„Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. nóvember 2024 19:08 Donald Trump, nýkjörinn Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, sitjandi Bandaríkjaforseti. EPA/AL DRAGO Donald Trump, nýkjörinn og verðandi forseti Bandaríkjanna, fundaði með Joe Biden, sitjandi Bandaríkjaforseta, í dag í Hvíta húsinu, til að ræða komandi valdaskipti. Biden óskaði Trump til hamingju með sigurinn í kosningunum og bauð hann velkominn til baka í Hvíta húsið. Fréttastofa BBC greinir frá. Báðir sögðust þeir vonast til þess að valdaskiptin verði hnökralaus þegar Trump tekur við embættinu í janúar. „Takk kærlega fyrir. Pólitík er erfið og oft á tíðum ekkert sérlega indæll heimur til að tilheyra, en það er indæll heimur í dag og ég kann vel að meta að valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig. Valdaskiptin munu ganga eins smurt fyrir sig og hægt er. Ég kann að meta það,“ sagði Trump er hann settist niður með Biden. Hefðin fyrir því að sitjandi forseti bjóði nýkjörnum forseta á fund sinn í Hvíta húsinu var því endurnýjuð en sú hefð var brotin árið 2020 þegar Trump vék frá þeirri hefð. Eftir að Trump tapaði fyrir Biden í kosningunum 2020 efaðist hann um lögmæti forsetakosninganna og bauð Biden ekki á sinn fund. Trump tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. Trump útnefndi jafnframt Elon Musk, athafnamann og eiganda Teslu, sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Á meðan að Trump og Biden funduðu, komu öldungardeildarþingmenn Repúblikanaflokksins saman og völdu nýjan meirihlutaleiðtoga flokksins í öldungardeildinni. John Thune, öldungardeildarþingmaður frá Suður-Dakóta, varð fyrir valinu eftir tvær umferðir af atkvæðagreiðslu. Thune sagði í samtali við fjölmiðla á svæðinu að öldungardeildin ætli að leggja allt kapp á að staðfesta útnefningar Trumps sem allra fyrst. John Thune, öldungardeildarþingmaður frá Suður-Dakóta.EPA/SHAWN THEW Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. Báðir sögðust þeir vonast til þess að valdaskiptin verði hnökralaus þegar Trump tekur við embættinu í janúar. „Takk kærlega fyrir. Pólitík er erfið og oft á tíðum ekkert sérlega indæll heimur til að tilheyra, en það er indæll heimur í dag og ég kann vel að meta að valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig. Valdaskiptin munu ganga eins smurt fyrir sig og hægt er. Ég kann að meta það,“ sagði Trump er hann settist niður með Biden. Hefðin fyrir því að sitjandi forseti bjóði nýkjörnum forseta á fund sinn í Hvíta húsinu var því endurnýjuð en sú hefð var brotin árið 2020 þegar Trump vék frá þeirri hefð. Eftir að Trump tapaði fyrir Biden í kosningunum 2020 efaðist hann um lögmæti forsetakosninganna og bauð Biden ekki á sinn fund. Trump tilkynnti í gær að Pete Hegseth, sjónvarpsmaður hjá Fox News, yrði næsti varnarmálaráðherra landsins. Trump útnefndi jafnframt Elon Musk, athafnamann og eiganda Teslu, sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Á meðan að Trump og Biden funduðu, komu öldungardeildarþingmenn Repúblikanaflokksins saman og völdu nýjan meirihlutaleiðtoga flokksins í öldungardeildinni. John Thune, öldungardeildarþingmaður frá Suður-Dakóta, varð fyrir valinu eftir tvær umferðir af atkvæðagreiðslu. Thune sagði í samtali við fjölmiðla á svæðinu að öldungardeildin ætli að leggja allt kapp á að staðfesta útnefningar Trumps sem allra fyrst. John Thune, öldungardeildarþingmaður frá Suður-Dakóta.EPA/SHAWN THEW
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira