Segir Mbappé steinhissa og aldrei án vitna Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2024 21:52 Kylian Mbappé kveðst saklaus. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Lögfræðingur Kylians Mbappé hafnar því alfarið að hann hafi gerst sekur um nauðgun í Svíþjóð á fimmtudaginn, og segir hann furðu lostinn yfir því að nafn hans sé í sænskum fjölmiðlum tengt við lögreglurannsókn. Sænska saksóknaraembættið hefur staðfest að nauðgunarmál sé til rannsóknar og sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og SVT fullyrða að hinn grunaði í málinu sé Mbappé sjálfur. Franska fótboltastjarnan heimsótti Svíþjóð í tvo daga og dvaldi á Bank-hótelinu í miðborginni, þar sem hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað samkvæmt frétt Aftonbladet. Blaðið segir lögreglu hafa borið fjölda kassa út af hótelinu á laugardaginn, eftir að tæknilið hafði rannsakað vettvanginn. Marie-Alix Canu-Bernard, lögfræðingur Mbappé, segir að hann sé hins vegar rólegur yfir málinu því hann „hafi ekkert gert af sér“, og er Mbappé mættur aftur til æfinga með Real Madrid. Hann hefur þegar lýst yfir sakleysi sínu á samfélagsmiðlum. „Hann vissi ekki af allri þessari fjölmiðlaumfjöllun en er alveg rólegur og skilur ekki um hvað hann er eiginlega sakaður,“ sagði Canu-Bernard við AFP í dag. „Hann er furðu lostinn að heyra að þetta gæti snúist um hann. Hann ákvað samt að fara á æfingu og bað okkur um að ganga í málið því það gengur ekki að ráðist sé á orðspor hans með þessum hætti. Þess vegna munum við líka leggja fram kvörtun vegna meiðyrða,“ sagði lögfræðingurinn. Þá sagðist hún enn ekkert hafa fengið að vita um hvort Mbappé væri í raun og veru sá sem grunaður væri um nauðgun. „Við lesum miðlana. Sænski saksóknarinn hefur gefið út yfirlýsingu, en þetta segir okkur ekki hvort að Kylian Mbappé liggi undir grun. Þess vegna hef ég engar upplýsingar til að staðfesta að það sé í raun og veru verið að ásaka hann,“ sagði lögfræðingurinn en bætti við að Mbappé myndi að sjálfsögðu sýna samvinnu ef hann lægi í raun og veru undir grun. Í viðtali við TF1 í Frakklandi sagði lögfræðingurinn það ómögulegt að Mbappé hefði gerst sekur um nauðgun. „Hann er aldrei einn. Það gerist ekki að hann bjóði upp á þannig aðstæður að hætta sé á einhverju svona. Þess vegna er algjörlega útilokað að hann hafi gert nokkuð saknæmt. Það er alveg öruggt.“ Fótbolti Kynferðisofbeldi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
Sænska saksóknaraembættið hefur staðfest að nauðgunarmál sé til rannsóknar og sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og SVT fullyrða að hinn grunaði í málinu sé Mbappé sjálfur. Franska fótboltastjarnan heimsótti Svíþjóð í tvo daga og dvaldi á Bank-hótelinu í miðborginni, þar sem hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað samkvæmt frétt Aftonbladet. Blaðið segir lögreglu hafa borið fjölda kassa út af hótelinu á laugardaginn, eftir að tæknilið hafði rannsakað vettvanginn. Marie-Alix Canu-Bernard, lögfræðingur Mbappé, segir að hann sé hins vegar rólegur yfir málinu því hann „hafi ekkert gert af sér“, og er Mbappé mættur aftur til æfinga með Real Madrid. Hann hefur þegar lýst yfir sakleysi sínu á samfélagsmiðlum. „Hann vissi ekki af allri þessari fjölmiðlaumfjöllun en er alveg rólegur og skilur ekki um hvað hann er eiginlega sakaður,“ sagði Canu-Bernard við AFP í dag. „Hann er furðu lostinn að heyra að þetta gæti snúist um hann. Hann ákvað samt að fara á æfingu og bað okkur um að ganga í málið því það gengur ekki að ráðist sé á orðspor hans með þessum hætti. Þess vegna munum við líka leggja fram kvörtun vegna meiðyrða,“ sagði lögfræðingurinn. Þá sagðist hún enn ekkert hafa fengið að vita um hvort Mbappé væri í raun og veru sá sem grunaður væri um nauðgun. „Við lesum miðlana. Sænski saksóknarinn hefur gefið út yfirlýsingu, en þetta segir okkur ekki hvort að Kylian Mbappé liggi undir grun. Þess vegna hef ég engar upplýsingar til að staðfesta að það sé í raun og veru verið að ásaka hann,“ sagði lögfræðingurinn en bætti við að Mbappé myndi að sjálfsögðu sýna samvinnu ef hann lægi í raun og veru undir grun. Í viðtali við TF1 í Frakklandi sagði lögfræðingurinn það ómögulegt að Mbappé hefði gerst sekur um nauðgun. „Hann er aldrei einn. Það gerist ekki að hann bjóði upp á þannig aðstæður að hætta sé á einhverju svona. Þess vegna er algjörlega útilokað að hann hafi gert nokkuð saknæmt. Það er alveg öruggt.“
Fótbolti Kynferðisofbeldi Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira