Erlent

Fimm látnir eftir skot­á­rás í grunn­skóla

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Í skólanum voru skólastig frá leikskóla og upp í menntaskóla.
Í skólanum voru skólastig frá leikskóla og upp í menntaskóla. AP

Fimm hið minnsta eru látin og þar á meðal barn eftir að skotárás var gerð í skóla í borginni Madison í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna. Fleiri eru særðir.

Árásarmaðurinn er meðal þeirra látnu að sögn lögregluyfirvalda á svæðinu en hann hóf skothríð í Abundant Life Christian School fyrr í dag og viðbragðsaðilar komu að honum látnum án þess að hafa hleypt af byssum sínum.

Tony Evers ríkisstjóri Wisconsin-ríkis harmaði árásina á samfélagsmiðlum og þakkaði viðbragðsaðilum skjót viðbrögð.

Guardian hefur eftir lögreglunni í Madison að rannsókn sé þegar hafin og að upplýsingum verði miðlað eftir því sem þær berist. Fólk er hvatt til að halda sig frá svæðinu.

Við skólann eru um 400 hundruð nemendur allt frá leikskólaaldri og upp í menntaskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×