Ólafur Ragnar Grímsson: Kjörnir fulltrúar eiga ekki að vera í ævarandi leynibandalagi Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2024 14:46 Ólafur Ragnar Grímsson er eini forseti lýðveldisins sem synjað hefur lögum frá Alþingi staðfestingar. Í nýjustu bík sinni gefur hann almenningi einstakan aðgang að atburðarásinni. Stöð 2/Arnar Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands telur sig ekki vera að brjóta trúnað við fólk með því að gefa út valdar dagbókarfærslur frá forsetatíð hans. Þar fjallar hann atburðarásina þegar hann fyrstur forseta synjaði lögum frá Alþingi staðfestingar. Forlagið gefur í dag út bókina Þjóðin og valdið eftir Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta Íslands. Þar er að finna dagbókarfærslur forsetans frá árunum 2004, 2010 og 2011, þegar hann synjaði fyrst fjölmiðlalögum staðfestingar og síðan tvennum lögum um Icesave samninga. Það hafa verið óskráð lög að hvorki forseti né ráðherrar eða þingmenn vitni í samræður þeirra. Ólafur Ragnar segist hafa þurft að velta þessu fyrir sér og hvort tími væri kominn til að birta þetta efni í ljósi sögunnar. Sumir fyrirrennara hans hafi haldi dagbækur en þær verið lokaðar almenningi í áratugi. Ólafur Ragnar Grímsson telur sig ekki brjóta trúnað við fólk með útgáfu bókarinnar.Vísir/Vilhelm „Ég er hins vegar fylgjandi þeirri hefð sem ríkir í ýmsum öðrum löndum eins og Bretlandi og Bandaríkjunum, að þjóðin eigi á vissan hátt kröfu á að fá að vita innan tíðar, eftir kannski tíu til tuttugu ár eða svo, hvernig hlutirnir gerðust,“ segir Ólafur Ragnar. Hann telji sig ekki vera að brjóta trúnað enda allir sem nefndir væru til sögunnar ekki lengur á vettvangi stjórnmálanna eða látnir. Það væri mikilvægt að draga lærdóm af sögunni og skilja þá lýðræðisþróun sem falist hafi í þessum atburðum. „Gleymum því nú ekki að Icesave er kannski alvarlegasta milliríkjadeila sem íslenska lýðveldið hefur staðið í. Þess vegna er mikilvægt að þjóðin geti rætt það með öll gögn á borðinu,“ segir forsetinn fyrrverandi. Ríkisstjórnin dregur fjölmiðlalögin til baka Fjölmiðlalögin fóru aldrei í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra ákvað að draga lögin til baka. Forsetinn og forsætisráðherrann tókust hins verulega á um það mál bæði opinberlega og á bakvið tjöldin. Þjóðin og valdið kemur út hjá Forlaginu í dag.forlagið Sömuleiðis voru mikil átök í kringum Icesave milli forseta og Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra og fleiri ráðherra. Icesave lögin fóru hins vegar bæði í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þau voru felld með miklum meirihluta. Í bókinni má finna mjög opinskáar lýsingar á atburðum og samskiptum forsetans við ráðherra og þingmenn og tilvitnanir í orð þessa fólks. „Auðvitað er nauðsynlegt að slík samtöl séu trúnaðarmál um ákveðinn tíma. Það er eiginlega grunnforsenda í gangvirki stjórnkerfisins. Hins vegar tel ég að þeir sem kjörnir eru af þjóðinni eigi ekki að vera ævarandi í einhverju leynibandalagi og halda því frá þjóðinni hvað sagt var. Vegna þess að þegar forseti og forsætisráðherra eða aðrir ráðherrar setjast niður og ræða saman, þá eru þeir ekki bara tveir menn á tali. Þeir eru kjörnir fullrúar þjóðarinnar,“ segir Ólafur Ragnar. Tilgangurinn með birtingu þessarra gagna væri að auðvelda þjóðinni, komandi kynslóðum og samtímanum að draga nauðsynlega lærdóma sem ávallt ætti að hafa í huga. „Þannig að ég tel að lærdómurinn fyrir þjóðina, tíu til tuttugu árum seinna, sé í raun og veru mikilvægari heldur en einhver ævarandi trúnaðarskylda.“ Deilurnar skerptu á stjórnskipan landsins Bókin er mikill fengur fyrir fræðimenn og almenning. Ólafur Ragnar segir mikilvægt að hafa í huga að hann hafi ekki lesið þessar dagbókarfærslur yfir frá því hann skrifaði þær, fyrr en nú við útgáfu bókarinnar. Þannig að þessir textar hafi á vissan hátt verið nýir fyrir honum tíu til tuttugu árum síðar. Þjóðin og valdið er þriðja bókin sem Ólafur Ragnar sendir frá sér á undanförnum árum. Áður komu út Sögur handa Kára og Rætur.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað margt sem birtist þarna með nýjum og óvæntum hætti. Ég held þó að það sem er mikilvægast sé annars vegar hvernig lítil þjóð á að halda á sínum rétti og sínum málum í glímu við aðrar þjóðir á erfiðum tímum. Í öðru lagi hvernig stjórnskipunin hefur þróast í lýðræðislega átt og fært þjóðinni það vald sem henni ber samkvæmt stjórnarskránni,“ segir Ólafur Ragnar. Í þriðja lagi skýri þessir textar forsetaembættið í rauntíma, stöðu þess, völd þess og mikilvægi. Þetta geti því verið fróðleg lesning, til að mynda í ljósi umræðunnar um forsetaembættið í aðdragana forsetakosninganna í sumar. „Til dæmis varðandi málskotsréttinn. Hvernig hann varð viðurkenndur. Það var ekki auðveld barátta. Margir forystumenn ríkisstjórnar reyndu að koma í veg fyrir að þjóðin hefði þennan málskotsrétt. Hvernig forsetinn ber endanlega ábyrgð á að það sé verkhæf ríkisstjórn í landinu. Ef flokkarnir og þingið eru að gefast upp á að stjórna landinu er það skylda forsetans að tryggja að landið hafi verkhæfa ríkisstjórn,“ segir forsetinn fyrrverandi um þann lærdóm sem megi draga af þessum atburðum. Þá hafi þingrofsrétturinn verið skýrður á þessum tíma en stundum hafi verið deilt um hann. Ólafur Ragnar Grímsson segir að almenningur og fræðimenn muni fá aðgang að öllu skjalasafni hans. Mikilvægt hafi verið að veita almenningi nú aðgang að dagbókarskrifum hans varðandi fjölmiðlafrumvarpið og Icesave.Stöð 2/Arnar „Og ekki síður hvernig forsetinn getur þurft að fara fram á hinn alþjóðlega völl og verja hagsmuni Íslands þegar að landinu er sótt. Ég reyni að draga þessa lærdóma og fleiri fram í lokakafla bókarinnar sem ég kalla Vegvísar vegna þess að ég tel að þessi dagbókarskrif feli í sér lærdóma fyrir framtíðina. Geri þá mjög skýra í rauntíma vegna þess að ég er ekkert að ritstýra þessum dagbókum. Leyfi þeim bara að birtast eins og þær voru skrifaðar á sínum tíma,“ segir Ólafur Ragnar. Skjalasafnið verði aðgengilegt almenningi Fjölmiðlafrumvarpið og Icesave lögin voru án efa stærstu málin sem komu upp á tuttugu ára forsetaferli. Á svo langri forsetatíð dreif hins vegar margt að forsetaembættinu og þjóðinni. Það gæti því verið fróðlegt að fá að líta nánar í dagbækur forseta sem lengst allra hefur gegnt embættinu. „Ég hef auðvitað afhent þessar dagbækur allar á Þjóðskjalasafnið. Þannig að þær eru allar varðveittar þar. Á næstu mánuðum verða birtar ákveðnar reglur um aðgang annarra, fræðimanna og almennings ekki bara að þeim heldur öðrum gögnum sem ég setti á Þjóðskjalasafnið á sínum tíma. Hvort að ég sinni því sjálfur verður tíminn að leiða í ljós. Fer nú kannski eftir því hvað mér verða gefin mörg ár til viðbótar á langri ævi,“ segir Ólafur Ragnar. Þremur árum áður en Ólafur Ragnar Grímsson lét af embætti forseta lagði hann grunninn að Hringborði norðurslóða. Þing þeirra er nú helsti vettvangur heimsins í málefnum norðurslóða.Vísir/Vilhelm Hann hafi hins vegar talið nauðsyn legt að leggja gögn á borðið vegna þess að hvort tveggja væru grundvallarmál í lýðræðis- og stjórnskipun þjóðarinnar. Skiptu sköpum fyrir lýðveldið og leitun að öðrum málum en Icesave sem væru jafn stór. „Þess vegna fannst mér brýnt að koma þessum þáttum frá mér.“ Þegar menn læsu þessar rúmlega þrjú hundruð blaðsíður af lýsingum á atburðum og samtölum þurfi ekki að deila lengur um þessi atriði. „Þau birtast alveg ótvíræð og skýr. Að því leyti er gagnlegt fyrir þjóðina, forsetaembættið og framtíðina að hafa það á prenti með jafn augljósum og skýrum hætti eins og þarna birtist." Það væri vilji hans að það líði styttri tími en venja hafi verið áður en opnað væri fyrir aðgang að skjalasafni hans. „Það kann hins vegar að vera að ég láti bíða eitthvað með að veita aðgang að dagbókum sem hafa verið skrifaðar á allra síðustu árum eða á forsetatíðinni sjálfri. En grundvallaratriðið varðandi þetta mikla skjalasafn er að það verður öllum aðgengilegt,” segir Ólafur Ragnar Grímsson sem þessa dagana undirbýr næsta Hringborð Norðurslóða síðar í þessum mánuði. Forseti Íslands Alþingi Hrunið Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar um Davíð Oddsson: „Hugsar og hegðar sér eins og fasisti“ „Atburðarásin [hefur] verið ótrúleg - og óþörf ef Davíð Oddsson og ríkisstjórnin hefðu viljað taka skynsamlega á málum. Heiftin og löngunin til að sýna valdið hefur knúið hann áfram og svo ógnar hann öllum öðrum í sínu liði.“ 30. september 2024 21:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Forlagið gefur í dag út bókina Þjóðin og valdið eftir Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta Íslands. Þar er að finna dagbókarfærslur forsetans frá árunum 2004, 2010 og 2011, þegar hann synjaði fyrst fjölmiðlalögum staðfestingar og síðan tvennum lögum um Icesave samninga. Það hafa verið óskráð lög að hvorki forseti né ráðherrar eða þingmenn vitni í samræður þeirra. Ólafur Ragnar segist hafa þurft að velta þessu fyrir sér og hvort tími væri kominn til að birta þetta efni í ljósi sögunnar. Sumir fyrirrennara hans hafi haldi dagbækur en þær verið lokaðar almenningi í áratugi. Ólafur Ragnar Grímsson telur sig ekki brjóta trúnað við fólk með útgáfu bókarinnar.Vísir/Vilhelm „Ég er hins vegar fylgjandi þeirri hefð sem ríkir í ýmsum öðrum löndum eins og Bretlandi og Bandaríkjunum, að þjóðin eigi á vissan hátt kröfu á að fá að vita innan tíðar, eftir kannski tíu til tuttugu ár eða svo, hvernig hlutirnir gerðust,“ segir Ólafur Ragnar. Hann telji sig ekki vera að brjóta trúnað enda allir sem nefndir væru til sögunnar ekki lengur á vettvangi stjórnmálanna eða látnir. Það væri mikilvægt að draga lærdóm af sögunni og skilja þá lýðræðisþróun sem falist hafi í þessum atburðum. „Gleymum því nú ekki að Icesave er kannski alvarlegasta milliríkjadeila sem íslenska lýðveldið hefur staðið í. Þess vegna er mikilvægt að þjóðin geti rætt það með öll gögn á borðinu,“ segir forsetinn fyrrverandi. Ríkisstjórnin dregur fjölmiðlalögin til baka Fjölmiðlalögin fóru aldrei í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra ákvað að draga lögin til baka. Forsetinn og forsætisráðherrann tókust hins verulega á um það mál bæði opinberlega og á bakvið tjöldin. Þjóðin og valdið kemur út hjá Forlaginu í dag.forlagið Sömuleiðis voru mikil átök í kringum Icesave milli forseta og Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra og fleiri ráðherra. Icesave lögin fóru hins vegar bæði í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þau voru felld með miklum meirihluta. Í bókinni má finna mjög opinskáar lýsingar á atburðum og samskiptum forsetans við ráðherra og þingmenn og tilvitnanir í orð þessa fólks. „Auðvitað er nauðsynlegt að slík samtöl séu trúnaðarmál um ákveðinn tíma. Það er eiginlega grunnforsenda í gangvirki stjórnkerfisins. Hins vegar tel ég að þeir sem kjörnir eru af þjóðinni eigi ekki að vera ævarandi í einhverju leynibandalagi og halda því frá þjóðinni hvað sagt var. Vegna þess að þegar forseti og forsætisráðherra eða aðrir ráðherrar setjast niður og ræða saman, þá eru þeir ekki bara tveir menn á tali. Þeir eru kjörnir fullrúar þjóðarinnar,“ segir Ólafur Ragnar. Tilgangurinn með birtingu þessarra gagna væri að auðvelda þjóðinni, komandi kynslóðum og samtímanum að draga nauðsynlega lærdóma sem ávallt ætti að hafa í huga. „Þannig að ég tel að lærdómurinn fyrir þjóðina, tíu til tuttugu árum seinna, sé í raun og veru mikilvægari heldur en einhver ævarandi trúnaðarskylda.“ Deilurnar skerptu á stjórnskipan landsins Bókin er mikill fengur fyrir fræðimenn og almenning. Ólafur Ragnar segir mikilvægt að hafa í huga að hann hafi ekki lesið þessar dagbókarfærslur yfir frá því hann skrifaði þær, fyrr en nú við útgáfu bókarinnar. Þannig að þessir textar hafi á vissan hátt verið nýir fyrir honum tíu til tuttugu árum síðar. Þjóðin og valdið er þriðja bókin sem Ólafur Ragnar sendir frá sér á undanförnum árum. Áður komu út Sögur handa Kára og Rætur.Stöð 2/Arnar „Það er auðvitað margt sem birtist þarna með nýjum og óvæntum hætti. Ég held þó að það sem er mikilvægast sé annars vegar hvernig lítil þjóð á að halda á sínum rétti og sínum málum í glímu við aðrar þjóðir á erfiðum tímum. Í öðru lagi hvernig stjórnskipunin hefur þróast í lýðræðislega átt og fært þjóðinni það vald sem henni ber samkvæmt stjórnarskránni,“ segir Ólafur Ragnar. Í þriðja lagi skýri þessir textar forsetaembættið í rauntíma, stöðu þess, völd þess og mikilvægi. Þetta geti því verið fróðleg lesning, til að mynda í ljósi umræðunnar um forsetaembættið í aðdragana forsetakosninganna í sumar. „Til dæmis varðandi málskotsréttinn. Hvernig hann varð viðurkenndur. Það var ekki auðveld barátta. Margir forystumenn ríkisstjórnar reyndu að koma í veg fyrir að þjóðin hefði þennan málskotsrétt. Hvernig forsetinn ber endanlega ábyrgð á að það sé verkhæf ríkisstjórn í landinu. Ef flokkarnir og þingið eru að gefast upp á að stjórna landinu er það skylda forsetans að tryggja að landið hafi verkhæfa ríkisstjórn,“ segir forsetinn fyrrverandi um þann lærdóm sem megi draga af þessum atburðum. Þá hafi þingrofsrétturinn verið skýrður á þessum tíma en stundum hafi verið deilt um hann. Ólafur Ragnar Grímsson segir að almenningur og fræðimenn muni fá aðgang að öllu skjalasafni hans. Mikilvægt hafi verið að veita almenningi nú aðgang að dagbókarskrifum hans varðandi fjölmiðlafrumvarpið og Icesave.Stöð 2/Arnar „Og ekki síður hvernig forsetinn getur þurft að fara fram á hinn alþjóðlega völl og verja hagsmuni Íslands þegar að landinu er sótt. Ég reyni að draga þessa lærdóma og fleiri fram í lokakafla bókarinnar sem ég kalla Vegvísar vegna þess að ég tel að þessi dagbókarskrif feli í sér lærdóma fyrir framtíðina. Geri þá mjög skýra í rauntíma vegna þess að ég er ekkert að ritstýra þessum dagbókum. Leyfi þeim bara að birtast eins og þær voru skrifaðar á sínum tíma,“ segir Ólafur Ragnar. Skjalasafnið verði aðgengilegt almenningi Fjölmiðlafrumvarpið og Icesave lögin voru án efa stærstu málin sem komu upp á tuttugu ára forsetaferli. Á svo langri forsetatíð dreif hins vegar margt að forsetaembættinu og þjóðinni. Það gæti því verið fróðlegt að fá að líta nánar í dagbækur forseta sem lengst allra hefur gegnt embættinu. „Ég hef auðvitað afhent þessar dagbækur allar á Þjóðskjalasafnið. Þannig að þær eru allar varðveittar þar. Á næstu mánuðum verða birtar ákveðnar reglur um aðgang annarra, fræðimanna og almennings ekki bara að þeim heldur öðrum gögnum sem ég setti á Þjóðskjalasafnið á sínum tíma. Hvort að ég sinni því sjálfur verður tíminn að leiða í ljós. Fer nú kannski eftir því hvað mér verða gefin mörg ár til viðbótar á langri ævi,“ segir Ólafur Ragnar. Þremur árum áður en Ólafur Ragnar Grímsson lét af embætti forseta lagði hann grunninn að Hringborði norðurslóða. Þing þeirra er nú helsti vettvangur heimsins í málefnum norðurslóða.Vísir/Vilhelm Hann hafi hins vegar talið nauðsyn legt að leggja gögn á borðið vegna þess að hvort tveggja væru grundvallarmál í lýðræðis- og stjórnskipun þjóðarinnar. Skiptu sköpum fyrir lýðveldið og leitun að öðrum málum en Icesave sem væru jafn stór. „Þess vegna fannst mér brýnt að koma þessum þáttum frá mér.“ Þegar menn læsu þessar rúmlega þrjú hundruð blaðsíður af lýsingum á atburðum og samtölum þurfi ekki að deila lengur um þessi atriði. „Þau birtast alveg ótvíræð og skýr. Að því leyti er gagnlegt fyrir þjóðina, forsetaembættið og framtíðina að hafa það á prenti með jafn augljósum og skýrum hætti eins og þarna birtist." Það væri vilji hans að það líði styttri tími en venja hafi verið áður en opnað væri fyrir aðgang að skjalasafni hans. „Það kann hins vegar að vera að ég láti bíða eitthvað með að veita aðgang að dagbókum sem hafa verið skrifaðar á allra síðustu árum eða á forsetatíðinni sjálfri. En grundvallaratriðið varðandi þetta mikla skjalasafn er að það verður öllum aðgengilegt,” segir Ólafur Ragnar Grímsson sem þessa dagana undirbýr næsta Hringborð Norðurslóða síðar í þessum mánuði.
Forseti Íslands Alþingi Hrunið Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar um Davíð Oddsson: „Hugsar og hegðar sér eins og fasisti“ „Atburðarásin [hefur] verið ótrúleg - og óþörf ef Davíð Oddsson og ríkisstjórnin hefðu viljað taka skynsamlega á málum. Heiftin og löngunin til að sýna valdið hefur knúið hann áfram og svo ógnar hann öllum öðrum í sínu liði.“ 30. september 2024 21:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Ólafur Ragnar um Davíð Oddsson: „Hugsar og hegðar sér eins og fasisti“ „Atburðarásin [hefur] verið ótrúleg - og óþörf ef Davíð Oddsson og ríkisstjórnin hefðu viljað taka skynsamlega á málum. Heiftin og löngunin til að sýna valdið hefur knúið hann áfram og svo ógnar hann öllum öðrum í sínu liði.“ 30. september 2024 21:15