Alls sextán látin í eldunum Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2025 10:15 Eldtefjandi efnum hefur verið kastað úr flugvélum yfir stór svæði til að reyna að hemja útbreiðslu eldanna. Myndin er tekin í bakgarði fólks í Mandeville Canyon í gær. Vísir/AP Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð. Útgöngubann var í Los Angeles í nótt en ný fyrirmæli hafa verið gefin út vegna rýmingar í norðausturhluta borgarinnar vegna frekari útbreiðslu eldanna í Palisades. Eldar geisa á nokkrum stöðum í borginni. Hér á vef Reuters er hægt að sjá myndir af því hvernig Palisades leit út fyrir og eftir eldana. Christian Litz slökkviliðsstjórinn sagði gær að aðaláhersla viðbragðsaðila yrðu eldarnir í Palisades sem eru komnir nálægt UCLA háskólasvæðinu og Getty safninu. Í frétt Guardian segir að síðasta sólarhringinn hafi eldarnir breiðst út um 400 hektara til viðbótar. Myndin er tekin af Maxar Technologies og sýnir Palisades eldinn brenna sunnan Encino vatnsbólsins í Los Angeles. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þá segir að slökkviliðsmenn hafi átt undir högg að sækja í Mandeville Canyon þar sem til dæmis Arnold Schwarzenegger og fleira frægt fólk á heima. Mandeville Canyon er ekki fjarri ströndinni við Kyrrahafið þar sem unnið var að því um helgina að kasta niður vatni úr þyrlum á sama tíma og eldarnir héldu niður á við. Sjá einnig: Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Veðurstofan í Bandaríkjunum hefur varað við því að vindur verði óhagstæður og hraðaði frá laugardagskvöldi og til sunnudagsmorguns í Los Angeles og Ventura sýslu. Þá hafa þau einnig spáð því að síðdegis á mánudag og fram á þriðjudagsmorgun verði vindurinn hraðari og allt að 13 metrar á sekúndu og hviður upp að allt að 31 metrum á sekúndu. Þá segir að eldarnir hafi í gær verið nálægt því að stökkva yfir 405 hraðbrautina sem skilur að þéttbýl hverfi í Hollywood Hills og San Fernando dalnum. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum úr flugvél til að koma í veg fyrir að Palisades eldarnir breiðist frekar út í Mandeville Canyon. Myndin var tekin í gær, 11. janúar. Rob Bonta, ríkissaksóknari Kaliforníu hefur varað við því að það sé ólöglegt að hækka verð umfram markaðsvirði, stela og að svindla á fólki og að allir sem verði uppvísir að því í tengslum við eldana verði látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum. „Við höfum séð fyrirtæki og leigusala.. keyra upp verðin,“ sagði hann í samtali við blaðamenn á blaðamannafundi í gær. „Þetta heitir að hækka verð yfir markaðsvirði [e. price gouging]. Það er ólöglegt. Þetta áttu ekki að gera. Þetta er glæpur,“ sagði hann og að refsingin væri allt að eitt ár í fangelsi og sektir. Þá sagði hann að verð ætti hækka að hækka umfram tíu prósent miðað við það sem það var fyrir eldana. Hann sagði þetta lögin í Kaliforníu og að þau væru í gildi til að vernda þau sem verða fyrir harmleik. Slökkviliðsmaður reynir að slökkva elda í Mandevilla Canyon í Palisades eldunum. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þetta sagði hann í kjölfar þess að greint hefði verið frá því að margir íbúar sem misst hafa heimili sín hafa greint frá því að geta ekki fundið sér nýjan stað til að vera á vegna þess að verðið er of hátt. Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Fleiri fréttir Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Sjá meira
Útgöngubann var í Los Angeles í nótt en ný fyrirmæli hafa verið gefin út vegna rýmingar í norðausturhluta borgarinnar vegna frekari útbreiðslu eldanna í Palisades. Eldar geisa á nokkrum stöðum í borginni. Hér á vef Reuters er hægt að sjá myndir af því hvernig Palisades leit út fyrir og eftir eldana. Christian Litz slökkviliðsstjórinn sagði gær að aðaláhersla viðbragðsaðila yrðu eldarnir í Palisades sem eru komnir nálægt UCLA háskólasvæðinu og Getty safninu. Í frétt Guardian segir að síðasta sólarhringinn hafi eldarnir breiðst út um 400 hektara til viðbótar. Myndin er tekin af Maxar Technologies og sýnir Palisades eldinn brenna sunnan Encino vatnsbólsins í Los Angeles. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þá segir að slökkviliðsmenn hafi átt undir högg að sækja í Mandeville Canyon þar sem til dæmis Arnold Schwarzenegger og fleira frægt fólk á heima. Mandeville Canyon er ekki fjarri ströndinni við Kyrrahafið þar sem unnið var að því um helgina að kasta niður vatni úr þyrlum á sama tíma og eldarnir héldu niður á við. Sjá einnig: Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Veðurstofan í Bandaríkjunum hefur varað við því að vindur verði óhagstæður og hraðaði frá laugardagskvöldi og til sunnudagsmorguns í Los Angeles og Ventura sýslu. Þá hafa þau einnig spáð því að síðdegis á mánudag og fram á þriðjudagsmorgun verði vindurinn hraðari og allt að 13 metrar á sekúndu og hviður upp að allt að 31 metrum á sekúndu. Þá segir að eldarnir hafi í gær verið nálægt því að stökkva yfir 405 hraðbrautina sem skilur að þéttbýl hverfi í Hollywood Hills og San Fernando dalnum. Slökkviliðsmenn kasta eldtefjandi efnum úr flugvél til að koma í veg fyrir að Palisades eldarnir breiðist frekar út í Mandeville Canyon. Myndin var tekin í gær, 11. janúar. Rob Bonta, ríkissaksóknari Kaliforníu hefur varað við því að það sé ólöglegt að hækka verð umfram markaðsvirði, stela og að svindla á fólki og að allir sem verði uppvísir að því í tengslum við eldana verði látnir bera ábyrgð á gjörðum sínum. „Við höfum séð fyrirtæki og leigusala.. keyra upp verðin,“ sagði hann í samtali við blaðamenn á blaðamannafundi í gær. „Þetta heitir að hækka verð yfir markaðsvirði [e. price gouging]. Það er ólöglegt. Þetta áttu ekki að gera. Þetta er glæpur,“ sagði hann og að refsingin væri allt að eitt ár í fangelsi og sektir. Þá sagði hann að verð ætti hækka að hækka umfram tíu prósent miðað við það sem það var fyrir eldana. Hann sagði þetta lögin í Kaliforníu og að þau væru í gildi til að vernda þau sem verða fyrir harmleik. Slökkviliðsmaður reynir að slökkva elda í Mandevilla Canyon í Palisades eldunum. Myndin er tekin í gær, 11. janúar.Vísir/AP Þetta sagði hann í kjölfar þess að greint hefði verið frá því að margir íbúar sem misst hafa heimili sín hafa greint frá því að geta ekki fundið sér nýjan stað til að vera á vegna þess að verðið er of hátt.
Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Fleiri fréttir Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Sjá meira