Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2025 14:57 Lögregluþjónar og öryggisverðir við op að gullnámunni. Fleiri en fimm hundruð menn eru sagðir vera enn þar niðri. AP/Denis Farrell Að minnsta kosti hundrað menn eru látnir úr hungri og vökvaskorti ofan í ólöglegri gullnámu í Suður-Afríku. Lögregluþjónar hafa setið um námuna um langt skeið og hafa mennirnir ofan í henni ekki haft aðgang að matvælum eða vatni frá því í nóvember. Frá því umsátrið hófst í nóvember hafa fjölmargir menn komið upp úr námunni og verið handteknir. Leiðtogar hjálparsamtaka sem reynt hafa að aðstoða mennina í námunni segja að þar séu enn rúmlega fimm hundruð menn. Að minnsta kosti hundrað eru sagðir hafa dáið ofan í námunni og voru lík átján þeirra sótt um og eftir helgi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögreglan segir mennina hafa neitað að koma út úr námunni en áðurnefndir leiðtogar hjálparsamtaka segja lögregluna hafa fjarlægt reipi sem mennirnir notuðu til að komast inn í námuna og úr henni. Menn sem handteknir voru þegar þeir komu upp úr námunni í Stilfontein í morgun.AP/Themba Hadebe Þá unnu samtökin dómsmál gegn lögreglunni í desember um að lögreglan mætti ekki koma í veg fyrir að mennirnir fengu mat og vatn. Óljóst er hve mikið af matvælum þeir hafa fengið síðan þá. Fréttaveitan hefur eftir talsmanni lögreglunnar á svæðinu að enn sé verið að staðfesta hve mörg lík hafi fundist og hve margir hafi gefið sig fram við lögreglu. Vonast sé til þess að hægt sé að binda enda á umsátrið Sjá einnig: Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Talið er að ólögleg námustarfsemi kosti Suður-Afríku gífurlega mikla peninga á ári hverju. Yfirvöld segja að oft sé um menn frá öðrum löndum að ræða og þá sé líklega um skipulagða glæpastarfsemi að ræða og eru hópar þungvopnaðra manna oft sagðir viðloðnir starfsemina. Mennirnir eru einnig sagðir valda vandræðum í nærliggjandi samfélögum, þar sem þeir hafa verið sakaðir um glæpi eins og rán og nauðganir. Suður-Afríka Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Sjá meira
Frá því umsátrið hófst í nóvember hafa fjölmargir menn komið upp úr námunni og verið handteknir. Leiðtogar hjálparsamtaka sem reynt hafa að aðstoða mennina í námunni segja að þar séu enn rúmlega fimm hundruð menn. Að minnsta kosti hundrað eru sagðir hafa dáið ofan í námunni og voru lík átján þeirra sótt um og eftir helgi, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lögreglan segir mennina hafa neitað að koma út úr námunni en áðurnefndir leiðtogar hjálparsamtaka segja lögregluna hafa fjarlægt reipi sem mennirnir notuðu til að komast inn í námuna og úr henni. Menn sem handteknir voru þegar þeir komu upp úr námunni í Stilfontein í morgun.AP/Themba Hadebe Þá unnu samtökin dómsmál gegn lögreglunni í desember um að lögreglan mætti ekki koma í veg fyrir að mennirnir fengu mat og vatn. Óljóst er hve mikið af matvælum þeir hafa fengið síðan þá. Fréttaveitan hefur eftir talsmanni lögreglunnar á svæðinu að enn sé verið að staðfesta hve mörg lík hafi fundist og hve margir hafi gefið sig fram við lögreglu. Vonast sé til þess að hægt sé að binda enda á umsátrið Sjá einnig: Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Talið er að ólögleg námustarfsemi kosti Suður-Afríku gífurlega mikla peninga á ári hverju. Yfirvöld segja að oft sé um menn frá öðrum löndum að ræða og þá sé líklega um skipulagða glæpastarfsemi að ræða og eru hópar þungvopnaðra manna oft sagðir viðloðnir starfsemina. Mennirnir eru einnig sagðir valda vandræðum í nærliggjandi samfélögum, þar sem þeir hafa verið sakaðir um glæpi eins og rán og nauðganir.
Suður-Afríka Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Sjá meira