Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Kári Mímisson skrifar 15. nóvember 2024 20:57 Jacob Falko var frábær hjá ÍR með 33 stig og 11 stoðsendingar. vísir/diego ÍR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið gerði sér lítið fyrir og vann Njarðvík suður með sjó nú í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Ísak Máni Wium sagði starfi sínu lausu sem þjálfari liðsins. Baldur Már Stefánsson fékk það verðuga hlutverk að stýra liðinu í kvöld. Lokatölur 96-101 fyrir ÍR. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu leikinn betur og leiddu allan fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar sem tefla nú yfirleitt sterku liði fram á hverju ári mættu ákveðnir til leiks í öðrum leikhluta og tóku forystuna í fyrsta sinn þegar Mario Matasovic setti niður þriggja stiga körfu í upphafi leikhlutans. ÍR-ingar reyndu hvað þeir gátu til að halda í við heimamenn og tókst það bara ágætlega þar til rétt rúmar þrjár mínútur voru til hálfleiks. Þá kom rosalegur kafli hjá Njarðvík sem gerðu þrettán stig gegn aðeins þremur stigum ÍR. Khalil Shabazz endaði hálfleikinn á því að setja niður hreint út sagt ótrúlega þrist á loka andartökum hálfleiksins. Staðan þegar liðin héldu til búningsklefa 54 - 40 fyrir Njarðvík og allt stefndi í enn eitt tapið hjá ÍR á þessari leiktíð en liðið hafði tapað fyrstu sex leikjum sínum fram til þessa. ÍR-ingar byrjuðu þriðja leikhluta vel og skorðuð fimm stig strax á fyrstu augnablikum leikhlutans. Njarðvíkingar voru virkilega slakir varnarlega og ÍR-ingar gengu á lagið. Jafn og þétt tókst þeim að vinna upp þennan fjórtán stiga mun í þriðja leikhluta og tókst að komast yfir. Staðan 71-73 þegar loka leikhlutinn hófst. Með Jacob Falko fremstan í flokki tókst ÍR-ingum að ná mest tólf stiga forskoti þegar skammt var til leiksloka. Njarðvíkingar fóru í maður á mann vörn sem gaf þeim smá von á jafna leikinn en ÍR-ingar báru þess alls engin merki að hafa tapað öllum leikjum sínum það sem af er vetri og hver einstaklingar á fætur öðrum steig upp fyrir liðið undir lokin. Njarðvíkingar fara væntanlega svekktir á koddann því ég hugsa að fæstir í húsinu hafi reiknað með þessari endurkomu ÍR. Lokatölur úr Stapaskóla 96-101 og ÍR-ingar vinna sinn fyrsta leik í Bónus-deildinni. Atvik leiksins Ég ætla að taka atvik sem mögulega hafði þveröfug áhrif á leikinn. Shabazz setur niður ótrúlegan þrist undir lok fyrri hálfleiks í engu jafnvægi. Njarðvíkingar fara inn til búningsklefa með fjórtán stiga forystu og ég veit ekki hvað gerðist þarna hjá þeim í búningsklefanum en þeir mættu alveg andlausir í seinni hálfleikinn eftir þetta. Ég bara trúi að þeir hafi haldið að þetta væri komið á þessum tímapunkti en það allavega gekk lítið sem ekkert hjá þeim í seinni hálfleik. Stjörnur og skúrkar Jacob Falko var stórkostlegur fyrir ÍR í dag. Hann spilaði næstum allar 40 mínúturnar og var með 33 stig og 11 stoðsendingar. Virkilega vel af sér vikið hjá honum. Þó svo að ÍR hafi ekki spilað á mjög mörgum í dag þá voru allir sem spiluðu í seinni hálfleik með eitthvað að borðinu og þá sérstaklega þarna undir lokin þegar maður hélt að þeir myndu nú á einhverjum tímapunkti gefa eftir og fara á taugum. Skúrkur leiksins er bara allt lið Njarðvíkur. Þeir voru bara virkilega lélegir í dag og erfitt að segja að einhver einn hafi verið verri heldur en einhver annar. Vítanýting liðsins var í kringum 50 prósent lengi vel og varnarleikurinn var bara varla til staðar. Þetta er einn besti hópurinn í deildinni og það að bjóða upp á svona frammistöðu í seinni hálfleik er ekki boðlegt. Dómararnir Flottir í dag þó svo að einhverjir sérfræðingar í stúkunni voru ósáttir. Stemmingin og umgjörð Virkilega gaman að koma í Stapaskóla í þetta nýja og stórglæsilega íþróttahús Njarðvíkur. Ljónagryfjan er auðvitað goðsagnakennd og allt það enda hýsir hún HM í kraftlyftingum þessa helgina. Annars vel mætt hjá báðum liðum og gaman að sjá ÍR-inga í stúkunni fylgja liðinu sínu með nýjan þjálfara. Baldur Már Stefánsson var aðstoðarmaður Ísaks Mána Wium en tók við liðinu þegar Ívar hætti.Vísir/Anton Brink „Það er ekkert ákveðið enn þá“ ÍR vann glæsilegan sigur á Njarðvík í Stapaskóla nú í kvöld. Lokatölur 96-101 og fyrsti sigur ÍR á þessu leiktímabili staðreynd. Ísak Máni Wium sem þjálfað hefur ÍR undanfarin ár sagði starfi sínu lausu í vikunni og það var því Baldur Már Stefánsson sem stýrði liðinu í kvöld en Baldur hafði áður verið aðstoðarþjálfari Ísaks. „Fyrstu viðbrögð eru bara ægileg gleði. Þessi sigur er búinn að vera rosalega langþráður og okkur tókst loksins núna að setja saman heilsteyptan leik. Mér finnst við hafa verið góðir á köflum í vetur en ekki tekist að klára leikina eða í raun bara halda út. Okkur tókst það í kvöld og bara frábær leikur hjá strákunum,“ sagði Baldur. ÍR-ingar byrjuðu leikinn vel en réðu ekkert við Njarðvíkinga í öðrum leikhluta sem fóru með vænt forskot þegar flautað var til hálfleiks. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik segir Baldur að lykilatriðið hafi einfaldlega verið að halda áfram að gera það sem liðið hafði verið að gera. „Við vorum undir með 14 stigum í hálfleik. Það sem við gerðum var í raun bara að halda áfram því sem við vorum að gera. Okkur tókst að stjórna hraðanum og ákváðum að við ætluðum ekki að bakka og fara að spila þeirra leik. Við viljum spila hraðan bolta, héldum því bara áfram í seinni hálfleik og strákarnir vorum geggjaðir. Ég hékk með sama liðið dálítið lengi inn á og þeir sýndu allir þvílíkan karakter þessir gaurar sem voru inn á og líka þeir sem voru á bekknum,“ sagði Baldur. Í tilkynningu sem ÍR sendi frá sér í vikunni var talað um að Baldur myndi stýra næstu leikjum en ekkert nefnt hvort hann myndi taka við liðinu til frambúðar. En mun Baldur stýra ÍR áfram? „Það er ekkert ákveðið enn þá. Ég stíg bara inn í þennan leik og stjórnin ákveður svo framhaldið. Núna er landsleikjahlé og svo í kjölfarið tekur stjórnin væntanlega ákvörðun,“ sagði Baldur. sem stjórn ÍR ætti klárlega að tala við eftir þennan glæsilega sigur í kvöld. Rúnar Ingi Erlingsson.Vísir/Diego „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ósáttur með tap liðsins gegn ÍR nú í kvöld. Liðið hafði fína forystu í hálfleik en glutraði henni niður í seinni hálfleiknum. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við ekki góðir allan fyrri hálfleik en náum samt að búa til 14 stiga forystu til að taka með okkur í hálfleik eftir fínan annan leikhluta. En í seinni hálfleik fer fókusinn á eitthvað allt annað en það sem við viljum standa fyrir og þá töpum við körfuboltaleikjum alveg sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Rúnar. Spurður út í það hvað gerðist nákvæmlega í seinni hálfleiknum eru svör Rúnars skýr og segir hann að liðið hafi farið að hugsa um eitthvað allt annað en að leika körfubolta. Á sama tíma hrósar hann liði ÍR fyrir góðan og grimman leik. „Ég verð að hrósa ÍR-ingunum, þeir komu út í seinni hálfleikinn mjög grimmir, spiluðu fast og gerðu bakvörðunum okkar erfitt fyrir. Okkar svör við því í þriðja leikhluta var bara væl og kenna dómurunum um í stað þess að taka ábyrgð á okkar eigin gjörðum inn á vellinum,“ sagði Rúnar. „Það sem ég þarf klárlega að taka á mig í dag er róteringin á liðinu. Ég hefði þurft að taka ákveðna menn út af og gera betur í að stilla upp liðinu þannig að ég væri með fimm leikmenn inn á vellinum sem væru að spila liðsbolta sem við vorum ekki að gera í dag. Við vorum að enda sóknirnar illa út af því að við höndluðum ekki grimmdina hjá ÍR og svo í kjölfarið hlaupa ÍR-ingarnir í bakið á okkur og skora auðveldar körfur,“ sagði Rúnar. Myndir þú segja að liðið hafi verið ólíkt sjálfu sér í kvöld? „Ég hef alveg séð svona frammistöðu á æfingum, hjá liðinu sem tapar eða er undir. Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp og við erum stanslaust að tala um það,“ sagði Rúnar. „Sem betur fer höfum við ekki verið að sýna mikið af þessu í leikjunum nú í byrjun tímabilsins en ef maður heldur einhvern tíman að maður sé orðinn of góður eða kominn á einhvern stað þar sem maður þarf ekki að hafa 100 prósent fyrir hlutunum þá er maður kominn á vitlausan stað. Sama hversu mikið við tölum um það og við höfum svo sannarlega talað um það þá er þetta fínt spark í rassinn fyrir bæði mig og Loga sem og leikmennina,“ sagði Rúnar. Bónus-deild karla UMF Njarðvík ÍR
ÍR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið gerði sér lítið fyrir og vann Njarðvík suður með sjó nú í kvöld. Þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að Ísak Máni Wium sagði starfi sínu lausu sem þjálfari liðsins. Baldur Már Stefánsson fékk það verðuga hlutverk að stýra liðinu í kvöld. Lokatölur 96-101 fyrir ÍR. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu leikinn betur og leiddu allan fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar sem tefla nú yfirleitt sterku liði fram á hverju ári mættu ákveðnir til leiks í öðrum leikhluta og tóku forystuna í fyrsta sinn þegar Mario Matasovic setti niður þriggja stiga körfu í upphafi leikhlutans. ÍR-ingar reyndu hvað þeir gátu til að halda í við heimamenn og tókst það bara ágætlega þar til rétt rúmar þrjár mínútur voru til hálfleiks. Þá kom rosalegur kafli hjá Njarðvík sem gerðu þrettán stig gegn aðeins þremur stigum ÍR. Khalil Shabazz endaði hálfleikinn á því að setja niður hreint út sagt ótrúlega þrist á loka andartökum hálfleiksins. Staðan þegar liðin héldu til búningsklefa 54 - 40 fyrir Njarðvík og allt stefndi í enn eitt tapið hjá ÍR á þessari leiktíð en liðið hafði tapað fyrstu sex leikjum sínum fram til þessa. ÍR-ingar byrjuðu þriðja leikhluta vel og skorðuð fimm stig strax á fyrstu augnablikum leikhlutans. Njarðvíkingar voru virkilega slakir varnarlega og ÍR-ingar gengu á lagið. Jafn og þétt tókst þeim að vinna upp þennan fjórtán stiga mun í þriðja leikhluta og tókst að komast yfir. Staðan 71-73 þegar loka leikhlutinn hófst. Með Jacob Falko fremstan í flokki tókst ÍR-ingum að ná mest tólf stiga forskoti þegar skammt var til leiksloka. Njarðvíkingar fóru í maður á mann vörn sem gaf þeim smá von á jafna leikinn en ÍR-ingar báru þess alls engin merki að hafa tapað öllum leikjum sínum það sem af er vetri og hver einstaklingar á fætur öðrum steig upp fyrir liðið undir lokin. Njarðvíkingar fara væntanlega svekktir á koddann því ég hugsa að fæstir í húsinu hafi reiknað með þessari endurkomu ÍR. Lokatölur úr Stapaskóla 96-101 og ÍR-ingar vinna sinn fyrsta leik í Bónus-deildinni. Atvik leiksins Ég ætla að taka atvik sem mögulega hafði þveröfug áhrif á leikinn. Shabazz setur niður ótrúlegan þrist undir lok fyrri hálfleiks í engu jafnvægi. Njarðvíkingar fara inn til búningsklefa með fjórtán stiga forystu og ég veit ekki hvað gerðist þarna hjá þeim í búningsklefanum en þeir mættu alveg andlausir í seinni hálfleikinn eftir þetta. Ég bara trúi að þeir hafi haldið að þetta væri komið á þessum tímapunkti en það allavega gekk lítið sem ekkert hjá þeim í seinni hálfleik. Stjörnur og skúrkar Jacob Falko var stórkostlegur fyrir ÍR í dag. Hann spilaði næstum allar 40 mínúturnar og var með 33 stig og 11 stoðsendingar. Virkilega vel af sér vikið hjá honum. Þó svo að ÍR hafi ekki spilað á mjög mörgum í dag þá voru allir sem spiluðu í seinni hálfleik með eitthvað að borðinu og þá sérstaklega þarna undir lokin þegar maður hélt að þeir myndu nú á einhverjum tímapunkti gefa eftir og fara á taugum. Skúrkur leiksins er bara allt lið Njarðvíkur. Þeir voru bara virkilega lélegir í dag og erfitt að segja að einhver einn hafi verið verri heldur en einhver annar. Vítanýting liðsins var í kringum 50 prósent lengi vel og varnarleikurinn var bara varla til staðar. Þetta er einn besti hópurinn í deildinni og það að bjóða upp á svona frammistöðu í seinni hálfleik er ekki boðlegt. Dómararnir Flottir í dag þó svo að einhverjir sérfræðingar í stúkunni voru ósáttir. Stemmingin og umgjörð Virkilega gaman að koma í Stapaskóla í þetta nýja og stórglæsilega íþróttahús Njarðvíkur. Ljónagryfjan er auðvitað goðsagnakennd og allt það enda hýsir hún HM í kraftlyftingum þessa helgina. Annars vel mætt hjá báðum liðum og gaman að sjá ÍR-inga í stúkunni fylgja liðinu sínu með nýjan þjálfara. Baldur Már Stefánsson var aðstoðarmaður Ísaks Mána Wium en tók við liðinu þegar Ívar hætti.Vísir/Anton Brink „Það er ekkert ákveðið enn þá“ ÍR vann glæsilegan sigur á Njarðvík í Stapaskóla nú í kvöld. Lokatölur 96-101 og fyrsti sigur ÍR á þessu leiktímabili staðreynd. Ísak Máni Wium sem þjálfað hefur ÍR undanfarin ár sagði starfi sínu lausu í vikunni og það var því Baldur Már Stefánsson sem stýrði liðinu í kvöld en Baldur hafði áður verið aðstoðarþjálfari Ísaks. „Fyrstu viðbrögð eru bara ægileg gleði. Þessi sigur er búinn að vera rosalega langþráður og okkur tókst loksins núna að setja saman heilsteyptan leik. Mér finnst við hafa verið góðir á köflum í vetur en ekki tekist að klára leikina eða í raun bara halda út. Okkur tókst það í kvöld og bara frábær leikur hjá strákunum,“ sagði Baldur. ÍR-ingar byrjuðu leikinn vel en réðu ekkert við Njarðvíkinga í öðrum leikhluta sem fóru með vænt forskot þegar flautað var til hálfleiks. Spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn í hálfleik segir Baldur að lykilatriðið hafi einfaldlega verið að halda áfram að gera það sem liðið hafði verið að gera. „Við vorum undir með 14 stigum í hálfleik. Það sem við gerðum var í raun bara að halda áfram því sem við vorum að gera. Okkur tókst að stjórna hraðanum og ákváðum að við ætluðum ekki að bakka og fara að spila þeirra leik. Við viljum spila hraðan bolta, héldum því bara áfram í seinni hálfleik og strákarnir vorum geggjaðir. Ég hékk með sama liðið dálítið lengi inn á og þeir sýndu allir þvílíkan karakter þessir gaurar sem voru inn á og líka þeir sem voru á bekknum,“ sagði Baldur. Í tilkynningu sem ÍR sendi frá sér í vikunni var talað um að Baldur myndi stýra næstu leikjum en ekkert nefnt hvort hann myndi taka við liðinu til frambúðar. En mun Baldur stýra ÍR áfram? „Það er ekkert ákveðið enn þá. Ég stíg bara inn í þennan leik og stjórnin ákveður svo framhaldið. Núna er landsleikjahlé og svo í kjölfarið tekur stjórnin væntanlega ákvörðun,“ sagði Baldur. sem stjórn ÍR ætti klárlega að tala við eftir þennan glæsilega sigur í kvöld. Rúnar Ingi Erlingsson.Vísir/Diego „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum ósáttur með tap liðsins gegn ÍR nú í kvöld. Liðið hafði fína forystu í hálfleik en glutraði henni niður í seinni hálfleiknum. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við ekki góðir allan fyrri hálfleik en náum samt að búa til 14 stiga forystu til að taka með okkur í hálfleik eftir fínan annan leikhluta. En í seinni hálfleik fer fókusinn á eitthvað allt annað en það sem við viljum standa fyrir og þá töpum við körfuboltaleikjum alveg sama hver andstæðingurinn er,“ sagði Rúnar. Spurður út í það hvað gerðist nákvæmlega í seinni hálfleiknum eru svör Rúnars skýr og segir hann að liðið hafi farið að hugsa um eitthvað allt annað en að leika körfubolta. Á sama tíma hrósar hann liði ÍR fyrir góðan og grimman leik. „Ég verð að hrósa ÍR-ingunum, þeir komu út í seinni hálfleikinn mjög grimmir, spiluðu fast og gerðu bakvörðunum okkar erfitt fyrir. Okkar svör við því í þriðja leikhluta var bara væl og kenna dómurunum um í stað þess að taka ábyrgð á okkar eigin gjörðum inn á vellinum,“ sagði Rúnar. „Það sem ég þarf klárlega að taka á mig í dag er róteringin á liðinu. Ég hefði þurft að taka ákveðna menn út af og gera betur í að stilla upp liðinu þannig að ég væri með fimm leikmenn inn á vellinum sem væru að spila liðsbolta sem við vorum ekki að gera í dag. Við vorum að enda sóknirnar illa út af því að við höndluðum ekki grimmdina hjá ÍR og svo í kjölfarið hlaupa ÍR-ingarnir í bakið á okkur og skora auðveldar körfur,“ sagði Rúnar. Myndir þú segja að liðið hafi verið ólíkt sjálfu sér í kvöld? „Ég hef alveg séð svona frammistöðu á æfingum, hjá liðinu sem tapar eða er undir. Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu þegar hlutirnir eru ekki að ganga upp og við erum stanslaust að tala um það,“ sagði Rúnar. „Sem betur fer höfum við ekki verið að sýna mikið af þessu í leikjunum nú í byrjun tímabilsins en ef maður heldur einhvern tíman að maður sé orðinn of góður eða kominn á einhvern stað þar sem maður þarf ekki að hafa 100 prósent fyrir hlutunum þá er maður kominn á vitlausan stað. Sama hversu mikið við tölum um það og við höfum svo sannarlega talað um það þá er þetta fínt spark í rassinn fyrir bæði mig og Loga sem og leikmennina,“ sagði Rúnar.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum