Erlent

Ganga til kosninga í febrúar

Samúel Karl Ólason skrifar
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. AP/Denes Erdos

Þjóðverjar munu ganga til kosninga til sambandsþings þann 23. febrúar næstkomandi, eftir að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara, fer fram í desember. Sú tillaga verður að öllum líkindum samþykkt.

Þriggja flokka samsteypustjórn Scholz sprakk í síðustu viku þegar hann rak Christian Lindner, fjármálaráðherra úr röðum Frjálsra demókrata, vegna ágreinings um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar.

Tilraunir Scholz til að leiða minnihlutastjórn þar til í janúar og halda þá atkvæðagreiðslu um vantraust gengu ekki eftir.

Sjá einnig: Scholz til­búinn að láta undan þrýstingi um van­traust

Samkvæmt frétt Süddeutsche Zeitung stendur til að halda atkvæðagreiðslu um vantraust þann 16. desember en það mun ekki liggja fyrir að fullu.

Af vantrausttillagan verður tekin fyrir þann 16. desember, og verði hún samþykkt eins og gert er ráð fyrir, hefur Frank-Walter Seinmeier, forseti, 21 dag til að slíta þingi. Eftir það verður að halda kosningar innan sextíu daga, samkvæmt lögum.

Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sósíaldemókrata, Græningja og FDP, eru sagðir hafa komist að samkomulagi um að halda kosningarnar þann 23. febrúar.


Tengdar fréttir

Vill taka vantraustið fyrir strax

Formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi vill að vantraustillaga á hendur ríkisstjórn landsins verði tekin fyrir strax, en Þýskalandskannslari hefur talað fyrir því að tillagan verði tekin fyrir á næsta ári.

Ríkissjórn Scholz er sprungin

Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni.

Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa

Ríkisstjórn Olaf Scholz kanslara Þýskalands stendur mjög tæpt eftir að Scholz rak fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar í kvöld. Hann hefur tilkynnt að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu á fari fram á þingi í janúar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×