Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2025 13:39 Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur og Pia Hansson ræddu alþjóðastjórnmál í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Samsett Pia Hansson forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir nauðsynlegt að tryggja aukna greiningargetu og þekkingu á Íslandi á alþjóðakerfinu og áhrif breytinga þar á á Ísland sem smáríki. Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur segir Ísland verða að ræða það hvaða áhrif það hefur á Ísland verði samið um vopnahlé í Úkraínu. Það muni kosta okkur mikið. Pia og Albert ræddu áhuga Trumps á Grænlandi, áhrif valdatöku hans á Norðurslóðir og utanríkisstefnu Íslendinga í bráð og lengd í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Albert Jónsson segir Ísland í þeirri stöðu að öryggi okkar er ekki ógnað nema það komi til átaka á milli Nató og Rússland. Úkraínustríðið sé til dæmis ekki á þeim skala í dag að það hafi áhrif á okkur og þá segir hann sérfræðinga jafnvel spá því að líkurnar á því minnki og fari minnkandi. „Það eru ekki yfirvofandi átök á milli Nató og Rússlands,“ segir Albert en að Grænlandsvinkillinn, sem nú er til umræðu um allan heim vegna yfirlýsinga tilvonandi forseta Bandaríkjanna, áhugaverðan. Pia segir eitt að líta á svona hótun og hversu líklegt er að verði af henni og svo annað að sjá hvaða áhrif slík hótun hefur á samskipti Íslands og alþjóðakerfið. „Auðvitað eigum við sem smáríki allt okkar undir því að alþjóðalög séu virt. Að hlutirnir séu í lagi í alþjóðasamfélaginu,“ segir Pia og að það líti ekki sérstaklega vel út neins staðar. Það sé því full ástæða til þess að hafa áhyggjur af því. Orðræða skipti máli „Orðræða er líka eitthvað sem skiptir máli,“ segir Pia og varar við því að hræðsluáróður fari í gang. „Lykilatriði fyrir Ísland núna er að auka greiningargetu, auka þekkingu. Þannig að við séum betur í stakk búin til að takast á við þessa umræðu,“ segir Pia. Albert segir auk þess strúktúr alþjóðakerfisins að breytast og það skipti miklu máli. „Ein afleiðing þess er að það er ekkert forysturíki. Það er ekkert eins ríki eins valdamikið og Bandaríkin voru hér áður þegar þetta „rules based international order“ eins og þú kallar það komst á laggirnar og var viðhaldið,“ segir Albert en hann segir þetta sameiginlega reglukerfi eiga undir högg að sækja í alþjóðakerfinu. Það séu mörg ríki sem ekki fylgi sameiginlegum reglum alþjóðakerfisins í dag. Þannig sé Kína númer tvö í alþjóðakerfinu og þau séu ekki með sömu hagsmuni eða sýn og hinn aðal-aðilinn sem sé Bandaríkin. Samkeppnin á milli þessara ríkja fari harðnandi og geri það enn frekar þegar Trump tekur við. „En það er enginn grundvallarmunur á honum eða Biden, eða Demókrötum eða Repúblikönum, hvað varðar samskipti við Kína.“ Kínverjar og Rússar í hagkvæmnishjónabandi Pia tekur undir þetta og segir Kínverja vera að koma sér vel fyrir með því að til dæmis hjálpa Rússum. Það sé einhvers konar „hagkvæmishjónaband“. Þau séu ekki góðir vinir en bæði ríki hagnist á sambandinu. „Það er eitthvað til að fylgjast með og þar er viss ásælni í Norðurslóðir,“ segir Pia. Albert tekur undir þetta og segir að samhliða hlýnun jarðar muni hún aukast enn frekar og valda því að Íshafið opnist. Albert segir stóru áskorunina næstu árin að það vantar milljarða til að reka áframhaldandi stríð í Úkraínu. Ef það eigi að koma á vopnahléi skipti lykilmáli hvað eigi að taka við. Það þurfi að verja milljörðum í vopnakaup og efnahagslega endurreisn til að halda ríkinu gangandi. „Það mun reyna á Nató ekki bara út af þessu, heldur mun Trump, að sjálfsögðu, auka þrýstinginn á Evrópuríkin í Nató að þau auki útgjöld,“ segir Albert. Við þetta eigi eftir að koma upp vandamál í til dæmis Evrópusambandinu því þar sé ekki samstaða um útgjöldin eða Rússlandi. Pia segir samstöðu lykilatriði en á sama tíma vandamál í allri umræðu um hvernig eigi að leysa það sem fram undan er. Það sé samstöðuleysi á vissum sviðum innan Nató og það valdi áhyggjum. Hún segir hefðbundinn hernað þó ekki eina vandamálið. Það sé ýmislegt annað í gangi, fjölþóttaógnir séu til dæmis gríðarlegt vandamál og það sé erfitt að ná utan um þá umræðu. Það sé verið að reyna að greina allar upplýsingarnar sem dynja á okkur og hver upptök þeirra séu. Pia telur þessa umræðu þurfa að vera meira áberandi og oft á tíðum sé myndin af því sem er að gerast í kringum okkur alls ekki skýr. Fjölþóttaógnir stórt vandamál Albert tekur undir það að fjölþóttaógnir séu stórt vandamál og nefnir í því samhengi öryggi á landamærum og skipulagða alþjóðalega glæpastarfsemi. Það séu stóru málin. Albert og Pia ræddu einnig viðveru Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og þau verkefni sem herinn sinnir núna. Albert segir herinn aðallega fljúga til Eystrasaltsríkja og hafa gert það síðustu fjögur árin. Verkefnin séu ekki hér og verkefnið sé flóknara en að það sé bara verið að leita að kafbátum í fjörðum við Íslandsstrendur. Í Nató er viðmið um að greiða um tvö prósent af vergri landsframleiðslu til sambandsins. Það hefur Ísland aldrei gert þó við séum í Nató. Albert segir þá kröfu komna fram að það breytist og við greiðum meira til sambandsins. Við séum til dæmis að greiða meira fyrir vopnakaup í Úkraínu eins og er tengt þessari kröfu. Pia tekur undir þetta og segir kröfuna alveg skýra. Trump hafi til dæmis bent á þetta en það liggi alveg ljóst að Ísland fari ekki upp í tvö prósent og Albert tekur undir það. „En að við bætum þó við á þeim sviðum sem við höfum verið að sinna, og sinnum því enn betur, tel ég að verði mjög líklegt á næstu árum,“ segir Pia. Trump ólíkindatól Hvað varðar Grænland og yfirlýsingar Donald Trump segir Pia hann ólíkindatól að vissu leyti. „Segja má að það sé líklegt að sitji og hræri svolítið í pottunum núna til þess að sjá viðbrögðin. Auðvitað vitum við að hann hefur verið með ásælni í Grænland af því það lýtur að þjóðaröryggi Bandaríkjanna,“ segir Pia. Það sem sé áhugavert í þessu sé þó að líta til Grænlendinga og hvað þeir eru að gera. Þeir séu að nálgast sjálfstæði og það sé fram undan hjá þeim. Danir taki undir það „En þetta kemur inn á erfiðum tímum fyrir Dani,“ segir Pia og að þeir hafi sofið á verðinum. Þeir hefðu þurft að sinna þessu miklu betur og það ætti frekar að beina sjónum að samskiptum Dana og Grænlendinga en hitt. „Það er alveg líklegt að Grænlendingarnir halli sér meira að Bandaríkjunum,“ segir Pia og bendir á að byggðin í Grænlandi sé til dæmis að mestu vestan megin, nær Bandaríkjunum en Evrópu. Hún telur Dana þurfa að stíga fast inn í þetta og Metta Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur sé líklega að hugsa hvernig hún geti gert það. En sama hver viðbrögðin verði, verði þau alltaf of lítil og of sein. Albert segir Grænland hafa gríðarlega þýðingu fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og Bandaríkjamenn hafi verið þar með miklar og stórar ratsjár í geimvarnarstöð á Grænlandi vegna þess að kjarnorkuárás frá Rússlandi kæmi yfir pólinn og myndi sjást þar. Danir hafi sofnað á verðinum Þau segjast sammála um það að krafa Trump er óvænt og eitthvað sem fólk myndi aðeins búast við frá Pútín. Pia segir að ef svona krafa kæmi frá á Ísland myndu íslensk stjórnvöld bregðast strax við og veltir því fram hvort Danir hafi svarað nægilega sterkt. Danir hafi alltaf verið hallir undir Bandaríkin. „Maður hefði haldið að þegar einhver hótar hervaldi í þínu landi, bandalagsríki, þá myndu viðbrögðin kannski vera: „Stopp nú, stýrimann, er ekki aðeins og langt seilst og gengið í þessari orðræðu“. En auðvitað vitum við öll að hann er að hræra í pottinum. En það er alveg sama. Það þarf að taka sterkt á svona,“ segir Pia og að það eigi ekki að taka Trump bókstaflega, en alvarlega þó. Albert segir Trump í sterkari stöðu núna en síðast þegar hann var forseti og Pia tekur undir það. Hægt er að hlusta á viðtalið við þau Piu og Albert hér að ofan. Grænland Bandaríkin Kína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Danmörk Sprengisandur Tengdar fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44 Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Áform Donalds Trump um að gera Grænland að fylki í Bandaríkjunum hafa fengið mikla umfjöllun. Það er greinilegt að Trump sér staðsetningu Grænlands sem mikilvægan þátt í varnarmálum Bandaríkjanna og er ekki ólíklegt að Ísland sé líka á óskalistanum. 10. janúar 2025 10:30 Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Deildarforseti við Háskólann á Grænlandi segir sögu slæmrar meðferðar Bandaríkjanna á frumbyggjum landsins vekja ugg meðal Grænlendinga sem horfa nú fram á mögulega innlimun inn í Bandaríkin sé eitthvað að marka orð verðandi forseta. 9. janúar 2025 17:03 Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Forsætisráðherra Danmerkur hefur boðað flokksformenn allra flokka á danska þinginu á neyðarfund annað kvöld vegna nýjustu vendinga í tengslum við ásælni Bandaríkjanna í Grænland. 8. janúar 2025 18:36 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Sjá meira
Það muni kosta okkur mikið. Pia og Albert ræddu áhuga Trumps á Grænlandi, áhrif valdatöku hans á Norðurslóðir og utanríkisstefnu Íslendinga í bráð og lengd í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Albert Jónsson segir Ísland í þeirri stöðu að öryggi okkar er ekki ógnað nema það komi til átaka á milli Nató og Rússland. Úkraínustríðið sé til dæmis ekki á þeim skala í dag að það hafi áhrif á okkur og þá segir hann sérfræðinga jafnvel spá því að líkurnar á því minnki og fari minnkandi. „Það eru ekki yfirvofandi átök á milli Nató og Rússlands,“ segir Albert en að Grænlandsvinkillinn, sem nú er til umræðu um allan heim vegna yfirlýsinga tilvonandi forseta Bandaríkjanna, áhugaverðan. Pia segir eitt að líta á svona hótun og hversu líklegt er að verði af henni og svo annað að sjá hvaða áhrif slík hótun hefur á samskipti Íslands og alþjóðakerfið. „Auðvitað eigum við sem smáríki allt okkar undir því að alþjóðalög séu virt. Að hlutirnir séu í lagi í alþjóðasamfélaginu,“ segir Pia og að það líti ekki sérstaklega vel út neins staðar. Það sé því full ástæða til þess að hafa áhyggjur af því. Orðræða skipti máli „Orðræða er líka eitthvað sem skiptir máli,“ segir Pia og varar við því að hræðsluáróður fari í gang. „Lykilatriði fyrir Ísland núna er að auka greiningargetu, auka þekkingu. Þannig að við séum betur í stakk búin til að takast á við þessa umræðu,“ segir Pia. Albert segir auk þess strúktúr alþjóðakerfisins að breytast og það skipti miklu máli. „Ein afleiðing þess er að það er ekkert forysturíki. Það er ekkert eins ríki eins valdamikið og Bandaríkin voru hér áður þegar þetta „rules based international order“ eins og þú kallar það komst á laggirnar og var viðhaldið,“ segir Albert en hann segir þetta sameiginlega reglukerfi eiga undir högg að sækja í alþjóðakerfinu. Það séu mörg ríki sem ekki fylgi sameiginlegum reglum alþjóðakerfisins í dag. Þannig sé Kína númer tvö í alþjóðakerfinu og þau séu ekki með sömu hagsmuni eða sýn og hinn aðal-aðilinn sem sé Bandaríkin. Samkeppnin á milli þessara ríkja fari harðnandi og geri það enn frekar þegar Trump tekur við. „En það er enginn grundvallarmunur á honum eða Biden, eða Demókrötum eða Repúblikönum, hvað varðar samskipti við Kína.“ Kínverjar og Rússar í hagkvæmnishjónabandi Pia tekur undir þetta og segir Kínverja vera að koma sér vel fyrir með því að til dæmis hjálpa Rússum. Það sé einhvers konar „hagkvæmishjónaband“. Þau séu ekki góðir vinir en bæði ríki hagnist á sambandinu. „Það er eitthvað til að fylgjast með og þar er viss ásælni í Norðurslóðir,“ segir Pia. Albert tekur undir þetta og segir að samhliða hlýnun jarðar muni hún aukast enn frekar og valda því að Íshafið opnist. Albert segir stóru áskorunina næstu árin að það vantar milljarða til að reka áframhaldandi stríð í Úkraínu. Ef það eigi að koma á vopnahléi skipti lykilmáli hvað eigi að taka við. Það þurfi að verja milljörðum í vopnakaup og efnahagslega endurreisn til að halda ríkinu gangandi. „Það mun reyna á Nató ekki bara út af þessu, heldur mun Trump, að sjálfsögðu, auka þrýstinginn á Evrópuríkin í Nató að þau auki útgjöld,“ segir Albert. Við þetta eigi eftir að koma upp vandamál í til dæmis Evrópusambandinu því þar sé ekki samstaða um útgjöldin eða Rússlandi. Pia segir samstöðu lykilatriði en á sama tíma vandamál í allri umræðu um hvernig eigi að leysa það sem fram undan er. Það sé samstöðuleysi á vissum sviðum innan Nató og það valdi áhyggjum. Hún segir hefðbundinn hernað þó ekki eina vandamálið. Það sé ýmislegt annað í gangi, fjölþóttaógnir séu til dæmis gríðarlegt vandamál og það sé erfitt að ná utan um þá umræðu. Það sé verið að reyna að greina allar upplýsingarnar sem dynja á okkur og hver upptök þeirra séu. Pia telur þessa umræðu þurfa að vera meira áberandi og oft á tíðum sé myndin af því sem er að gerast í kringum okkur alls ekki skýr. Fjölþóttaógnir stórt vandamál Albert tekur undir það að fjölþóttaógnir séu stórt vandamál og nefnir í því samhengi öryggi á landamærum og skipulagða alþjóðalega glæpastarfsemi. Það séu stóru málin. Albert og Pia ræddu einnig viðveru Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og þau verkefni sem herinn sinnir núna. Albert segir herinn aðallega fljúga til Eystrasaltsríkja og hafa gert það síðustu fjögur árin. Verkefnin séu ekki hér og verkefnið sé flóknara en að það sé bara verið að leita að kafbátum í fjörðum við Íslandsstrendur. Í Nató er viðmið um að greiða um tvö prósent af vergri landsframleiðslu til sambandsins. Það hefur Ísland aldrei gert þó við séum í Nató. Albert segir þá kröfu komna fram að það breytist og við greiðum meira til sambandsins. Við séum til dæmis að greiða meira fyrir vopnakaup í Úkraínu eins og er tengt þessari kröfu. Pia tekur undir þetta og segir kröfuna alveg skýra. Trump hafi til dæmis bent á þetta en það liggi alveg ljóst að Ísland fari ekki upp í tvö prósent og Albert tekur undir það. „En að við bætum þó við á þeim sviðum sem við höfum verið að sinna, og sinnum því enn betur, tel ég að verði mjög líklegt á næstu árum,“ segir Pia. Trump ólíkindatól Hvað varðar Grænland og yfirlýsingar Donald Trump segir Pia hann ólíkindatól að vissu leyti. „Segja má að það sé líklegt að sitji og hræri svolítið í pottunum núna til þess að sjá viðbrögðin. Auðvitað vitum við að hann hefur verið með ásælni í Grænland af því það lýtur að þjóðaröryggi Bandaríkjanna,“ segir Pia. Það sem sé áhugavert í þessu sé þó að líta til Grænlendinga og hvað þeir eru að gera. Þeir séu að nálgast sjálfstæði og það sé fram undan hjá þeim. Danir taki undir það „En þetta kemur inn á erfiðum tímum fyrir Dani,“ segir Pia og að þeir hafi sofið á verðinum. Þeir hefðu þurft að sinna þessu miklu betur og það ætti frekar að beina sjónum að samskiptum Dana og Grænlendinga en hitt. „Það er alveg líklegt að Grænlendingarnir halli sér meira að Bandaríkjunum,“ segir Pia og bendir á að byggðin í Grænlandi sé til dæmis að mestu vestan megin, nær Bandaríkjunum en Evrópu. Hún telur Dana þurfa að stíga fast inn í þetta og Metta Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur sé líklega að hugsa hvernig hún geti gert það. En sama hver viðbrögðin verði, verði þau alltaf of lítil og of sein. Albert segir Grænland hafa gríðarlega þýðingu fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og Bandaríkjamenn hafi verið þar með miklar og stórar ratsjár í geimvarnarstöð á Grænlandi vegna þess að kjarnorkuárás frá Rússlandi kæmi yfir pólinn og myndi sjást þar. Danir hafi sofnað á verðinum Þau segjast sammála um það að krafa Trump er óvænt og eitthvað sem fólk myndi aðeins búast við frá Pútín. Pia segir að ef svona krafa kæmi frá á Ísland myndu íslensk stjórnvöld bregðast strax við og veltir því fram hvort Danir hafi svarað nægilega sterkt. Danir hafi alltaf verið hallir undir Bandaríkin. „Maður hefði haldið að þegar einhver hótar hervaldi í þínu landi, bandalagsríki, þá myndu viðbrögðin kannski vera: „Stopp nú, stýrimann, er ekki aðeins og langt seilst og gengið í þessari orðræðu“. En auðvitað vitum við öll að hann er að hræra í pottinum. En það er alveg sama. Það þarf að taka sterkt á svona,“ segir Pia og að það eigi ekki að taka Trump bókstaflega, en alvarlega þó. Albert segir Trump í sterkari stöðu núna en síðast þegar hann var forseti og Pia tekur undir það. Hægt er að hlusta á viðtalið við þau Piu og Albert hér að ofan.
Grænland Bandaríkin Kína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Danmörk Sprengisandur Tengdar fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44 Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Áform Donalds Trump um að gera Grænland að fylki í Bandaríkjunum hafa fengið mikla umfjöllun. Það er greinilegt að Trump sér staðsetningu Grænlands sem mikilvægan þátt í varnarmálum Bandaríkjanna og er ekki ólíklegt að Ísland sé líka á óskalistanum. 10. janúar 2025 10:30 Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Deildarforseti við Háskólann á Grænlandi segir sögu slæmrar meðferðar Bandaríkjanna á frumbyggjum landsins vekja ugg meðal Grænlendinga sem horfa nú fram á mögulega innlimun inn í Bandaríkin sé eitthvað að marka orð verðandi forseta. 9. janúar 2025 17:03 Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Forsætisráðherra Danmerkur hefur boðað flokksformenn allra flokka á danska þinginu á neyðarfund annað kvöld vegna nýjustu vendinga í tengslum við ásælni Bandaríkjanna í Grænland. 8. janúar 2025 18:36 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Sjá meira
Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44
Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Áform Donalds Trump um að gera Grænland að fylki í Bandaríkjunum hafa fengið mikla umfjöllun. Það er greinilegt að Trump sér staðsetningu Grænlands sem mikilvægan þátt í varnarmálum Bandaríkjanna og er ekki ólíklegt að Ísland sé líka á óskalistanum. 10. janúar 2025 10:30
Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Deildarforseti við Háskólann á Grænlandi segir sögu slæmrar meðferðar Bandaríkjanna á frumbyggjum landsins vekja ugg meðal Grænlendinga sem horfa nú fram á mögulega innlimun inn í Bandaríkin sé eitthvað að marka orð verðandi forseta. 9. janúar 2025 17:03
Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Forsætisráðherra Danmerkur hefur boðað flokksformenn allra flokka á danska þinginu á neyðarfund annað kvöld vegna nýjustu vendinga í tengslum við ásælni Bandaríkjanna í Grænland. 8. janúar 2025 18:36