Körfubolti

Haukar og Valur byrja Bónus deildina á sigrum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lore Devos er mætt í Hauka og byrjar með látum.
Lore Devos er mætt í Hauka og byrjar með látum. Vísir/Diego

Haukar og Valur unnu bæði sína leiki í 1. umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta. Valur vann Þór Akureyri með fimm stiga mun, 82-77. Haukar lögðu Hamar/Þór með níu stiga mun, 93-84.

Á Hlíðarenda var fyrsti leikhluti gríðarlega jafn og spennandi en í öðrum leikhluta voru gestirnir frá Akureyri mun sterkari. Þeir héldu hins vegar ekki út og skoruðu aðeins sjö stig í fjórða leikhluta á meðan Valur setti niður 19 stig og tryggði sér sigurinn, lokatölur 82-77.

Alyssa Marie Cerino var frábær í liði Vals með 34 stig, fimm fráköst og þrjár stoðsendingar. Þar á eftir kom Dagbjört Dögg Karlsdóttir með 19 stig, fjögur fráköst og fjórar stoðsendingar.

Í liði Þórs Ak. var Esther Marjolein Fokke með 24 stig og sex fráköst. Madison Anne Sutton skoraði 12 stig og tók 11 fráköst.

Í Ólafssal voru nýliðarnir frá Suðurlandi í heimsókn og stóðu þeir í heimaliðinu framan af leik. Aðeins munaði stigi á liðunum í hálfleik en í þeim síðari tókst Haukunum að skilja sig frá gestunum og vinna níu stiga sigur, 93-84.

Lore Devos, sem gekk til liðs við Hauka í vor, átti ótrúlegan leik. Hún var með 41 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 16 stig og gaf fjórar stoðsendingar.

Abby Claire Beeman skoraði 25 stig í liði gestanna, gaf 12 stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Kristrún Ríkey Ólafsdóttir skoraði 14 stig og tók 15 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×