Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2024 20:05 Dagný Brynjarsdóttir í baráttunni við Lauren Hemp í dag. Charlotte Wilson/Getty Images Manchester City er komið á topp efstu deildar kvenna í Englandi eftir 2-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum í West Ham United í dag. Stórleik Chelsea og Manchester United var frestað vegna þátttöku Chelsea í Meistaradeild Evrópu. Dagný var í byrjunarliði gestanna en var tekin af velli skömmu áður en seinna markið leit dagsins ljós. Lauren Hemp kom gestunum yfir eftir aðeins tíu mínútna leik og varð þar með yngsti leikmaður í sögu Ofurdeildar kvenna á Englandi til að skora 50 mörk. 50 - With her opener against West Ham today, Lauren Hemp has become the youngest player in @BarclaysWSL history to score 50 goals (24y 60d). Milestone. pic.twitter.com/owOeVAPRwP— OptaJoe (@OptaJoe) October 6, 2024 Annað markið kom á 71. mínútu eða mínútu eftir að Dagný var tekin af velli. Mary Fowler með markið eftir undirbúning Khadiju Shaw en Man City hvíldi þónokkra leikmenn í dag þar sem það mætir Evrópu- og Spánarmeisturum Barcelona í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Lokatölur í Manchester 2-0 og Man City fer tímabundið á topp deildarinnar með sjö stig eftir þrjá leiki. West Ham er með eitt stig í 11. sæti. 🩵🙌 https://t.co/LdwPMvK7Dq pic.twitter.com/24Nu1pKYYn— Manchester City Women (@ManCityWomen) October 6, 2024 Í Lundúnum var Everton í heimsókn hjá Arsenal fyrir framan 25 þúsund manns á Emirates-vellinum. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en þetta var í fyrsta sinn síðan 2009 sem Everton nær stigi gegn Arsenal. Skytturnar eru í 6. sæti með fimm stig að loknum þremur leikjum. A frustrating afternoon at Emirates Stadium ends in a draw.Our focus turns to Wednesday 👊 pic.twitter.com/3XnRuMlFWt— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 6, 2024 Önnur úrslit voru þau að Liverpool vann 3-2 útisigur á Tottenham Hotspur á meðan Crystal Palace vann 2-0 útisigur á Leicester City. Leik Englandsmeistara Chelsea og Manchester United var frestað en þau hafa bæði unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Leiknum var frestað þar sem Chelsea mætir Real Madríd í Meistaradeild á þriðjudag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira
Dagný var í byrjunarliði gestanna en var tekin af velli skömmu áður en seinna markið leit dagsins ljós. Lauren Hemp kom gestunum yfir eftir aðeins tíu mínútna leik og varð þar með yngsti leikmaður í sögu Ofurdeildar kvenna á Englandi til að skora 50 mörk. 50 - With her opener against West Ham today, Lauren Hemp has become the youngest player in @BarclaysWSL history to score 50 goals (24y 60d). Milestone. pic.twitter.com/owOeVAPRwP— OptaJoe (@OptaJoe) October 6, 2024 Annað markið kom á 71. mínútu eða mínútu eftir að Dagný var tekin af velli. Mary Fowler með markið eftir undirbúning Khadiju Shaw en Man City hvíldi þónokkra leikmenn í dag þar sem það mætir Evrópu- og Spánarmeisturum Barcelona í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag. Lokatölur í Manchester 2-0 og Man City fer tímabundið á topp deildarinnar með sjö stig eftir þrjá leiki. West Ham er með eitt stig í 11. sæti. 🩵🙌 https://t.co/LdwPMvK7Dq pic.twitter.com/24Nu1pKYYn— Manchester City Women (@ManCityWomen) October 6, 2024 Í Lundúnum var Everton í heimsókn hjá Arsenal fyrir framan 25 þúsund manns á Emirates-vellinum. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en þetta var í fyrsta sinn síðan 2009 sem Everton nær stigi gegn Arsenal. Skytturnar eru í 6. sæti með fimm stig að loknum þremur leikjum. A frustrating afternoon at Emirates Stadium ends in a draw.Our focus turns to Wednesday 👊 pic.twitter.com/3XnRuMlFWt— Arsenal Women (@ArsenalWFC) October 6, 2024 Önnur úrslit voru þau að Liverpool vann 3-2 útisigur á Tottenham Hotspur á meðan Crystal Palace vann 2-0 útisigur á Leicester City. Leik Englandsmeistara Chelsea og Manchester United var frestað en þau hafa bæði unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu. Leiknum var frestað þar sem Chelsea mætir Real Madríd í Meistaradeild á þriðjudag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Sjá meira