Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Jón Þór Stefánsson skrifar 3. desember 2024 09:02 Mörg brotanna sem ungu mennirnir eru grunaðir um eru sögð hafa verið framin í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Tveir ungir menn um tvítugt sem eru grunaðir um að ræna drengi, hóta þeim og beita ofbeldi, voru líka ákærðir fyrir brot í nánu sambandi í máli sem varðaði heiðursofbeldi. Í því máli voru átta fjölskyldumeðlimir konu ákærðir fyrir ýmis brot gagnvart henni, en einungis fjórir þeirra hlutu dóm, það voru foreldrar hennar, mágur og systir. Allir átta fjölskyldumeðlimirnir voru ákærðir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi með því að ógna lífi og heilsu konunnar með andlegu og líkamlegu ofbeldi, hótunum, ógnunum, húsbrotum, eignaspjöllum og þjófnaði. Þessi meintu brot voru sögð hafa varað frá júní 2022 til febrúar ári seinna. Í ákæru sagði að þau hefðu valdið konunni viðvarandi ógnarástandi, en fjölskyldumeðlimirnir hafi verið að reyna að nema dætur konunnar á brott. Líkt og áður segir hlutu einungis fjórir fjölskyldumeðlimanna dóm í málinu, en lesa má nánar um dóm Héraðsdóms Reykjaness hér. Fjögur rán í einum mánuði Greint var frá öðrum málum þessara tveggja ungu manna, sem eru fæddir árið 2003 og 2005, í lok ágúst á þessu ári, en þá voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fram kom að þriðji einstaklingurinn væri viðloðinn málið, ungur piltur, en sá var ekki úrskurðaður í varðhald vegna ungs aldurs. Meint brot mannanna virðast flest hafa átt sér stað í Hafnarfirði, meðal annars við verslunarmiðstöðina Fjörð, á Víðistaðatúni og við Hraunvallaskóla. Tveir gæsluvarðhaldsúrskurðir Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í lok ágúst varpa ljósi á háttsemina sem mennirnir eru grunaðir um. Saman eru þeir grunaðir um að fremja fjögur rán í ágúst á þessu ári, og innbrot og þjófnað úr geymslu í nóvember 2023. Hótuðu fjórtán ára pilti ofbeldi Í úrskurðunum er fyrsta ráninu, sem á að hafa verið fram 4. ágúst síðastliðinn, lýst þannig að fimm einstaklingar hafi gengið að fjórtán ára gömlum pilti á strætóstoppistöð. Þeir hafi hótað honum líkamsmeiðingum ef hann myndi ekki afhenda þeim belti af merkinu Louis Vuitton og silfurkeðju sem hann var með um hálsinn. Pilturinn gaf þeim munina og þeir hlupu í burtu. Pilturinn mun í kjölfarið hafa nefnt nafn eins þessara fimm, pilts sem er fæddur árið 2010. Í kjölfarið fann lögreglan þrjá sem pössuðu við lýsingar á þeim sem frömdu verknaðinn. Þar á meðal voru ungu mennirnir tveir og sá sem er fæddur árið 2010. Fram kemur að þeir hafi neitað að hafa framið ránið. Líflátshótanir á skólalóð Næsta rán mun hafa verið framið átta dögum seinna. Í úrskurðunum segir að þrír drengir hafi verið á skólalóð Hraunvallaskóla þegar fimm aðrir piltar og einn fullorðinn hafi nálgast þá. Einn úr hópnum hafi skipað einum drengjanna þriggja að millifæra á hann fimm þúsund krónur, og síðan hækkað kröfu sína í 20 þúsund. Drengurinn sagði að honum hafi verið hótað lífláti ef hann yrði ekki við kröfunni. Einn úr hópnum hafi verið með hníf og slegið í vasa sinn til að sýna drengnum hvar hann væri. Hann hafi síðan tekið farsímann af drengnum og hótað að brjóta símann ef drengurinn myndi ekki opna hann. Síminn hafi verið opnaður og 40 þúsund krónur millifærðar á af reikningi drengsins. Hópurinn hafi einnig leitað í vösum hinna drengjanna og hótað þeim líkamsmeiðingum ef þeir myndu tilkynna atvikið. Ungu mennirnir neita báðir sök í málinu. Ætluðu að slást en einn tók upp hníf Þriðja ráninu er lýst þannig að fimmtán ára piltur hafi ætlað að slást „einn á móti einum“ við verslunarmiðstöðina Fjörðinn þann 19 ágúst síðastliðinn.. Þegar þangað hafi verið komið hafi fleiri verið á vettvangi til að slást við hann. Eftir stutta stund hafi pilturinn sagst vera hættur og þá hafi einn þessara fimm tekið upp hníf og ógnað honum. Þeir hafi síðan tekið úlpu piltsins og farið í burtu. Í kjölfarið hafi þrír verið handteknir á vettvangi, en þar á meðal voru ungu mennirnir tveir. Annar þeirra var klæddur í umrædda úlpu. Þeir neita allir sök. Eitt ránið sem ungu mennirnir eru grunaðir um á að hafa átt sér stað við Fjörðinn í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Annað rán sama dag Samkvæmt úrskurðinum er grunur um að fjórða ránið hafi verið framið sama dag við Víðistaðatún í Hafnarfirði. Þar hafi fimmtán ára piltur verið umkringdur fimm drengjum og beðinn um að afhenda farsíma. Í fyrstu hafi pilturinn neitað þeim, en þá hafi honum verið hótað með brotinni skóflu og ógnað honum. Pilturinn hafi ekki þorað öðru en að afhenda honum símann í kjölfarið. Hann hafi verið hræddur um líf sitt og ekki þorað annað en að hleypa þeim í símann með andlitsauðkenningu. Í kjölfarið hafi einhver úr hópnum millifært 62 þúsund krónur af reikningi piltsins. Í fyrstu hafi þeir ætlað að færa peninginn af reikningi yfir á kortareikning piltsins, en það ekki gengið. Þá hafi þeir millifært peninginn á vin piltsins. Vinurinn hafi síðan verið tekinn, en hann sagðist ekki hafa upplifað sig frjálsan ferða sinna, og farið í hraðbanka, en ekki hafi tekist að ná upphæðinni af greiðslukortinu. „Í næsta skipti munt þú sjá hverjar afleiðingarnar verða“ Þeir eru grunaðir um hótanir í kjölfar síðasta ránsins. Sá sem er yngri er sagður hafa hann hringt í annan hvorn piltinn og beðið um að fá 62 þúsund krónurnar lagðar inn á sig. Honum hafi verið neitað um það, og hann svarað: „Next time I see you, you will see what happens,“ eða „Í næsta skipti munt þú sjá hverjar afleiðingarnar verða.“ Pilturinn mun hafa orðið mjög hræddur vegna þessa. Þá hafi hann heyrt frá vini sínum að verið væri að biðja um upplýsingar um hann og hvar hann ætti heima. Móðir hans mun jafnframt hafa verið orðin mjög hrædd um að þessir einstaklingar myndu mæta heim til þeirra. Tvö málanna varða Strætó með einum eða öðrum hætti. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Hópárás fyrir tveimur árum Ungu mennirnir eru báðir eru grunaðir um fleiri brot hvor í sínu lagi. Sá sem er fæddur 2003 er grunaður um þjófnaðarbrot, vörslu fíkniefna, og vopnalagabrot. Hinn, sem er fæddur 2005, er grunaður um þrjár líkamsárásir og fyrir að sprauta úr úðabrúsa yfir fimmtán manns. Samkvæmt úrskurðinum átti fyrsta líkamsárásin sér stað í október 2022 þegar hópur pilta réðst á einn fjórtán ára dreng. Ungi maðurinn sagðist saklaus og þekkti sig á myndefni sem er til af atvikinu og viðurkenndi að hafa slegið drenginn tveimur höggum. Hann sagði drenginn þó hafa byrjað þar sem hann hefði viljað „ríða vinkonu vinar síns“. Hættuleg atlaga eftir strætóferð hefði getað valdið andláti Annarri líkamsárásinni mun hafa átt sér stað í og við strætóskýli. Í úrskurðinum er atvikum lýst þannig að maður hafi verið í strætó ásamt stórum hópi unglinga, sem voru um tuttugu talsins. Þegar vagninn hafi stoppað til að hleypa unglingunum út hafi einn þeirra kýlt manninn og hlaupið út. Maðurinn hafi stigið út á eftir honum ásamt öllum hinum unglingunum, en hann hafi vonast til að halda unglingnum þangað til lögreglan kæmi á staðinn. Hann hafi þó séð að hann stæði einn á móti stórum hóp og ætlaði aftur inn í vagninn en þá ók bílstjórinn í burtu. Í kjölfarið hafi hópurinn ráðist á manninn. Hann sagði unglingana hafa verið tekinn hálstaki, og þá hafi hópurinn sparkað í hann þegar hann lá. Þegar lögreglu bar að garði hafi unglingarnir hlaupið í burtu, en haft hendur í hári fjögurra úr hópnum. Fram kemur að maðurinn hafi hlotið tvö brotin rifbein og aðra áverka víðs vegar um líkamann. Haft er eftir lækni á bráðamóttökunni að um hættulega atlögu hafi verið að ræða, endurtekin spörk geti valdið varanlegum heilaskaða, og jafnvel andláti. Framburður brotaþola ekki trúverðugur að öllu leyti Þriðja málinu er lýst sem stórfelldri líkamsárás í úrskurði lögreglu sem ungi maðurinn á að hafa framið með öðrum, en hún á að hafa átt sér stað þann 3. ágúst 2023. Þar er ungi maðurinn grunaður um að keyra að manni á vespu og lemja hann í höndina með „útdraganlegri kylfu“. Þó kemur fram að framburður þess sem varð fyrir meintri árás sé á reiki og ekki trúverðugur að öllu leyti, og að hann hafi ekki kært málið. Ungi maðurinn neitar öllu. Fimmtán þurftu aðhlynningu eftir úðabrúsaárás Þá er ungi maðurinn einnig grunaður um að sprauta úr úðabrúsa yfir fjölda fólks í apríl 2023. Hann er talinn hafa, ásamt öðrum, ekið upp að hópi fólks sem var fyrir utan skemmtistað, og sprautað úr brúsanum yfir fimmtán manns. Þessi fimmtán þurftu á aðhlynningu að halda í kjölfarið. Ekki kemur fram hvers konar efni var í brúsanum. Ungi maðurinn var handtekinn skömmu seinna, en fatnaður hans er sagður passa við þann fatnað sem sá sem framdi verknaðinn sást í á öryggismyndavélum. Hann neitaði þó sök. Lögreglumál Dómsmál Hafnarfjörður Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira
Allir átta fjölskyldumeðlimirnir voru ákærðir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi með því að ógna lífi og heilsu konunnar með andlegu og líkamlegu ofbeldi, hótunum, ógnunum, húsbrotum, eignaspjöllum og þjófnaði. Þessi meintu brot voru sögð hafa varað frá júní 2022 til febrúar ári seinna. Í ákæru sagði að þau hefðu valdið konunni viðvarandi ógnarástandi, en fjölskyldumeðlimirnir hafi verið að reyna að nema dætur konunnar á brott. Líkt og áður segir hlutu einungis fjórir fjölskyldumeðlimanna dóm í málinu, en lesa má nánar um dóm Héraðsdóms Reykjaness hér. Fjögur rán í einum mánuði Greint var frá öðrum málum þessara tveggja ungu manna, sem eru fæddir árið 2003 og 2005, í lok ágúst á þessu ári, en þá voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Fram kom að þriðji einstaklingurinn væri viðloðinn málið, ungur piltur, en sá var ekki úrskurðaður í varðhald vegna ungs aldurs. Meint brot mannanna virðast flest hafa átt sér stað í Hafnarfirði, meðal annars við verslunarmiðstöðina Fjörð, á Víðistaðatúni og við Hraunvallaskóla. Tveir gæsluvarðhaldsúrskurðir Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í lok ágúst varpa ljósi á háttsemina sem mennirnir eru grunaðir um. Saman eru þeir grunaðir um að fremja fjögur rán í ágúst á þessu ári, og innbrot og þjófnað úr geymslu í nóvember 2023. Hótuðu fjórtán ára pilti ofbeldi Í úrskurðunum er fyrsta ráninu, sem á að hafa verið fram 4. ágúst síðastliðinn, lýst þannig að fimm einstaklingar hafi gengið að fjórtán ára gömlum pilti á strætóstoppistöð. Þeir hafi hótað honum líkamsmeiðingum ef hann myndi ekki afhenda þeim belti af merkinu Louis Vuitton og silfurkeðju sem hann var með um hálsinn. Pilturinn gaf þeim munina og þeir hlupu í burtu. Pilturinn mun í kjölfarið hafa nefnt nafn eins þessara fimm, pilts sem er fæddur árið 2010. Í kjölfarið fann lögreglan þrjá sem pössuðu við lýsingar á þeim sem frömdu verknaðinn. Þar á meðal voru ungu mennirnir tveir og sá sem er fæddur árið 2010. Fram kemur að þeir hafi neitað að hafa framið ránið. Líflátshótanir á skólalóð Næsta rán mun hafa verið framið átta dögum seinna. Í úrskurðunum segir að þrír drengir hafi verið á skólalóð Hraunvallaskóla þegar fimm aðrir piltar og einn fullorðinn hafi nálgast þá. Einn úr hópnum hafi skipað einum drengjanna þriggja að millifæra á hann fimm þúsund krónur, og síðan hækkað kröfu sína í 20 þúsund. Drengurinn sagði að honum hafi verið hótað lífláti ef hann yrði ekki við kröfunni. Einn úr hópnum hafi verið með hníf og slegið í vasa sinn til að sýna drengnum hvar hann væri. Hann hafi síðan tekið farsímann af drengnum og hótað að brjóta símann ef drengurinn myndi ekki opna hann. Síminn hafi verið opnaður og 40 þúsund krónur millifærðar á af reikningi drengsins. Hópurinn hafi einnig leitað í vösum hinna drengjanna og hótað þeim líkamsmeiðingum ef þeir myndu tilkynna atvikið. Ungu mennirnir neita báðir sök í málinu. Ætluðu að slást en einn tók upp hníf Þriðja ráninu er lýst þannig að fimmtán ára piltur hafi ætlað að slást „einn á móti einum“ við verslunarmiðstöðina Fjörðinn þann 19 ágúst síðastliðinn.. Þegar þangað hafi verið komið hafi fleiri verið á vettvangi til að slást við hann. Eftir stutta stund hafi pilturinn sagst vera hættur og þá hafi einn þessara fimm tekið upp hníf og ógnað honum. Þeir hafi síðan tekið úlpu piltsins og farið í burtu. Í kjölfarið hafi þrír verið handteknir á vettvangi, en þar á meðal voru ungu mennirnir tveir. Annar þeirra var klæddur í umrædda úlpu. Þeir neita allir sök. Eitt ránið sem ungu mennirnir eru grunaðir um á að hafa átt sér stað við Fjörðinn í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Annað rán sama dag Samkvæmt úrskurðinum er grunur um að fjórða ránið hafi verið framið sama dag við Víðistaðatún í Hafnarfirði. Þar hafi fimmtán ára piltur verið umkringdur fimm drengjum og beðinn um að afhenda farsíma. Í fyrstu hafi pilturinn neitað þeim, en þá hafi honum verið hótað með brotinni skóflu og ógnað honum. Pilturinn hafi ekki þorað öðru en að afhenda honum símann í kjölfarið. Hann hafi verið hræddur um líf sitt og ekki þorað annað en að hleypa þeim í símann með andlitsauðkenningu. Í kjölfarið hafi einhver úr hópnum millifært 62 þúsund krónur af reikningi piltsins. Í fyrstu hafi þeir ætlað að færa peninginn af reikningi yfir á kortareikning piltsins, en það ekki gengið. Þá hafi þeir millifært peninginn á vin piltsins. Vinurinn hafi síðan verið tekinn, en hann sagðist ekki hafa upplifað sig frjálsan ferða sinna, og farið í hraðbanka, en ekki hafi tekist að ná upphæðinni af greiðslukortinu. „Í næsta skipti munt þú sjá hverjar afleiðingarnar verða“ Þeir eru grunaðir um hótanir í kjölfar síðasta ránsins. Sá sem er yngri er sagður hafa hann hringt í annan hvorn piltinn og beðið um að fá 62 þúsund krónurnar lagðar inn á sig. Honum hafi verið neitað um það, og hann svarað: „Next time I see you, you will see what happens,“ eða „Í næsta skipti munt þú sjá hverjar afleiðingarnar verða.“ Pilturinn mun hafa orðið mjög hræddur vegna þessa. Þá hafi hann heyrt frá vini sínum að verið væri að biðja um upplýsingar um hann og hvar hann ætti heima. Móðir hans mun jafnframt hafa verið orðin mjög hrædd um að þessir einstaklingar myndu mæta heim til þeirra. Tvö málanna varða Strætó með einum eða öðrum hætti. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Hópárás fyrir tveimur árum Ungu mennirnir eru báðir eru grunaðir um fleiri brot hvor í sínu lagi. Sá sem er fæddur 2003 er grunaður um þjófnaðarbrot, vörslu fíkniefna, og vopnalagabrot. Hinn, sem er fæddur 2005, er grunaður um þrjár líkamsárásir og fyrir að sprauta úr úðabrúsa yfir fimmtán manns. Samkvæmt úrskurðinum átti fyrsta líkamsárásin sér stað í október 2022 þegar hópur pilta réðst á einn fjórtán ára dreng. Ungi maðurinn sagðist saklaus og þekkti sig á myndefni sem er til af atvikinu og viðurkenndi að hafa slegið drenginn tveimur höggum. Hann sagði drenginn þó hafa byrjað þar sem hann hefði viljað „ríða vinkonu vinar síns“. Hættuleg atlaga eftir strætóferð hefði getað valdið andláti Annarri líkamsárásinni mun hafa átt sér stað í og við strætóskýli. Í úrskurðinum er atvikum lýst þannig að maður hafi verið í strætó ásamt stórum hópi unglinga, sem voru um tuttugu talsins. Þegar vagninn hafi stoppað til að hleypa unglingunum út hafi einn þeirra kýlt manninn og hlaupið út. Maðurinn hafi stigið út á eftir honum ásamt öllum hinum unglingunum, en hann hafi vonast til að halda unglingnum þangað til lögreglan kæmi á staðinn. Hann hafi þó séð að hann stæði einn á móti stórum hóp og ætlaði aftur inn í vagninn en þá ók bílstjórinn í burtu. Í kjölfarið hafi hópurinn ráðist á manninn. Hann sagði unglingana hafa verið tekinn hálstaki, og þá hafi hópurinn sparkað í hann þegar hann lá. Þegar lögreglu bar að garði hafi unglingarnir hlaupið í burtu, en haft hendur í hári fjögurra úr hópnum. Fram kemur að maðurinn hafi hlotið tvö brotin rifbein og aðra áverka víðs vegar um líkamann. Haft er eftir lækni á bráðamóttökunni að um hættulega atlögu hafi verið að ræða, endurtekin spörk geti valdið varanlegum heilaskaða, og jafnvel andláti. Framburður brotaþola ekki trúverðugur að öllu leyti Þriðja málinu er lýst sem stórfelldri líkamsárás í úrskurði lögreglu sem ungi maðurinn á að hafa framið með öðrum, en hún á að hafa átt sér stað þann 3. ágúst 2023. Þar er ungi maðurinn grunaður um að keyra að manni á vespu og lemja hann í höndina með „útdraganlegri kylfu“. Þó kemur fram að framburður þess sem varð fyrir meintri árás sé á reiki og ekki trúverðugur að öllu leyti, og að hann hafi ekki kært málið. Ungi maðurinn neitar öllu. Fimmtán þurftu aðhlynningu eftir úðabrúsaárás Þá er ungi maðurinn einnig grunaður um að sprauta úr úðabrúsa yfir fjölda fólks í apríl 2023. Hann er talinn hafa, ásamt öðrum, ekið upp að hópi fólks sem var fyrir utan skemmtistað, og sprautað úr brúsanum yfir fimmtán manns. Þessi fimmtán þurftu á aðhlynningu að halda í kjölfarið. Ekki kemur fram hvers konar efni var í brúsanum. Ungi maðurinn var handtekinn skömmu seinna, en fatnaður hans er sagður passa við þann fatnað sem sá sem framdi verknaðinn sást í á öryggismyndavélum. Hann neitaði þó sök.
Lögreglumál Dómsmál Hafnarfjörður Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Sjá meira