Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 16:22 Brynjar Níelsson er nú endanlega hættur í stjórnmálum. Hér er ein síðasta myndin sem náðist af honum í kosningaham en hann lét til sín taka í kosningabaráttunni fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem 3. maður á lista í Reykjavík suður. Hann lagði ýmislegt á sig, meðal annars skráði hann sig á Instagram. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík suður segist, í grátklökku kveðjubréfi, líklega vera að setja Íslandsmet í að hætta í pólitík en nú er komið að leiðarlokum hjá þessari Facebookstjörnu Sjálfstæðisflokksins. „Ég er farinn að venjast því að sofna inni en vakna úti. Slíkt gerðist ekki hjá okkur Soffíu í gamla daga. En nú er loksins komið að leiðarlokum hjá mér í stjórnmálum,“ segir Brynjar í kveðjupistli á Facebook sem birtist fyrir fáeinum mínútum. Hefði ekki getað verið á þingi án Pírata Brynjar var inni á tímabili í nótt en svo fór að lokum að hann náði ekki inn. Hann vitnar í konu sína sem segir honum að hann geti hvort sem er ekki verið á Alþingi án Pírata. Hann hefði bara reytt hár sitt og klórað til blóðs að þurfa hlusta á alla þessa þingmenn sem ætla að gera allt fyrir alla og lækka verðbólgu og vexti í leiðinni. „Ég er hvorki sár né svekktur enda vissi ég að brekkan var brött og löng. Ég vil þakka þeim sjálfstæðismönnum sem lögðu dag við nótt í kosningabaráttunni og sýndu ótrúlega eljusemi og baráttuvilja. Ég mun mest sakna þeirra,“ segir Brynjar á viðkvæmum nótum. Nú mun hann að sögn leita á önnur og ólík mið því andlegt og líkamlegt atgervi hans sé enn gott þótt margir gætu haldið annað. Sjálfstæðisflokkurinn þarf í naflaskoðun Brynjar segist mjög sáttur við ár sín í stjórnmálum. Hann hafi verið hluti af meirihlutasamstarfi síðasta áratuginn sem náði góðum árangri og oftast við erfiðar aðstæður. Brynjar hvetur sína gömlu félaga til að fara nú í rækilega naflaskoðun. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í naflaskoðun eftir þessar kosningar. Dugir skammt í mínum huga að benda á marga nýja flokka hægri megin við miðjuna, sem eru ekki einu sinni til hægri þegar betur er að gáð. Ef flokkurinn ætlar að vera áfram leiðandi í íslenskri pólitík þarf hugrekki, tala skýrt fyrir stefnunni og lesa salinn. Þá er ég að tala um eigin sal en ekki sali annarra til að reyna að þóknast öllum.“ Brynjar kveður að endingu með spurningu sem blaðamaður Vísis hefur því miður ekkert svar við: „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“ Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
„Ég er farinn að venjast því að sofna inni en vakna úti. Slíkt gerðist ekki hjá okkur Soffíu í gamla daga. En nú er loksins komið að leiðarlokum hjá mér í stjórnmálum,“ segir Brynjar í kveðjupistli á Facebook sem birtist fyrir fáeinum mínútum. Hefði ekki getað verið á þingi án Pírata Brynjar var inni á tímabili í nótt en svo fór að lokum að hann náði ekki inn. Hann vitnar í konu sína sem segir honum að hann geti hvort sem er ekki verið á Alþingi án Pírata. Hann hefði bara reytt hár sitt og klórað til blóðs að þurfa hlusta á alla þessa þingmenn sem ætla að gera allt fyrir alla og lækka verðbólgu og vexti í leiðinni. „Ég er hvorki sár né svekktur enda vissi ég að brekkan var brött og löng. Ég vil þakka þeim sjálfstæðismönnum sem lögðu dag við nótt í kosningabaráttunni og sýndu ótrúlega eljusemi og baráttuvilja. Ég mun mest sakna þeirra,“ segir Brynjar á viðkvæmum nótum. Nú mun hann að sögn leita á önnur og ólík mið því andlegt og líkamlegt atgervi hans sé enn gott þótt margir gætu haldið annað. Sjálfstæðisflokkurinn þarf í naflaskoðun Brynjar segist mjög sáttur við ár sín í stjórnmálum. Hann hafi verið hluti af meirihlutasamstarfi síðasta áratuginn sem náði góðum árangri og oftast við erfiðar aðstæður. Brynjar hvetur sína gömlu félaga til að fara nú í rækilega naflaskoðun. „Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í naflaskoðun eftir þessar kosningar. Dugir skammt í mínum huga að benda á marga nýja flokka hægri megin við miðjuna, sem eru ekki einu sinni til hægri þegar betur er að gáð. Ef flokkurinn ætlar að vera áfram leiðandi í íslenskri pólitík þarf hugrekki, tala skýrt fyrir stefnunni og lesa salinn. Þá er ég að tala um eigin sal en ekki sali annarra til að reyna að þóknast öllum.“ Brynjar kveður að endingu með spurningu sem blaðamaður Vísis hefur því miður ekkert svar við: „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“
Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira