KSÍ yfir hundrað. Sama ár var 127 milljón króna tap á rekstri sambandsins og þar vó aukinn kostnaður við landslið þungt. „Árangur kostar peninga og árangur U19 landsliða kvenna og karla, sem bæði léku í lokakeppni EM það ár, sem og þátttaka U20 kvenna í umspili um sæti í lokakeppni HM, svo dæmi séu nefnd, var kostnaðarsamur,“ segir einnig í tilkynningu KSÍ áður en vitnað var í reglugerð um Afrekssjóðinn þar sem segir: „Meginhlutverk Afrekssjóðs ÍSÍ er að styðja sérsambönd fjárhagslega og þar með íslenskt afreksíþróttafólk við að ná árangri í alþjóðlegri keppni.“ „Við úthlutun styrkja skal gæta jafnræðis, hlutlægni og gagnsæis.“ „KSÍ bindur miklar vonir um úthlutun Afrekssjóðs fyrir árið 2025.“ Fótbolti KSÍ ÍSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Sjá meira
Í tilkynningu KSÍ segir að sambandið tefli fram landsliðum í öllum aldursflokkum, sem leika mikinn fjölda landsleikja yfir allt árið. Meðal verkefni á næsta ári er þátttaka A-landsliðs kvenna á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Sviss. „Þátttaka í lokamóti A-landsliða er afar kostnaðarsöm og má nefna að á EM A-landsliða kvenna sem fram fór á Englandi sumarið 2022 voru gjöld umfram tekjur 52,2 milljónir króna,“ segir jafnframt. Þá kemur fram að reiknað sé með svipaðir fjárhagslegri niðurstöðu á EM 2025. „KSÍ fellur undir skilgreiningu „Afrekssérsambands“ samkvæmt skilgreiningu Afrekssjóðs ÍSÍ ásamt 21 öðru sérsambandi sem á aðild að ÍSÍ. KSÍ hefur lagt fram umsókn um úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025.https://t.co/qHNun78TXv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 27, 2024 KSÍ sótti ekki um fyrir árið 2024 þar sem sambandið hafði fengið þær upplýsingar að það myndi ekki fá úthlutun úr Afrekssjóðnum það árið. „Fyrir árið 2024 bárust Afrekssjóðnum umsóknir frá 32 samböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. Alls var úthlutað rúmlega 512 milljónum króna fyrir það ár,“ segir á vef KSÍ. Á síðasta ári fór heildarfjöldi leikja landsliða á vegum KSÍ yfir hundrað. Sama ár var 127 milljón króna tap á rekstri sambandsins og þar vó aukinn kostnaður við landslið þungt. „Árangur kostar peninga og árangur U19 landsliða kvenna og karla, sem bæði léku í lokakeppni EM það ár, sem og þátttaka U20 kvenna í umspili um sæti í lokakeppni HM, svo dæmi séu nefnd, var kostnaðarsamur,“ segir einnig í tilkynningu KSÍ áður en vitnað var í reglugerð um Afrekssjóðinn þar sem segir: „Meginhlutverk Afrekssjóðs ÍSÍ er að styðja sérsambönd fjárhagslega og þar með íslenskt afreksíþróttafólk við að ná árangri í alþjóðlegri keppni.“ „Við úthlutun styrkja skal gæta jafnræðis, hlutlægni og gagnsæis.“ „KSÍ bindur miklar vonir um úthlutun Afrekssjóðs fyrir árið 2025.“
Fótbolti KSÍ ÍSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Sjá meira