Innlent

Boða til upp­lýsinga­fundar vegna breytts að­gengis að Grinda­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Grindavík.
Frá Grindavík. Vísir/Sigurjón

Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 13:30 í dag þar sem farið verður yfir breytt fyrirkomulag varðandi aðgengi að Grindavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá nefndinni. 

Þar segir að á fundinum verði auk breytinganna farið yfir þær framkvæmdir sem hafi átt sér stað og öryggisráðstafanir sem gerðar hafi verið, þær lagalegu heimildir sem liggi að baki opnuninni og áætlun um breytt fyrirkomulag varðandi lokunarpóstana.

Árni Þór Sigurðsson, Guðný Sverrisdóttir og Gunnar Einarsson eiga sæti nefndinni og er Árni Þór formaður hennar.

Grindavík hefur verið lokuð öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×