Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 16. nóvember 2024 18:48 Grindavík - Keflavík Bónus Deild Kvenna Haust 2024 vísir/Diego Grindavík tók á móti Tindastól í Bónus deild kvenna í smáranum í dag. Grindavík vonaðist til þess að byggja ofan á góð úrslit í síðustu umferðum á meðan Tindastóll vonaðist til þess að komast aftur á sigurbraut. Grindavík vann uppkastið og voru fyrstar á blað í þessum leik. Fyrsti leikhlutinn var mikil barátta og flottur varnarleikur í bland við tæknifeila á báðum endum vallarins. Það var Grindavík sem var yfir eftir fyrsta leikhlutann 14-9. Annar leikhluti virtist ekki ætla að byrja neitt sérstaklega fyrir Tindastól heldur en þá tók Israel Martin leikhlé og fór yfir málin með sínu liði. Það var allt annað að sjá til Tindastóls eftir þetta leikhlé og þær fóru á gott áhlaup og náðu forystu í leiknum sem þær náðu að halda út leikhlutann og fóru með tveggja stiga forystu inn í hálfleikinn 28-26. Tindastóll mætti með miklum krafti út í þriðja leikhluta. Gestirnir náðu flottu 9-0 áhlaupi til að byrja leikhlutann og unnu sér inn gott forskot á Grindavík sem átti fá svör. Tindastóll var komið með tak sem þær létu ekki af hendi út leikhlutann og leiddu 38-52 á leið inn í fjórða leikhluta. Fjórði leikhluti var nokkuð jafn og gerði Grindavík góða tilraun til þess að komast aftur inn í leikinn en gestirnir frá Sauðárkróki stóðu vaktina vel í vörninni og enduðu á að fara með flottan útisigur 57-68. Atvik leiksins Tindastóll tekur leikhlé snemma í öðrum leikhluta eftir að ekkert hafi verið að ganga hjá þeim. Eftir þetta leikhlé fara hjólin að snúast og þær taka öll völd í leiknum. Stjörnur og skúrkar Randi Keonsha Brown og Melissa Diawakana voru burðarrásir Tindastóls í dag. Randi skilaði 28 stigum og Melissa bætti 16 við. Oumoul Khairy Sarr Coulibaly var líka drjúg undir körfunni og reif niður 11 fráköst og bætti við 12 stigum. Hjá Grindavík var Alexis Morris atkvæðamest með 18 stig og var drifkraftur Grindavíkur í sókn. Dómarinn Davíð Tómas, Eggert Þór og Dominik voru dómarar dagsins. Hafði gaman að því að DJ-inn spilaði Dabba T (Listamannsnafn Davíðs Tómasar) rétt fyrir tip-off. Maður sá strax þá að það var mjög létt yfir öllum og dómgæslan var svo að mínu mati bara virkilega góð. Stemingin og umgjörð Það var ekki mikið um manninn hérna í Smáranum en allt hrós á þau sem lögðu leið sína í Smárann í dag. Umgjörðin var frábær að vanda hjá Grindavík. „Notuðum þessa viku aðallega til að vinna í vörninni.“ „Ég er mjög ánægður því við notuðum þessa viku aðallega til að vinna í vörninni okkar eftir að hafa skorað 92 stig í síðata leik á móti Þór Ak. og við töpuðum þeim leik. Í dag var þetta ekki okkar besti leikur sóknarlega en varnarlega að halda Grindavík í 57 stigum gerði mikið fyrir okkur því við viljum byggja á vörn,“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls eftir leik í dag. Tindastóll byrjaði leikinn hægt og voru undir um miðbik annars leikhluta en Israel Martin tók þá leikhlé sem virtist snúa gengi liðsins við. Israel Martin er þjálfari Tindastóls. „Við erum með mjög gott lið. Við þurfum að keyra upp hraðann og í dag þá breytum við aðeins róteringunni. Við settum Ingu inn sem gaf okkur meiri hreyfanleika og meiri hlaup. Við reyndum að spila með Paula, Melissa og Randi að teygja völlinn með Edyta og ég held að það hafi gefið okkur auka hraða til að sækja auðveld stig og spila í transition sem við vorum að leitast eftir.“ Aðspurður um það hvort að Grindavík hafi mögulega vanmetið þær vildi Israel Martin ekkert taka frá sínum stelpum sem spiluðu vel í dag. „Nei, þær eru með góðan þjálfara og gott lið. Þær áttu kannski ekki sinn besta leik í dag en ég vill gefa meira hrós á Tindastól heldur en að Grindavík hafi eitthvað vanmetið okkur. Ég trúi því að þær hafi viljað vinna en við gerum bara frábærlega varnarlega.“ „Orkan í okkur var ömurleg“ „Hundfúll, ömurlegt og bara ógeðslega lélegt. Ég er eiginlega brjálaður bara,“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur svekktur eftir leikinn í dag. Grindavík leiddi eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta misstu þær leikinn frá sér og náðu ekki að vinna sig inn í hann aftur. „Mér fannst við aldrei vera með þær. Ég lít á mitt lið þannig og gerði það fyrir leikinn að við ættum að vera 30-10 eftir fyrsta leikhluta. Við vorum bara aldrei með þær og vorum allan leikinn hikandi og óákveðnar. Við gerðum ógeðslega mikið af hlutum illa.“ Þorleifur Ólafsson er þjálfari GrindavíkurVísir/Pawel Cieslikiewicz „Við töluðum um að passa það sterkasta frá þeim. Það gekk alveg ágætlega en svo nýtum við okkur ekki það að hjálpa af þeim sem eru kannski slakari skotmenn eða slakari sóknarmenn. Þetta var bara frá A-Ö alveg ömurlegt og ég er bara virkilega fúll. Við þurfum að fara bara í að endurskipuleggja það hvað við ætlum að gera. Alveg frá því hvað við ætlum að gera varnarlega eða sóknarlega. Orkan í okkur var ömurleg og þetta var eins og þeim væri bara sama. Ef við hefðum verið á fullu og tapað þessum leik þá hefði mér verið skítsama en ég er svekktur með hvernig við erum bara andlega veikar og erum eins og við séum bara að ætlast til þess að geta unnið Tindastól án þess að leggja á okkur.“ Þorleifur var mjög svekktur með sitt lið í dag og vonast til að sjá meira frá sínu liði í næstu verkefnum. „Bara fá blóð á tennurnar og þykjast allavega vera sama um að vinna körfuboltaleik.“ Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Tindastóll
Grindavík tók á móti Tindastól í Bónus deild kvenna í smáranum í dag. Grindavík vonaðist til þess að byggja ofan á góð úrslit í síðustu umferðum á meðan Tindastóll vonaðist til þess að komast aftur á sigurbraut. Grindavík vann uppkastið og voru fyrstar á blað í þessum leik. Fyrsti leikhlutinn var mikil barátta og flottur varnarleikur í bland við tæknifeila á báðum endum vallarins. Það var Grindavík sem var yfir eftir fyrsta leikhlutann 14-9. Annar leikhluti virtist ekki ætla að byrja neitt sérstaklega fyrir Tindastól heldur en þá tók Israel Martin leikhlé og fór yfir málin með sínu liði. Það var allt annað að sjá til Tindastóls eftir þetta leikhlé og þær fóru á gott áhlaup og náðu forystu í leiknum sem þær náðu að halda út leikhlutann og fóru með tveggja stiga forystu inn í hálfleikinn 28-26. Tindastóll mætti með miklum krafti út í þriðja leikhluta. Gestirnir náðu flottu 9-0 áhlaupi til að byrja leikhlutann og unnu sér inn gott forskot á Grindavík sem átti fá svör. Tindastóll var komið með tak sem þær létu ekki af hendi út leikhlutann og leiddu 38-52 á leið inn í fjórða leikhluta. Fjórði leikhluti var nokkuð jafn og gerði Grindavík góða tilraun til þess að komast aftur inn í leikinn en gestirnir frá Sauðárkróki stóðu vaktina vel í vörninni og enduðu á að fara með flottan útisigur 57-68. Atvik leiksins Tindastóll tekur leikhlé snemma í öðrum leikhluta eftir að ekkert hafi verið að ganga hjá þeim. Eftir þetta leikhlé fara hjólin að snúast og þær taka öll völd í leiknum. Stjörnur og skúrkar Randi Keonsha Brown og Melissa Diawakana voru burðarrásir Tindastóls í dag. Randi skilaði 28 stigum og Melissa bætti 16 við. Oumoul Khairy Sarr Coulibaly var líka drjúg undir körfunni og reif niður 11 fráköst og bætti við 12 stigum. Hjá Grindavík var Alexis Morris atkvæðamest með 18 stig og var drifkraftur Grindavíkur í sókn. Dómarinn Davíð Tómas, Eggert Þór og Dominik voru dómarar dagsins. Hafði gaman að því að DJ-inn spilaði Dabba T (Listamannsnafn Davíðs Tómasar) rétt fyrir tip-off. Maður sá strax þá að það var mjög létt yfir öllum og dómgæslan var svo að mínu mati bara virkilega góð. Stemingin og umgjörð Það var ekki mikið um manninn hérna í Smáranum en allt hrós á þau sem lögðu leið sína í Smárann í dag. Umgjörðin var frábær að vanda hjá Grindavík. „Notuðum þessa viku aðallega til að vinna í vörninni.“ „Ég er mjög ánægður því við notuðum þessa viku aðallega til að vinna í vörninni okkar eftir að hafa skorað 92 stig í síðata leik á móti Þór Ak. og við töpuðum þeim leik. Í dag var þetta ekki okkar besti leikur sóknarlega en varnarlega að halda Grindavík í 57 stigum gerði mikið fyrir okkur því við viljum byggja á vörn,“ sagði Israel Martin þjálfari Tindastóls eftir leik í dag. Tindastóll byrjaði leikinn hægt og voru undir um miðbik annars leikhluta en Israel Martin tók þá leikhlé sem virtist snúa gengi liðsins við. Israel Martin er þjálfari Tindastóls. „Við erum með mjög gott lið. Við þurfum að keyra upp hraðann og í dag þá breytum við aðeins róteringunni. Við settum Ingu inn sem gaf okkur meiri hreyfanleika og meiri hlaup. Við reyndum að spila með Paula, Melissa og Randi að teygja völlinn með Edyta og ég held að það hafi gefið okkur auka hraða til að sækja auðveld stig og spila í transition sem við vorum að leitast eftir.“ Aðspurður um það hvort að Grindavík hafi mögulega vanmetið þær vildi Israel Martin ekkert taka frá sínum stelpum sem spiluðu vel í dag. „Nei, þær eru með góðan þjálfara og gott lið. Þær áttu kannski ekki sinn besta leik í dag en ég vill gefa meira hrós á Tindastól heldur en að Grindavík hafi eitthvað vanmetið okkur. Ég trúi því að þær hafi viljað vinna en við gerum bara frábærlega varnarlega.“ „Orkan í okkur var ömurleg“ „Hundfúll, ömurlegt og bara ógeðslega lélegt. Ég er eiginlega brjálaður bara,“ sagði Þorleifur Ólafsson þjálfari Grindavíkur svekktur eftir leikinn í dag. Grindavík leiddi eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta misstu þær leikinn frá sér og náðu ekki að vinna sig inn í hann aftur. „Mér fannst við aldrei vera með þær. Ég lít á mitt lið þannig og gerði það fyrir leikinn að við ættum að vera 30-10 eftir fyrsta leikhluta. Við vorum bara aldrei með þær og vorum allan leikinn hikandi og óákveðnar. Við gerðum ógeðslega mikið af hlutum illa.“ Þorleifur Ólafsson er þjálfari GrindavíkurVísir/Pawel Cieslikiewicz „Við töluðum um að passa það sterkasta frá þeim. Það gekk alveg ágætlega en svo nýtum við okkur ekki það að hjálpa af þeim sem eru kannski slakari skotmenn eða slakari sóknarmenn. Þetta var bara frá A-Ö alveg ömurlegt og ég er bara virkilega fúll. Við þurfum að fara bara í að endurskipuleggja það hvað við ætlum að gera. Alveg frá því hvað við ætlum að gera varnarlega eða sóknarlega. Orkan í okkur var ömurleg og þetta var eins og þeim væri bara sama. Ef við hefðum verið á fullu og tapað þessum leik þá hefði mér verið skítsama en ég er svekktur með hvernig við erum bara andlega veikar og erum eins og við séum bara að ætlast til þess að geta unnið Tindastól án þess að leggja á okkur.“ Þorleifur var mjög svekktur með sitt lið í dag og vonast til að sjá meira frá sínu liði í næstu verkefnum. „Bara fá blóð á tennurnar og þykjast allavega vera sama um að vinna körfuboltaleik.“