Hélt hann væri laus við þessi mál Valur Páll Eiríksson skrifar 1. október 2024 10:01 Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ. Vísir/Sigurjón Eysteinn Pétur Lárusson kann vel við sig í nýju hlutverki, sem framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fyrstu vikurnar í starfi hafa verið viðburðaríkar. Eysteinn hefur síðasta rúma áratuginn starfað sem framkvæmdastjóri Breiðabliks en færði sig um set, yfir í Laugardalinn um síðustu mánaðarmót. Hann segir ákveðinn mun vera á því að starfa fyrir sambandið, samanborið við að vinna fyrir stakt félag. „Þetta er meira rútínerað heldur en í klúbbaboltanum. Það er að segja, þú byggir meira á sjálfboðaliðum þar en hér er þetta er í föstu formi. Það sem kom manni mest á óvart er hvernig móttökurnar hafa verið bæði hjá UEFA og FIFA. Það er allt kapp lagt á það að koma manni inn í hlutina sem best og sem fljótast. Það hef ég heldur betur fengið að finna þessar fyrstu vikur,“ segir Eysteinn. Tók slaginn aftur Eysteinn tókst á við Evrópuverkefni Breiðabliks á síðasta ári með meðfylgjandi regluverki frá UEFA og veseni í kringum vallarmál. Þá fékk Eysteinn vallarmál Víkings í Evrópu beint í fangið strax og hann mætti á nýjan stað. Fundir fram og til baka dögum saman leiddi af sér þá niðurstöðu að Víkingar spila leiki sína á Kópavogsvelli, þar sem Breiðablik mátti ekki spila í fyrra. „Ég hélt ég væri laus við þau mál síðan í fyrra. Við þurftum að taka þann slag aftur. Auðvitað erum við hér hjá KSÍ ekki að gera annað en að vinna fyrir félögin í landinu. Ég var í nýju hlutverki og með góðri samvinnu allra þá er búið að lenda þeim vallarmálum fyrir Víkingana,“ Eysteinn Pétur hefur komið sér ágætlega fyrir á nýrri skrifstofu.Vísir/Sigurjón „En það er alveg ljóst fyrir þá sem koma hér að, að við verðum að fara í einhverjar aðgerðir svo hægt sé að leika á einhverjum leikvelli hér allan ársins hring,“ segir Eysteinn. Vallarmálin sem mest liggur á Vallarmálin séu þá einmitt það sem er mest aðkallandi í starfi KSÍ sem stendur. Til stendur að leggja nýtt gras með undirhita á Laugardalsvöll í vetur og tryggja að minnsta kosti einn löglegan fótboltavöll hér á landi, sem uppfyllir kröfur UEFA. „Ég myndi segja það. Bæði fyrir félagsliðin og landsliðin okkar. Eins og keppnirnar eru settar upp núna eigum við að eiga von á því það verði lið í þessari keppni, bæði karla- og kvennamegin, næstu ár. Ég held að þetta sé mest aðkallandi, bæði fyrir félagsliðin og landsliðin. Það er alveg klárt mál,“ segir Eysteinn. KSÍ UEFA Sambandsdeild Evrópu Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Eysteinn hefur síðasta rúma áratuginn starfað sem framkvæmdastjóri Breiðabliks en færði sig um set, yfir í Laugardalinn um síðustu mánaðarmót. Hann segir ákveðinn mun vera á því að starfa fyrir sambandið, samanborið við að vinna fyrir stakt félag. „Þetta er meira rútínerað heldur en í klúbbaboltanum. Það er að segja, þú byggir meira á sjálfboðaliðum þar en hér er þetta er í föstu formi. Það sem kom manni mest á óvart er hvernig móttökurnar hafa verið bæði hjá UEFA og FIFA. Það er allt kapp lagt á það að koma manni inn í hlutina sem best og sem fljótast. Það hef ég heldur betur fengið að finna þessar fyrstu vikur,“ segir Eysteinn. Tók slaginn aftur Eysteinn tókst á við Evrópuverkefni Breiðabliks á síðasta ári með meðfylgjandi regluverki frá UEFA og veseni í kringum vallarmál. Þá fékk Eysteinn vallarmál Víkings í Evrópu beint í fangið strax og hann mætti á nýjan stað. Fundir fram og til baka dögum saman leiddi af sér þá niðurstöðu að Víkingar spila leiki sína á Kópavogsvelli, þar sem Breiðablik mátti ekki spila í fyrra. „Ég hélt ég væri laus við þau mál síðan í fyrra. Við þurftum að taka þann slag aftur. Auðvitað erum við hér hjá KSÍ ekki að gera annað en að vinna fyrir félögin í landinu. Ég var í nýju hlutverki og með góðri samvinnu allra þá er búið að lenda þeim vallarmálum fyrir Víkingana,“ Eysteinn Pétur hefur komið sér ágætlega fyrir á nýrri skrifstofu.Vísir/Sigurjón „En það er alveg ljóst fyrir þá sem koma hér að, að við verðum að fara í einhverjar aðgerðir svo hægt sé að leika á einhverjum leikvelli hér allan ársins hring,“ segir Eysteinn. Vallarmálin sem mest liggur á Vallarmálin séu þá einmitt það sem er mest aðkallandi í starfi KSÍ sem stendur. Til stendur að leggja nýtt gras með undirhita á Laugardalsvöll í vetur og tryggja að minnsta kosti einn löglegan fótboltavöll hér á landi, sem uppfyllir kröfur UEFA. „Ég myndi segja það. Bæði fyrir félagsliðin og landsliðin okkar. Eins og keppnirnar eru settar upp núna eigum við að eiga von á því það verði lið í þessari keppni, bæði karla- og kvennamegin, næstu ár. Ég held að þetta sé mest aðkallandi, bæði fyrir félagsliðin og landsliðin. Það er alveg klárt mál,“ segir Eysteinn.
KSÍ UEFA Sambandsdeild Evrópu Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira