Bellingham og VAR gátu ekki bjargað Eng­lendingum

Siggeir Ævarsson skrifar
Jude Bellingham fagnar marki sínu í kvöld en varnarmenn Grikklands geta ekki leynt vonbrigðum sínum
Jude Bellingham fagnar marki sínu í kvöld en varnarmenn Grikklands geta ekki leynt vonbrigðum sínum Vísir/Getty

England og Grikkland mættust í Þjóðadeildinni í kvöld en bæði lið voru með fullt hús stiga fyrir leikinn. Það var þó ekki að sjá á leik Englendinga í kvöld að um mikilvægan leik væri að ræða.

Markalaust var í hálfleik en Vangelis Pavlidis kom Grikklandi yfir á 49. mínútu. Jude Bellingham virtist ætla að bjarga því sem bjargað varð fyrir England með marki á 87. mínútu en Pavlidis var aftur á ferðinni í uppbótartíma og tryggði Grikkjum öll þrjú stigin.

Alls náðu Grikkir að koma boltanum fimm sinnum í netið í kvöld en þrjú mörk voru dæmd af þeim eftir skoðun í Varsjánni. Það er mögulega til marks um sóknarkraft Englands í kvöld að Odysseas Vlachodimos, markvörður Grikkja, varði ekki einn einasta bolta í kvöld þrátt fyrir að Englendingar ættu tólf marktilraunir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira