„Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2024 10:08 Ný ríkisstjórn hefur boðað rýmkaðar heimildir til strandveiða þótt ekki liggi enn fyrir nákvæmlega hvernig það verður útfært. Vísir/Vilhelm Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að handfæraveiðar muni aldrei ógna fiskistofnum. Jafnvel þótt strandveiðar yrðu heimilaðar yfir lengra tímabil og veiðiheimildir ótakmarkaðar. Slíkar veiðar stjórnist af veðri, vindum og fiskgengd í sjónum og því þurfi að hans mati ekki að óttast fjölgun í greininni. Hann segist vongóður um að strandveiðar verði stundaðar í heila 48 daga á ári líkt og ný ríkisstjórn hefur boðaða, sama hvað fiskveiðimagninu líður. Örn var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem rætt var vítt og breytt um strandveiðikerfið á Íslandi og hvernig það hefur breyst á undanförnum árum. Fram kom í máli Arnar að töluverðar sveiflur hafi verið á milli ára síðan lögum var breytt árið 2018. Landinu er skipt upp í fjögur strandveiðisvæði og er gert ráð fyrir alls 48 veiðidögum á ári, eða tólf dögum í mánuði á tímabilinu maí til ágúst. Veiðarnar takmarkast við ákveðið hlutfall af leyfilegum heildarafla af þorski og þá má aðeins veiða 774 kíló á hvern bát í hverjum túr. Ef potturinn klárast áður en fyrrnefndir 48 dagar eru liðnir ber Fiskistofu hins vegar að stöðva veiðar. Örn segir að þetta hafi gengið vel framanaf eftir lagabreytingarnar 2018. Fyrstu árin hafi veiðidagarnir verið vel nýttir en frá 2020 hafi veiðarnar verið stöðvaðar áður en hinu eiginlega strandveiðitímabili lauk. „Það var alltaf gert ráð fyrir því að það yrðu nægar veiðiheimildir í þetta enda er þetta ekki mikið. Þetta eru smábátar og stjórnað af veðri og vindum og fiskgengdinni. Síðan gerist það að fiskgengdin hún vex, og það verður auðveldara að ná þessum skammti því menn mega ekki veiða meira heldur en 774 kíló af þorski í hverri veiðiferð. Og 2020 þá stoppa veiðarnar um 18. ágúst og svo aftur um miðjan ágúst 2021 og það var vegna þess að veiðiheimildirnar voru ekki nægar,“ segir Örn. Vill að heimild Fiskistofu til að stöðva veiðar hverfi úr lögum Smábátaeigendur hafa síðan kallað eftir því að fá heimild til að nýta ónýttan kvóta frá árunum á undan en ekki hafi verið orðið við því. Þá hafi heildarheimildirnar fyrir þoski ekki verið kláraðar á fiskveiðiárinu. Loks hafi keyrt hafi um þverbak árið 2023 að sögn Arnar þegar veiðar voru stöðvaðar fyrir miðjan júlí þegar kvótinn var kláraður vel áður en tímabilinu lauk. „Þetta kom misjafnlega vel við. Það var auðveldara virtist vera að veiða á Vesturlandi og á Vestfjörðum og hluta til á Norðurlandinu. En þeir á Norðausturhorninu og á Austurlandi kvarta mikið yfir þessu,“ segir Örn. Þessu vill hann breyta og það þurfi að gera annað hvort með því að bæta við veiðiheimildunum eða leyfa umframveiðar einhver ár. „Málið er það, að það er bundið í lög að það séu 48 dagar, en síðan kemur klásúla önnur um að Fiskistofu sé skilt að stöðva veiðarnar þegar ákveðnum afla er náð. Og það er það sem þingið þarf að gera, og ég reikna með því að atvinnuvegaráðherra einhendi sér í það verkefni, að taka þessa setningu, þessa klásúlu út,“ segir Örn. Þannig verði strandveiðar heimilar í heila 48 daga, sama kvað fiskveiðimagninu líður. Líkt og fram hefur komið í fréttum hefur ný ríkisstjórn boðað að breytingar verði gerðar á reglum um strandveiðar með það að markmiði að tryggja 48 veiðidaga á ári. Það liggur hins vegar ekki fyrir enn hvernig það verður útfært. Inga Sæland, félagsmálaráðherra og formaður Flokks fólksins var innt eftir svörum um þetta í viðtali á Bylgjunni fyrir jól en þá sagðist hún meðal annars sjá fyrir sér einhvers konar tilfærslu í kerfinu. „Þetta er alveg gríðarlega mikilvægt fyrir hinar dreifðu byggðir að hafa strandveiðarnar. Og allt fólkið sem kemur til þessara byggða að geta séð sjávarútveginn, séð að það sé landað úr bátum. Ef að strandveiðarnar væru ekki, hafnirnar og allt saman, þetta væri allt steindautt," segir Örn. Sér fyrir sér lengra tímabil Hann var spurður hvort hann telji stórútgerðina óttast um sinn hag verði heimildir til strandveiða rýmkaðar. „Ég held að hún sé aðallega hrædd um það að það sé aukið við þessi 5,3 prósent sem er tekið í þessa potta,“ svaraði Örn. Sjálfur telji hann ekki þörf á að stækka þann pott. „Það þarf einfaldlega að hafa kerfið þannig að þarna sé bara aðeins opið vegna þess að þeir stjórnast svo mikið af veðri og vindum og hversu mikið er af þorski í sjónum.“ Örn segist ekki í neinum vafa um það að ný ríkisstjórn láti verkin tala hvað þetta varðar og heimildir til strandveiða verði rýmkaðar líkt og boðað hefur verið. „Ég myndi vilja hafa strandveiðikerfið þannig að það næði frá apríl og til og með september og yrði stjórnað á einhvern hátt. Af því að við náttúrlega vitum það, vissulega myndi ég vilja hafa þetta frjálst af því að handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni, bara alls ekki. Þannig myndi ég vilja hafa þetta,“ segir Örn. Fækkun starfa leiði til fjölgun í greininni Ljóst er að ekki eru allir á sama máli og Örn. Þeirra á meðal er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sem lýsti því til að mynda í viðtali við mbl.is á dögunum að útþensla strandveiðikerfisins sé til marks um að kerfið „éti sig upp að innan,“ líkt og Bjarni komst að orði í viðtalinu. Fram kom meðal annars í máli Bjarna að ef frjáls aðgangur yrði veittur að takmörkuðum gæðum, þá muni það leiða til þess að það fjölgi áfram í hópi þeirra sem vilji fá að nýta heimildirnar „þar til of lítið er til skiptanna fyrir hvern og einn.“ Miða við það landslag sem uppi sé núna telur Örn hins vegar raunhæft að lengja tímabilið frá apríl til september og vill meina að fjölgun í hópi þeirra sem stundi strandveiðar eigi sér einnig aðrar skýringar. „Síðan er líka eitt sem ég vil taka fram, að það er aukning í það að sjómenn séu að koma inn á strandveiðar og maður spyr sig að því hvers vegna, jú vegna þess að það er að fækka störfum á stærri skipum á sjó. Vegna tækni og ný skip, færri í áhöfn og annað slíkt og það þarf einfaldlega að svara kröfum þessara sjómanna um það að geta komist á sjó. Þannig ég sé það alveg fyrir mér að strandveiðikerfið það kemur til með að taka við þessum aðilum og það þarf að bregðast við á þennan hátt sem er talað um núna,“ segir Örn. „Ég sé þetta kerfi bara vaxa og það er hið besta mál fyrir þjóðina.“ Sjávarútvegur Bítið Byggðamál Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Sjá meira
Örn var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem rætt var vítt og breytt um strandveiðikerfið á Íslandi og hvernig það hefur breyst á undanförnum árum. Fram kom í máli Arnar að töluverðar sveiflur hafi verið á milli ára síðan lögum var breytt árið 2018. Landinu er skipt upp í fjögur strandveiðisvæði og er gert ráð fyrir alls 48 veiðidögum á ári, eða tólf dögum í mánuði á tímabilinu maí til ágúst. Veiðarnar takmarkast við ákveðið hlutfall af leyfilegum heildarafla af þorski og þá má aðeins veiða 774 kíló á hvern bát í hverjum túr. Ef potturinn klárast áður en fyrrnefndir 48 dagar eru liðnir ber Fiskistofu hins vegar að stöðva veiðar. Örn segir að þetta hafi gengið vel framanaf eftir lagabreytingarnar 2018. Fyrstu árin hafi veiðidagarnir verið vel nýttir en frá 2020 hafi veiðarnar verið stöðvaðar áður en hinu eiginlega strandveiðitímabili lauk. „Það var alltaf gert ráð fyrir því að það yrðu nægar veiðiheimildir í þetta enda er þetta ekki mikið. Þetta eru smábátar og stjórnað af veðri og vindum og fiskgengdinni. Síðan gerist það að fiskgengdin hún vex, og það verður auðveldara að ná þessum skammti því menn mega ekki veiða meira heldur en 774 kíló af þorski í hverri veiðiferð. Og 2020 þá stoppa veiðarnar um 18. ágúst og svo aftur um miðjan ágúst 2021 og það var vegna þess að veiðiheimildirnar voru ekki nægar,“ segir Örn. Vill að heimild Fiskistofu til að stöðva veiðar hverfi úr lögum Smábátaeigendur hafa síðan kallað eftir því að fá heimild til að nýta ónýttan kvóta frá árunum á undan en ekki hafi verið orðið við því. Þá hafi heildarheimildirnar fyrir þoski ekki verið kláraðar á fiskveiðiárinu. Loks hafi keyrt hafi um þverbak árið 2023 að sögn Arnar þegar veiðar voru stöðvaðar fyrir miðjan júlí þegar kvótinn var kláraður vel áður en tímabilinu lauk. „Þetta kom misjafnlega vel við. Það var auðveldara virtist vera að veiða á Vesturlandi og á Vestfjörðum og hluta til á Norðurlandinu. En þeir á Norðausturhorninu og á Austurlandi kvarta mikið yfir þessu,“ segir Örn. Þessu vill hann breyta og það þurfi að gera annað hvort með því að bæta við veiðiheimildunum eða leyfa umframveiðar einhver ár. „Málið er það, að það er bundið í lög að það séu 48 dagar, en síðan kemur klásúla önnur um að Fiskistofu sé skilt að stöðva veiðarnar þegar ákveðnum afla er náð. Og það er það sem þingið þarf að gera, og ég reikna með því að atvinnuvegaráðherra einhendi sér í það verkefni, að taka þessa setningu, þessa klásúlu út,“ segir Örn. Þannig verði strandveiðar heimilar í heila 48 daga, sama kvað fiskveiðimagninu líður. Líkt og fram hefur komið í fréttum hefur ný ríkisstjórn boðað að breytingar verði gerðar á reglum um strandveiðar með það að markmiði að tryggja 48 veiðidaga á ári. Það liggur hins vegar ekki fyrir enn hvernig það verður útfært. Inga Sæland, félagsmálaráðherra og formaður Flokks fólksins var innt eftir svörum um þetta í viðtali á Bylgjunni fyrir jól en þá sagðist hún meðal annars sjá fyrir sér einhvers konar tilfærslu í kerfinu. „Þetta er alveg gríðarlega mikilvægt fyrir hinar dreifðu byggðir að hafa strandveiðarnar. Og allt fólkið sem kemur til þessara byggða að geta séð sjávarútveginn, séð að það sé landað úr bátum. Ef að strandveiðarnar væru ekki, hafnirnar og allt saman, þetta væri allt steindautt," segir Örn. Sér fyrir sér lengra tímabil Hann var spurður hvort hann telji stórútgerðina óttast um sinn hag verði heimildir til strandveiða rýmkaðar. „Ég held að hún sé aðallega hrædd um það að það sé aukið við þessi 5,3 prósent sem er tekið í þessa potta,“ svaraði Örn. Sjálfur telji hann ekki þörf á að stækka þann pott. „Það þarf einfaldlega að hafa kerfið þannig að þarna sé bara aðeins opið vegna þess að þeir stjórnast svo mikið af veðri og vindum og hversu mikið er af þorski í sjónum.“ Örn segist ekki í neinum vafa um það að ný ríkisstjórn láti verkin tala hvað þetta varðar og heimildir til strandveiða verði rýmkaðar líkt og boðað hefur verið. „Ég myndi vilja hafa strandveiðikerfið þannig að það næði frá apríl og til og með september og yrði stjórnað á einhvern hátt. Af því að við náttúrlega vitum það, vissulega myndi ég vilja hafa þetta frjálst af því að handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni, bara alls ekki. Þannig myndi ég vilja hafa þetta,“ segir Örn. Fækkun starfa leiði til fjölgun í greininni Ljóst er að ekki eru allir á sama máli og Örn. Þeirra á meðal er Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sem lýsti því til að mynda í viðtali við mbl.is á dögunum að útþensla strandveiðikerfisins sé til marks um að kerfið „éti sig upp að innan,“ líkt og Bjarni komst að orði í viðtalinu. Fram kom meðal annars í máli Bjarna að ef frjáls aðgangur yrði veittur að takmörkuðum gæðum, þá muni það leiða til þess að það fjölgi áfram í hópi þeirra sem vilji fá að nýta heimildirnar „þar til of lítið er til skiptanna fyrir hvern og einn.“ Miða við það landslag sem uppi sé núna telur Örn hins vegar raunhæft að lengja tímabilið frá apríl til september og vill meina að fjölgun í hópi þeirra sem stundi strandveiðar eigi sér einnig aðrar skýringar. „Síðan er líka eitt sem ég vil taka fram, að það er aukning í það að sjómenn séu að koma inn á strandveiðar og maður spyr sig að því hvers vegna, jú vegna þess að það er að fækka störfum á stærri skipum á sjó. Vegna tækni og ný skip, færri í áhöfn og annað slíkt og það þarf einfaldlega að svara kröfum þessara sjómanna um það að geta komist á sjó. Þannig ég sé það alveg fyrir mér að strandveiðikerfið það kemur til með að taka við þessum aðilum og það þarf að bregðast við á þennan hátt sem er talað um núna,“ segir Örn. „Ég sé þetta kerfi bara vaxa og það er hið besta mál fyrir þjóðina.“
Sjávarútvegur Bítið Byggðamál Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Sjá meira