Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. desember 2024 17:50 Þær Inga, Kristrún og Þorgerður Katrín tilkynntu það að stjórnarsáttmáli verði kynntur um helgina vísir/bjarni Formenn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar stefna að því að kynna stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um helgina. Þá hefur skipting ráðuneyta sömuleiðis verið rædd. Frá þessu greindu þær á blaðamannafundi nú síðdegis. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði þjóðina virkilega blessaða, fái hún „þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf“. „Við erum búin að funda stíft í vikunni og erum komin á þann stað að við erum búin að ná saman. Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar staðfestir að skipting ráðuneyta hafi verið rædd. „Við munum kynna það fyrir okkar fólki núna á næstunni,“ segir Þorgerður Katrín. Þær vildu þó ekki gefa upp hvar verði fækkað í ráðuneytum. Sýnt verði á spilin um helgina. „Við stefnum að því að kynna stjórnarsáttmálann, og já mynda nýja ríkisstjórn í kjölfarið,“ segir Kristrún. Inga gefur lífeyrissjóðsbreytingar eftir Inga Sæland segir að í ljós hafi komið að mun fleira hafi sameinað flokkana eftir að viðræður hófust. Mikið traust og mikil hlýja ríki. „Ef þið fáið þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf, þá myndi ég segja að þjóðin okkar væri virkilega blessuð,“ segir Inga. „Ég hlakka til að takast á við þetta, og það gerum við allar, við erum bjartsýnar og brosandi. Ég segi bara áfram veginn.“ Inga gaf það einnig upp að hugmyndir hennar flokks um 450 þúsund króna lágmarksframfærslu, fjármagnaða með breytingum á lífeyrissjóðskerfinu, hafi ekki náð fram að ganga í viðræðunum. „Það hefði verið afskaplega ánægjulegt ef við hefðum fengið 51 prósent, þá gengi það væntanlega upp. Við lögðum áherslu á það hvernig við ætluðum að fjármagna 450 þúsund krónur, það var með staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði. Um það náðist ekki sátt, en í staðinn munum við stíga sameiginlega mörg stór og falleg skref í þágu þeirra sem Flokkur fólksins ber fyrir brjósti. Ég hlakka bara til að sýna á spilin þannig að fólkið okkar geti litið björtum augum fram á veginn,“ segir Inga. Mikil hjálp frá stjórnsýslunni Kristrún segir mikið magn gagna hafi borist frá stjórnsýslunni í viðræðunum, hátt í sextíu minnisblöð. „Við höfum legið yfir miklum smáatriðum, okkar traust byggir á því að við höfum náð saman um ákveðnar staðreyndir,“ segir Kristrún sem þakkar fyrir hjálpina úr stjórnsýslunni. Hún vildi ekki gefa upp hvort hún hefði valið ráðherraembætti, en sagði að leitast hafi verið við að mynda „samheldinn hóp“ og máli skipti að fólk verði í stöðum þar sem það getur komið hlutum í verk Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við vandlega yfir nýjustu tíðindi af kórónuveirufaraldrinum hér heima og utanlands. 15. apríl 2021 18:00 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira
Frá þessu greindu þær á blaðamannafundi nú síðdegis. Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði þjóðina virkilega blessaða, fái hún „þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf“. „Við erum búin að funda stíft í vikunni og erum komin á þann stað að við erum búin að ná saman. Við erum að ganga frá lokaendum í málum og við verðum að funda með okkar fólki. En við stefnum að því að kynna sáttmála núna um helgina,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar staðfestir að skipting ráðuneyta hafi verið rædd. „Við munum kynna það fyrir okkar fólki núna á næstunni,“ segir Þorgerður Katrín. Þær vildu þó ekki gefa upp hvar verði fækkað í ráðuneytum. Sýnt verði á spilin um helgina. „Við stefnum að því að kynna stjórnarsáttmálann, og já mynda nýja ríkisstjórn í kjölfarið,“ segir Kristrún. Inga gefur lífeyrissjóðsbreytingar eftir Inga Sæland segir að í ljós hafi komið að mun fleira hafi sameinað flokkana eftir að viðræður hófust. Mikið traust og mikil hlýja ríki. „Ef þið fáið þessa fallegu ríkisstjórn í jólagjöf, þá myndi ég segja að þjóðin okkar væri virkilega blessuð,“ segir Inga. „Ég hlakka til að takast á við þetta, og það gerum við allar, við erum bjartsýnar og brosandi. Ég segi bara áfram veginn.“ Inga gaf það einnig upp að hugmyndir hennar flokks um 450 þúsund króna lágmarksframfærslu, fjármagnaða með breytingum á lífeyrissjóðskerfinu, hafi ekki náð fram að ganga í viðræðunum. „Það hefði verið afskaplega ánægjulegt ef við hefðum fengið 51 prósent, þá gengi það væntanlega upp. Við lögðum áherslu á það hvernig við ætluðum að fjármagna 450 þúsund krónur, það var með staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði. Um það náðist ekki sátt, en í staðinn munum við stíga sameiginlega mörg stór og falleg skref í þágu þeirra sem Flokkur fólksins ber fyrir brjósti. Ég hlakka bara til að sýna á spilin þannig að fólkið okkar geti litið björtum augum fram á veginn,“ segir Inga. Mikil hjálp frá stjórnsýslunni Kristrún segir mikið magn gagna hafi borist frá stjórnsýslunni í viðræðunum, hátt í sextíu minnisblöð. „Við höfum legið yfir miklum smáatriðum, okkar traust byggir á því að við höfum náð saman um ákveðnar staðreyndir,“ segir Kristrún sem þakkar fyrir hjálpina úr stjórnsýslunni. Hún vildi ekki gefa upp hvort hún hefði valið ráðherraembætti, en sagði að leitast hafi verið við að mynda „samheldinn hóp“ og máli skipti að fólk verði í stöðum þar sem það getur komið hlutum í verk
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Tengdar fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við vandlega yfir nýjustu tíðindi af kórónuveirufaraldrinum hér heima og utanlands. 15. apríl 2021 18:00 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Sjá meira
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 förum við vandlega yfir nýjustu tíðindi af kórónuveirufaraldrinum hér heima og utanlands. 15. apríl 2021 18:00