FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. desember 2024 19:03 Bandaríska alríkislögreglan rannsakar mál NFL og NBA stjarna. Jamie Squire/Getty Images FBI hefur formlega varað stærstu íþróttadeildir Bandaríkjanna um skipulagða glæpahópa sem gera íþróttafólk að fórnarlömbum ránsferða sinna. Brotist var inn á níu heimili atvinnufólks í íþróttum frá september til nóvember. „Brotist er inn á þessi heimili vegna þess að þar er lúxusvarningur, skartgripir, úr og reiðufé,“ sagði í skýrslu FBI, sem ABC News greindi fyrst frá. Brotist var inn til Luka Doncic í fyrradag. Enginn var heima þegar innbrotið átti sér stað en þjófarnir höfðu á brott með sér skartgripi að verðmæti þrjátíu þúsund dollara, eða um 4,2 milljóna íslenskra króna. NBA stjörnurnar Mike Conley og Bobby Portis urðu einnig fyrir barðinu á bófunum. Sömuleiðis Patrick Mahomes og Travis Kelce, liðsfélagar hjá Kansas City Chiefs í NFL, og Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í sömu deild. Samkvæmt FBI eru glæpahóparnir frá Suður-Ameríku og notast við njósnir til undirbúnings, bæði á staðnum og rafrænt, í gegnum samfélagsmiðla og fréttir til að fylgjast með stjörnunum. Þeir eru sagðir snöggir til verks og viti jafnvel hvar verðmæti eru geymd fyrirfram. Slökkvi á myndavélum og WiFi tengingu til að skilja ekki eftir sönnunargögn. Mælt er með því að íþróttafólk haldi verðmætaskrá og tilkynni um allt grunsamlegt atferli, auki öryggiseftirlit og vandi til verks við birtingu á samfélagsmiðla. Setji ekki inn myndefni innan af heimili sínu eða birti myndir þegar það er erlendis. NFL NBA Bandaríkin Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Sjá meira
„Brotist er inn á þessi heimili vegna þess að þar er lúxusvarningur, skartgripir, úr og reiðufé,“ sagði í skýrslu FBI, sem ABC News greindi fyrst frá. Brotist var inn til Luka Doncic í fyrradag. Enginn var heima þegar innbrotið átti sér stað en þjófarnir höfðu á brott með sér skartgripi að verðmæti þrjátíu þúsund dollara, eða um 4,2 milljóna íslenskra króna. NBA stjörnurnar Mike Conley og Bobby Portis urðu einnig fyrir barðinu á bófunum. Sömuleiðis Patrick Mahomes og Travis Kelce, liðsfélagar hjá Kansas City Chiefs í NFL, og Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í sömu deild. Samkvæmt FBI eru glæpahóparnir frá Suður-Ameríku og notast við njósnir til undirbúnings, bæði á staðnum og rafrænt, í gegnum samfélagsmiðla og fréttir til að fylgjast með stjörnunum. Þeir eru sagðir snöggir til verks og viti jafnvel hvar verðmæti eru geymd fyrirfram. Slökkvi á myndavélum og WiFi tengingu til að skilja ekki eftir sönnunargögn. Mælt er með því að íþróttafólk haldi verðmætaskrá og tilkynni um allt grunsamlegt atferli, auki öryggiseftirlit og vandi til verks við birtingu á samfélagsmiðla. Setji ekki inn myndefni innan af heimili sínu eða birti myndir þegar það er erlendis.
NFL NBA Bandaríkin Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Sjá meira