Síðan Messi samdi við Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum hefur hann verið duglegur að sækja fyrrum liðsfélaga sína. Sergio Busquets, Jordi Alba og Luis Suárez eru leikmenn liðsins.
Þá stýrði Tata Martino Miami-liðinu á síðustu leiktíð. Hann er frá Argentínu líkt og þjálfaði í landsliðinu eftir að hafa stýrt Barcelona tímabilið 2013-14.
Martino lét af störfum eftir að Miami féll úr leik í úrslitakeppni MLS-deildarinnar fyrir ekki svo löngu og þá kom ekki annað til greina en að ráða annan Argentínumann og góðvin Messi.
Hinn fertugi Mascherano spilaði sem djúpur miðjumaður hjá Liverpool, Barcelona og Argentínu við góðan orðstír. Hann hefur nú skrifað undir sem nýr þjálfari liðsins. Gildir samningur hans til loka tímabilsins 2027.
Bienvenido, Jefe 🇦🇷✍️
— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) November 26, 2024
Argentina and FC Barcelona legend Javier @Mascherano has been named as our new head coach! Welcome to the Miami dream 🩷🖤.
More details: https://t.co/iICOZxaFw7 pic.twitter.com/Boc6Ix32yC
Mascherano hefur frá 2022 þjálfað U-20 og U-23 ára landslið Argentínu en færir sig nú um set og flytur til Miami.