Gary sem stal jólunum Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2024 09:30 Gary Neville er ekki mikill aðdáandi hátíðanna. Bradley Collyer/PA Images via Getty Images Fyrrum fótboltamaðurinn Gary Neville er ekki mikill aðdáandi hátíðanna í desember. Einkar kassalaga maðurinn kann illa við að breytingu á rútínu sinni, hatar kalkún og vakir aldrei til miðnættis á gamlárskvöld. „Ég get alveg slakað á. En jólin eru ekkert frábær, er það? Eftir fyrstu tvo tímana,“ sagði Neville í jólaþætti hlaðvarpsins The Overlap, aðspurður af kollega sínum Ian Wright hvernig hann hagaði jólunum. Bretar halda jólin að jafnaði á jóladag, líkt og hefð er fyrir vestanhafs og víðar. Gjafir eru opnaðar að morgni til og jólamaturinn borðaður seinni part dags. „Veistu hvað mér mislíkar? Að við borðum á skrýtnum tíma. Ég vil borða klukkan níu, eitt og sjö,“ segir vanafastur Neville við mikinn hlátur félaga sinna í settinu. „Maður borðar klukkan þrjú og hvað gerir maður svo? Það fer allt úr skorðum.“ Kalkúnn er vinsæll jólamatur í Bretlandi en Neville hefur áður sagst kunna illa við hann. „Ég borða ekki kalkún, er það umdeild skoðun?“ sagði Neville þar. „Ég fæ mér nautakjöt eða eitthvað slíkt. Ég hata kalkún.“ Áramótin eru þá ekki Neville að skapi heldur. Jamie Carragher sagði sögu af því þegar Neville dreif sig heim að sofa löngu fyrir miðnætti þegar þeir félagar voru saman ein áramótin. „Ég hef aldrei vakað eftir nýárinu. Kannski einu sinni, á aldamótunum, þá var stór veisla. En annars ekki. Ég vaki ekki til miðnættis. Mér finnst mjög furðulegt að fólk nenni að vaka til miðnættis,“ segir Neville. Umræðu um skoðanir Neville á jólum og áramótum má sjá í efri spilaranum og hefst umræðan eftir 21 mínútu og 36 sekúndur. Kalkúnaumræðan er í neðri spilaranum. “I hate turkey!” 🦃Gary’s Christmas dinner hot take is bound to ruffle some feathers! 😉 🎄 pic.twitter.com/VFqVYNosyd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) December 25, 2024 Enski boltinn Fótbolti Jól Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Feyenoord sló AC Milan út Fótbolti Fleiri fréttir Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira
„Ég get alveg slakað á. En jólin eru ekkert frábær, er það? Eftir fyrstu tvo tímana,“ sagði Neville í jólaþætti hlaðvarpsins The Overlap, aðspurður af kollega sínum Ian Wright hvernig hann hagaði jólunum. Bretar halda jólin að jafnaði á jóladag, líkt og hefð er fyrir vestanhafs og víðar. Gjafir eru opnaðar að morgni til og jólamaturinn borðaður seinni part dags. „Veistu hvað mér mislíkar? Að við borðum á skrýtnum tíma. Ég vil borða klukkan níu, eitt og sjö,“ segir vanafastur Neville við mikinn hlátur félaga sinna í settinu. „Maður borðar klukkan þrjú og hvað gerir maður svo? Það fer allt úr skorðum.“ Kalkúnn er vinsæll jólamatur í Bretlandi en Neville hefur áður sagst kunna illa við hann. „Ég borða ekki kalkún, er það umdeild skoðun?“ sagði Neville þar. „Ég fæ mér nautakjöt eða eitthvað slíkt. Ég hata kalkún.“ Áramótin eru þá ekki Neville að skapi heldur. Jamie Carragher sagði sögu af því þegar Neville dreif sig heim að sofa löngu fyrir miðnætti þegar þeir félagar voru saman ein áramótin. „Ég hef aldrei vakað eftir nýárinu. Kannski einu sinni, á aldamótunum, þá var stór veisla. En annars ekki. Ég vaki ekki til miðnættis. Mér finnst mjög furðulegt að fólk nenni að vaka til miðnættis,“ segir Neville. Umræðu um skoðanir Neville á jólum og áramótum má sjá í efri spilaranum og hefst umræðan eftir 21 mínútu og 36 sekúndur. Kalkúnaumræðan er í neðri spilaranum. “I hate turkey!” 🦃Gary’s Christmas dinner hot take is bound to ruffle some feathers! 😉 🎄 pic.twitter.com/VFqVYNosyd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) December 25, 2024
Enski boltinn Fótbolti Jól Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Feyenoord sló AC Milan út Fótbolti Fleiri fréttir Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira