„Stolt af sjálfri mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2024 08:01 Steinunn Björnsdóttir verður annar fyrirliða Íslands ásamt Sunnu Jónsdóttur á EM. Hún er klár í slaginn. vísir/Viktor Freyr Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin. Ísland og Holland mætast klukkan 17:00 í dag í fyrsta leik stelpnanna okkar á Evrópumótinu. Steinunn fagnar því að vera með íslenska hópnum en í viðtali við Stöð 2 í byrjun árs sagðist hún hafa íhugað að leggja skóna á hilluna þegar hún gekk með son sinn sem fæddist í nóvember í fyrra. „Ég held það sé bara mikilvægt að njóta þess að vera í þessu meðan maður getur og meðan mér finnst þetta skemmtilegt. Maður þarf bara að vera heiðarlegur við sjálfan sig og spyrja sig að þessari spurningu. Ef svarið er já, mér finnst þetta skemmtilegt, þá held ég áfram. En svo þarf að sjá til hvað geta og skrokkur leyfa mér,“ sagði Steinunn í viðtali við Stöð 2 í febrúar á þessu ári. Þá var hún að feta fyrstu skrefin eftir að hafa átt drenginn Tryggva. Sá stutti með í för Getan, skrokkurinn og ástríðan virðast leyfa. „Ég er komin aðeins lengra en ég var komin þarna í febrúar og þess vegna er ég hér,“ segir Steinunn í samtali við fréttamann í Innsbruck. Aðspurð hvort EM hafi alltaf verið gulrótin segir hún: „Já, að sjálfsögðu. Maður vildi kannski ekki segja það upphátt. Það er mikil óvissa sem fylgir því að eiga barn og fæða. Ég vildi alltaf setja fyrirvara á það. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að ég er stolt af sjálfri mér að vera komin á þann stað sem ég er komin á. Að sjálfsögðu var þetta markmiðið svona í bakhöndinni,“ segir Steinunn. Hún tók þá Tryggva, sem varð eins árs 18. nóvember síðastliðinn, með sér út til Austurríkis en hann er í góðum höndum hjá foreldrum hennar hér ytra á meðan mótinu stendur. „Hann er búinn að vera með mér. Ég gat ekki hugsað mér að vera svona lengi frá honum svo ég tók hann með mér út. Hann var með ömmu og afa en þau eru núna farin á annað hótel. Þannig að núna er mom time og ég ætla bara að reyna að njóta eins og ég get,“ segir Steinunn. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Sport Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Ísland og Holland mætast klukkan 17:00 í dag í fyrsta leik stelpnanna okkar á Evrópumótinu. Steinunn fagnar því að vera með íslenska hópnum en í viðtali við Stöð 2 í byrjun árs sagðist hún hafa íhugað að leggja skóna á hilluna þegar hún gekk með son sinn sem fæddist í nóvember í fyrra. „Ég held það sé bara mikilvægt að njóta þess að vera í þessu meðan maður getur og meðan mér finnst þetta skemmtilegt. Maður þarf bara að vera heiðarlegur við sjálfan sig og spyrja sig að þessari spurningu. Ef svarið er já, mér finnst þetta skemmtilegt, þá held ég áfram. En svo þarf að sjá til hvað geta og skrokkur leyfa mér,“ sagði Steinunn í viðtali við Stöð 2 í febrúar á þessu ári. Þá var hún að feta fyrstu skrefin eftir að hafa átt drenginn Tryggva. Sá stutti með í för Getan, skrokkurinn og ástríðan virðast leyfa. „Ég er komin aðeins lengra en ég var komin þarna í febrúar og þess vegna er ég hér,“ segir Steinunn í samtali við fréttamann í Innsbruck. Aðspurð hvort EM hafi alltaf verið gulrótin segir hún: „Já, að sjálfsögðu. Maður vildi kannski ekki segja það upphátt. Það er mikil óvissa sem fylgir því að eiga barn og fæða. Ég vildi alltaf setja fyrirvara á það. Ég ætla bara að leyfa mér að segja að ég er stolt af sjálfri mér að vera komin á þann stað sem ég er komin á. Að sjálfsögðu var þetta markmiðið svona í bakhöndinni,“ segir Steinunn. Hún tók þá Tryggva, sem varð eins árs 18. nóvember síðastliðinn, með sér út til Austurríkis en hann er í góðum höndum hjá foreldrum hennar hér ytra á meðan mótinu stendur. „Hann er búinn að vera með mér. Ég gat ekki hugsað mér að vera svona lengi frá honum svo ég tók hann með mér út. Hann var með ömmu og afa en þau eru núna farin á annað hótel. Þannig að núna er mom time og ég ætla bara að reyna að njóta eins og ég get,“ segir Steinunn. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Viðtalið í heild er að neðan. Klippa: Viðtal við Steinunni
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Sport Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti