Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 11. janúar 2025 19:36 James McAtee skoraði þrennu á nítján mínútum í kvöld. Vísir/Getty Manchester City er komið í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en liðið vann 8-0 risasigur á Salford City á heimavelli í dag. Manchester City er komið í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en liðið vann 8-0 risasigur á Salford City á heimavelli í dag. Leikurinn í dag var áhugaverður fyrir ýmsar sakir. Liðin koma bæði frá Manchesterborg og þá býr þjálfari City, Pep Guardiola, í Salford-hverfinu og var því að mæta sínu hverfisliði. Saga Salford City er sömuleiðis áhugaverð en félagið er í eigu fyrrum stórstjarna Manchester United og mátti sjá þá Nicky Butt og Paul Scholes í stúkunni í dag og þá var Ryan Giggs hluti af starfsliði á varamannabekknum. Paul Scholes og Nicky Butt, fyrrum leikmenn Manchester United, fylgdust með sínu liði Salford gegn nágrannaliðinu Manchester City.Vísir/Getty Leikurinn var ójafn í alla staði og það þrátt fyrir að Erling Haaland hafi fengið frí og sæti í stúkunni á Etihad-leikvanginum. Jeremy Doku kom City í 1-0 á 9. mínútu og þeir Divin Mubama og Nico O´Reilley bættu tveimur mörkum við í fyrri hálfleiknum og City því með 3-0 forystu í hálfleik. Salford fór reyndar illa með góð tækifæri til að minnka muninn í 2-1 í fyrri hálfleiknum sem hefði verið áhugaverð staða að fylgjast með. Ryan Giggs var ósáttur með gang mála í dag en hann er hluti af þjálfarateymi Salford.Vísir/Getty Í síðari hálfleiknum héldu leikmenn City áfram að hamra járnið á meðan það var heitt. Jack Grealish skoraði fjórða mark liðsins á 49. mínútu og síðan var komið að James McAtee sem skoraði þrjú mörk á nítján mínútum auk þess sem Doku bætti við einu marki þar á milli og staðan orðin 8-0. Manchester City er því komið í 32-liða úrslit ensku bikarkeppninnar og mögulegt að þessi stórsigur gefi liðinu aukið sjálfstraust eftir erfiða tíma í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Sjá meira
Manchester City er komið í næstu umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en liðið vann 8-0 risasigur á Salford City á heimavelli í dag. Leikurinn í dag var áhugaverður fyrir ýmsar sakir. Liðin koma bæði frá Manchesterborg og þá býr þjálfari City, Pep Guardiola, í Salford-hverfinu og var því að mæta sínu hverfisliði. Saga Salford City er sömuleiðis áhugaverð en félagið er í eigu fyrrum stórstjarna Manchester United og mátti sjá þá Nicky Butt og Paul Scholes í stúkunni í dag og þá var Ryan Giggs hluti af starfsliði á varamannabekknum. Paul Scholes og Nicky Butt, fyrrum leikmenn Manchester United, fylgdust með sínu liði Salford gegn nágrannaliðinu Manchester City.Vísir/Getty Leikurinn var ójafn í alla staði og það þrátt fyrir að Erling Haaland hafi fengið frí og sæti í stúkunni á Etihad-leikvanginum. Jeremy Doku kom City í 1-0 á 9. mínútu og þeir Divin Mubama og Nico O´Reilley bættu tveimur mörkum við í fyrri hálfleiknum og City því með 3-0 forystu í hálfleik. Salford fór reyndar illa með góð tækifæri til að minnka muninn í 2-1 í fyrri hálfleiknum sem hefði verið áhugaverð staða að fylgjast með. Ryan Giggs var ósáttur með gang mála í dag en hann er hluti af þjálfarateymi Salford.Vísir/Getty Í síðari hálfleiknum héldu leikmenn City áfram að hamra járnið á meðan það var heitt. Jack Grealish skoraði fjórða mark liðsins á 49. mínútu og síðan var komið að James McAtee sem skoraði þrjú mörk á nítján mínútum auk þess sem Doku bætti við einu marki þar á milli og staðan orðin 8-0. Manchester City er því komið í 32-liða úrslit ensku bikarkeppninnar og mögulegt að þessi stórsigur gefi liðinu aukið sjálfstraust eftir erfiða tíma í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Sjá meira