Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Aron Guðmundsson skrifar 5. desember 2024 08:01 Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Getty „Þetta var eiginlega algjör viðbjóður," segir atvinnumaðurinn í fótbolta, Arnór Sigurðsson sem nálgast endurkomu á völlinn eftir langvinn veikindi og meiðsli ofan á þau. Reynsla sem hefur skerpt sýn hans á það góða í lífinu. Óhætt er að segja að undanfarnir mánuðir hafi tekið á fyrir Skagamanninn sem hefur aðeins náð að koma við sögu í sjö leikjum með liði sínu Blackburn Rovers á Englandi. Þrálát veikindi sem stóðu yfir í rúma tvo mánuði settu strik í reikninginn. „Þetta hefur tekið mjög mikið á,“ segir Arnór í samtali við íþróttadeild. „Verið drulluerfitt. Byrjaði með þessum veikindum sem ég var alveg tvo og hálfan mánuð að jafna mig á. Þegar að það var svo orðið gott meiðist ég framan á læri. Svo þegar að ég var alveg að vera klár eftir það meiðist ég aftan í kálfa. Vægt til orða tekið er þetta búið að vera erfitt. Þetta hefur verið alvöru áskorun, líkamlega og andlega, en þetta er hluti af fótboltanum og ekkert annað í stöðunni en að setja hausinn niður.“ Arnór fór að finna fyrir einkennum veikindanna tveimur vikum fyrir landsleik Íslands og Tyrklands úti í Tyrklandi í upphafi september. „Þetta byrjaði þannig að ég missti matarlyst og gat ekki haldið neinum mat niðri. Þegar að ég borðaði ældi ég annað hvort matnum upp eða leið eins og ég þyrfti að æla honum upp. Það var staðan í um einn mánuð. Ég byrjaði á einhverjum lyfjum sem hjálpuðu mér ekki fyrst um sinn og svo kom að þeim tímapunkti að þetta var orðið það slæmt að ég var hættur að geta æft. Orkuleysið varð mikið því ég gat náttúrulega ekkert borðað. Ég fór í magaspeglun og þá fundust miklar bólgur í maganum. Sýra og bólgur. Þá loks fannst orsökin og þá hélt ég áfram á lyfjunum í einhvern mánuð til viðbótar, eða þar til þau fóru að virka. Þetta var eiginlega algjör viðbjóður. Þetta voru að ég held tveir erfiðustu mánuðir ferilsins. Ef ekki lífsins.“ Arnór Sigurðsson fagnar sigurmarki sínu gegn Oxford United. Sem er einn þeirra sjö leikja sem Arnór hefur komið við sögu í á tímabilinuGetty/Lee Parker Arnór vann sig upp úr veikindunum en var þá ekki sloppinn fyrir horn því hann átti eftir að lenda í tveimur vöðvameiðslum. „Þeir tengja þessi vöðvameiðsli við veikindin. Því þegar að þú ert vanur að borða og æfa eins og atvinnumaður á hverjum degi og allt í einu hættir því þá auðvitað bregst líkaminn við. Síðan þegar að maður kemst aftur í sína rútínu þá er líkaminn ekki á sama stað og þegar að þú hættir. Bæði þessi vöðvameiðsl tengja læknarnir við þessar bólgur í maganum, þessi veikindi.“ „Erfiðast var að takast á við þetta í byrjun þegar að mér leið svona illa. Ég kom heim eftir æfingar og það eina sem mig langaði til að gera var bara að fara sofa. Mér leið það illa. Það er hræðilegt. En ég á góða fjölskyldu og vini í kringum mig sem voru til staðar. Svo auðvitað þegar að ég kem til baka og er orðinn góður eftir veikindin togna ég framan á læri. Það var líka högg því að maður hélt að maður væri kominn til baka. Ég náði að spila tvo til þrjá leiki og var kominn í fínt stand og þá er maður aftur laminn niður á jörðina. Það tók á en tók þessa tvo til þrjá daga að koma hausnum aftur á réttan stað. Eftir þungt högg þýðir ekkert annað en að halda áfram sem og ég gerði. Síðustu æfinguna með styrktar þjálfurunum, áður en að ég átti að fara byrja æfa aftur með aðalliðinu, finn ég til aftan í kálfa og þá kemur í ljós væg tognun. Það var mjög erfitt líka því þá er maður aftur svo nálægt því að vera kominn til baka. Sérstaklega var það súrt að missa af landsliðsverkefnunum í október og nóvember.“ Arnór hefur verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum undanfarin ár.Vísir/Hulda Margrét Hellings lærdómur Arnór er þakklátur fyrir fólkið í sínum innsta hring. „Ég er með besta fólkið í kringum mig. Fjölskyldu, vini og fólkið hér hjá Blackburn. Þau skilja að þetta er búið að vera þungt fyrir mig og gera því allt sem þau geta til að hjálpa mér. En á sama tíma þroskast maður svo mikið sem einstaklingur þegar að maður gengur í gegnum svona. Bæði sem fótboltamaður en einnig karakter. Þetta hefur verið hellings lærdómur þó þetta hafi verið erfitt. Maður mun horfa til baka einhvern daginn og sjá hvað maður lærði mikið af þessu. Það að kunna meta það að líða vel á hverjum degi, líða vel þegar að maður vaknar og líða vel þegar að maður fer að sofa. Ég mun aldrei aftur taka því sem sjálfsögðum hlut.“ Skagamaðurinn nálgast nú þann tímapunkt að geta snúið aftur á völlinn en hann vill flýta sér hægt. „Það er núna liðin rúm vika síðan að meiðslin í kálfanum áttu sér stað og það er reiknað með tveimur til þremur vikum í viðbót fyrir mig í endurhæfingu. Þetta þarf að gerast hægt og rólega þar sem að ég er núna búinn að meiðast tvisvar sinnum í röð. Það er betra að taka þá eina auka viku í að koma sér til baka heldur en að verða fyrir bakslagi.“ Enski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Fótbolti Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Fótbolti Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Körfubolti Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Fótbolti Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich Enski boltinn LeBron í leyfi hjá Lakers af persónulegum ástæðum Körfubolti Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Handbolti Áhugi á Arnóri innan sem og utan Englands Fótbolti HM í pílu hefst í dag: Öld Luke-anna runnin upp Sport Segist ekkert hafa rætt við Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Arsenal fann enga leið gegn Everton Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Sjá meira
Óhætt er að segja að undanfarnir mánuðir hafi tekið á fyrir Skagamanninn sem hefur aðeins náð að koma við sögu í sjö leikjum með liði sínu Blackburn Rovers á Englandi. Þrálát veikindi sem stóðu yfir í rúma tvo mánuði settu strik í reikninginn. „Þetta hefur tekið mjög mikið á,“ segir Arnór í samtali við íþróttadeild. „Verið drulluerfitt. Byrjaði með þessum veikindum sem ég var alveg tvo og hálfan mánuð að jafna mig á. Þegar að það var svo orðið gott meiðist ég framan á læri. Svo þegar að ég var alveg að vera klár eftir það meiðist ég aftan í kálfa. Vægt til orða tekið er þetta búið að vera erfitt. Þetta hefur verið alvöru áskorun, líkamlega og andlega, en þetta er hluti af fótboltanum og ekkert annað í stöðunni en að setja hausinn niður.“ Arnór fór að finna fyrir einkennum veikindanna tveimur vikum fyrir landsleik Íslands og Tyrklands úti í Tyrklandi í upphafi september. „Þetta byrjaði þannig að ég missti matarlyst og gat ekki haldið neinum mat niðri. Þegar að ég borðaði ældi ég annað hvort matnum upp eða leið eins og ég þyrfti að æla honum upp. Það var staðan í um einn mánuð. Ég byrjaði á einhverjum lyfjum sem hjálpuðu mér ekki fyrst um sinn og svo kom að þeim tímapunkti að þetta var orðið það slæmt að ég var hættur að geta æft. Orkuleysið varð mikið því ég gat náttúrulega ekkert borðað. Ég fór í magaspeglun og þá fundust miklar bólgur í maganum. Sýra og bólgur. Þá loks fannst orsökin og þá hélt ég áfram á lyfjunum í einhvern mánuð til viðbótar, eða þar til þau fóru að virka. Þetta var eiginlega algjör viðbjóður. Þetta voru að ég held tveir erfiðustu mánuðir ferilsins. Ef ekki lífsins.“ Arnór Sigurðsson fagnar sigurmarki sínu gegn Oxford United. Sem er einn þeirra sjö leikja sem Arnór hefur komið við sögu í á tímabilinuGetty/Lee Parker Arnór vann sig upp úr veikindunum en var þá ekki sloppinn fyrir horn því hann átti eftir að lenda í tveimur vöðvameiðslum. „Þeir tengja þessi vöðvameiðsli við veikindin. Því þegar að þú ert vanur að borða og æfa eins og atvinnumaður á hverjum degi og allt í einu hættir því þá auðvitað bregst líkaminn við. Síðan þegar að maður kemst aftur í sína rútínu þá er líkaminn ekki á sama stað og þegar að þú hættir. Bæði þessi vöðvameiðsl tengja læknarnir við þessar bólgur í maganum, þessi veikindi.“ „Erfiðast var að takast á við þetta í byrjun þegar að mér leið svona illa. Ég kom heim eftir æfingar og það eina sem mig langaði til að gera var bara að fara sofa. Mér leið það illa. Það er hræðilegt. En ég á góða fjölskyldu og vini í kringum mig sem voru til staðar. Svo auðvitað þegar að ég kem til baka og er orðinn góður eftir veikindin togna ég framan á læri. Það var líka högg því að maður hélt að maður væri kominn til baka. Ég náði að spila tvo til þrjá leiki og var kominn í fínt stand og þá er maður aftur laminn niður á jörðina. Það tók á en tók þessa tvo til þrjá daga að koma hausnum aftur á réttan stað. Eftir þungt högg þýðir ekkert annað en að halda áfram sem og ég gerði. Síðustu æfinguna með styrktar þjálfurunum, áður en að ég átti að fara byrja æfa aftur með aðalliðinu, finn ég til aftan í kálfa og þá kemur í ljós væg tognun. Það var mjög erfitt líka því þá er maður aftur svo nálægt því að vera kominn til baka. Sérstaklega var það súrt að missa af landsliðsverkefnunum í október og nóvember.“ Arnór hefur verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum undanfarin ár.Vísir/Hulda Margrét Hellings lærdómur Arnór er þakklátur fyrir fólkið í sínum innsta hring. „Ég er með besta fólkið í kringum mig. Fjölskyldu, vini og fólkið hér hjá Blackburn. Þau skilja að þetta er búið að vera þungt fyrir mig og gera því allt sem þau geta til að hjálpa mér. En á sama tíma þroskast maður svo mikið sem einstaklingur þegar að maður gengur í gegnum svona. Bæði sem fótboltamaður en einnig karakter. Þetta hefur verið hellings lærdómur þó þetta hafi verið erfitt. Maður mun horfa til baka einhvern daginn og sjá hvað maður lærði mikið af þessu. Það að kunna meta það að líða vel á hverjum degi, líða vel þegar að maður vaknar og líða vel þegar að maður fer að sofa. Ég mun aldrei aftur taka því sem sjálfsögðum hlut.“ Skagamaðurinn nálgast nú þann tímapunkt að geta snúið aftur á völlinn en hann vill flýta sér hægt. „Það er núna liðin rúm vika síðan að meiðslin í kálfanum áttu sér stað og það er reiknað með tveimur til þremur vikum í viðbót fyrir mig í endurhæfingu. Þetta þarf að gerast hægt og rólega þar sem að ég er núna búinn að meiðast tvisvar sinnum í röð. Það er betra að taka þá eina auka viku í að koma sér til baka heldur en að verða fyrir bakslagi.“
Enski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Fótbolti Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Fótbolti Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Körfubolti Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Fótbolti Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich Enski boltinn LeBron í leyfi hjá Lakers af persónulegum ástæðum Körfubolti Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Handbolti Áhugi á Arnóri innan sem og utan Englands Fótbolti HM í pílu hefst í dag: Öld Luke-anna runnin upp Sport Segist ekkert hafa rætt við Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Arsenal fann enga leið gegn Everton Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Furðulegt fagn sem enginn skilur „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Guardiola: Man. City verður síðasta félagið sem ég stýri Gagnrýnir stjórn eigin félags Arsenal gæti sótt manninn sem hætti fljótt hjá Man. Utd „Var svo hræddur um hvað yrði um hann“ Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio Kom í veg fyrir spjald liðsfélaga síns hjá Chelsea Sjá meira