Erlent

Hyggur á náðun uppreisnarseggja og af­nám sjálf­virks ríkis­borgara­réttar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Trump átti fund með Vilhjálmi Bretaprins á heimili sendiherra Bretlands í París á laugardag.
Trump átti fund með Vilhjálmi Bretaprins á heimili sendiherra Bretlands í París á laugardag. Getty/Aaron Chown

Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, segist ætla að skoða það alvarlega að náða þá sem voru sakfelldir fyrir árásina á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021, eftir að honum mistókst að ná endurkjöri.

Þetta kom fram í viðtali við Trump á NBC sjónvarpsstöðinni en þetta var fyrsta sjónvarpsviðtalið sem Trump veitir einni af stóru stöðvunum ytra frá því hann sigraði í forsetakosningunum á dögunum. 

Trump segir að fólkið sem hlaut dómanna búi nú í helvíti og því verði það hans fyrsta verk að líta til náðunar þeirra. 

Þá endurtók hann í viðtalinu loforð sitt um að afnema sjálfvirkan ríkisborgararétt allra þeirra sem fæðast í Bandaríkjunum, jafnvel þótt foreldrar þeirra séu þar ólöglega. 

Trump tekur til starfa í Hvíta húsinu þann 20. janúar næstkomandi og í viðtalinu lofaði hann því að fyrsta daginn myndi hann skrifa undir fjöldann allan af tilskipunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×